Lið þurfi að gefa leiki ef stuðningsmenn beita leikmenn kynþáttaníð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 12:46 Gianni Infantoni vill herða reglur varðandi kynþáttaníð í garð leikmanna. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, vill að koma á nýjum reglum sem kveða á um að lið þurfi að gefa leiki ef stuðningsmenn þeirra beita leikmenn kynþáttaníð. Þessar vangaveltur Infantinos birtust á X, áður Twitter, í dag eftir það sem hann kallar „algjörlega viðbjóðsleg“ atvik sem áttu sér stað í gær. Atvikin áttu sér stað í leikjum Udinese og AC Milan annars vegar, og Sheffield Wednesday og Coventry hins vegar. Leikur Udinese og AC Milan var stöðvaður um stund eftir að Mike Maignan, markvörður Mílanó-liðsins, mátti þola kynþáttaníð frá stuðningsmönnum Udinese. Kasey Palmer, leikmaður Coventry, segist hafa þurft að þola samskonar meðferð frá stuðningsmönnum Sheffield Wednesday. Infantino vill að tekið verði harðar á slíkum málum en nú er gert. „Atvikin sem áttu sér stað í Udinese og Sheffield á laugardaginn voru algjörlega viðbjóðsleg og óásættanleg. Leikmennirnir sem urðu fyrir þessu fá fullan stuðning frá mér,“ segir meðal annars í færslu Infantino á X. „Auk þess að vera með þriggja skrefa kerfi (leikur stöðvaður, leikur stöðvaður aftur, leik hætt), verðum við að koma því á að lið þeirra stuðningsmanna sem beita kynþáttaníð og verða til þess að leik sé hætt þurfi sjálfkrafa að gefa leikinn.“ „FIFA og fótboltafjölskyldan stendur þétt við bakið á þeim sem hafa þurft að þola kynþáttaníð eða annarskonar mismunun. Í eitt skipti fyrir öll: Segjum nei við rasisma! Segjum nei við hvers kyns mismunun!“ On behalf of FIFA, Gianni Infantino, FIFA President, has made the following statement:“The events that took place in Udine and Sheffield on Saturday are totally abhorrent and completely unacceptable. There is no place for racism or any form of discrimination - both in football…— FIFA Media (@fifamedia) January 21, 2024 FIFA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira
Þessar vangaveltur Infantinos birtust á X, áður Twitter, í dag eftir það sem hann kallar „algjörlega viðbjóðsleg“ atvik sem áttu sér stað í gær. Atvikin áttu sér stað í leikjum Udinese og AC Milan annars vegar, og Sheffield Wednesday og Coventry hins vegar. Leikur Udinese og AC Milan var stöðvaður um stund eftir að Mike Maignan, markvörður Mílanó-liðsins, mátti þola kynþáttaníð frá stuðningsmönnum Udinese. Kasey Palmer, leikmaður Coventry, segist hafa þurft að þola samskonar meðferð frá stuðningsmönnum Sheffield Wednesday. Infantino vill að tekið verði harðar á slíkum málum en nú er gert. „Atvikin sem áttu sér stað í Udinese og Sheffield á laugardaginn voru algjörlega viðbjóðsleg og óásættanleg. Leikmennirnir sem urðu fyrir þessu fá fullan stuðning frá mér,“ segir meðal annars í færslu Infantino á X. „Auk þess að vera með þriggja skrefa kerfi (leikur stöðvaður, leikur stöðvaður aftur, leik hætt), verðum við að koma því á að lið þeirra stuðningsmanna sem beita kynþáttaníð og verða til þess að leik sé hætt þurfi sjálfkrafa að gefa leikinn.“ „FIFA og fótboltafjölskyldan stendur þétt við bakið á þeim sem hafa þurft að þola kynþáttaníð eða annarskonar mismunun. Í eitt skipti fyrir öll: Segjum nei við rasisma! Segjum nei við hvers kyns mismunun!“ On behalf of FIFA, Gianni Infantino, FIFA President, has made the following statement:“The events that took place in Udine and Sheffield on Saturday are totally abhorrent and completely unacceptable. There is no place for racism or any form of discrimination - both in football…— FIFA Media (@fifamedia) January 21, 2024
FIFA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Sjá meira