Kynnti nýja stefnu fyrir síðustu þrjú ár sín í embætti Lovísa Arnardóttir skrifar 17. janúar 2024 15:02 Forseti Frakklands ætlar að tækla lækkandi fæðingartíðni landsins með auknu fæðingarorlofi og auknu aðgengi að frjósemismeðferðum. Vísir/EPA Forseti Frakklands kynnti í gær ýmsar nýjar hugmyndir sem hann vill innleiða síðustu þrjú ár sín í embætti. Á tæplega þriggja tíma blaðamannafundi sagðist hann hlynntur skólabúningum, að hann vildi gera meira til að stöðva eiturlyfjaglæpagengi og að hann vildi koma í veg fyrir lækkandi fæðingartíðni. Blaðamannafundurinn var haldinn í Elysée höllinni í París en þar ræddi hann við meira en hundrað blaðamenn. Hann hélt fyrst 30 mínútna ræðu og svaraði svo spurningum í tvo klukkutíma. Tilgangur fundarins var að „hitta þjóðina“ og að ákveða þemu fyrir síðustu þrjú ár hans í embætti. Á vef BBC segir að hann hafi verið sakaður um að missa tengingu við kjósendur sína eftir að hann var endurkjörinn árið 2022. Þá er einnig aðeins vika síðan hann skipaði Gabriel Attal sem forsætisráðherra landsins. Ríkisstjórnin sem hann leiðir er talinn meira hægrisinnuð en sú sem áður var. Ekki færri fæðst síðan í seinni heimsstyrjöld Í fyrra fæddust færri fyrsta sinn frá seinni heimsstyrjöldinni færri en 700 þúsund börn í Frakklandi. Til að bregðast við þessu lofaði Macron að auka aðgengi að frjósemismeðferðum og breyta fæðingarorlofinu og bæta við það. Hann talaði einnig töluvert um frönsk gildi og franska lýðveldið. Hann sagði frönsk börn yrðu að læra það í skóla hvað franska lýðveldið stendur fyrir. Sögu þess, skyldur borgaranna og tungumálið. Hann sagði notkun skólabúninga verða almenna ef að tilraun í 100 skólum, sem nú er að hefjast, myndi ganga vel. Á vef BBC segir að hingað til hafi hægrisinnaðir stjórnmálamenn aðeins talað fyrir almennri notkun slíkra búninga. Þá sagði hann mikilvægt að börn lærðu þjóðsönginn, að hann myndi styðja athafnir við skólalok og að öll 16 ára ungmenni væru skylduð til borgaralegrar þjónustu. Þá lofaði hann því einnig að vinna að því að minnka skjátíma barna en fór ekki nánar út í það. Spurningar blaðamanna og svör forsetans tóku um tvo klukkutíma á fundinum. Vísir/EPA Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins en þar segir að vinstrisinnuðum fréttaskýrendum hafi þótt mjög leitt að sjá Macron færa sig þannig á hægri væng stjórnmála. Hægrisinnaðir fréttaskýrendur sögðust taka þessu fagnandi en töldu þetta líklega einhver látalæti. Stórir fjölmiðlar í Frakklandi fjölluðu einnig um fundinn. Stærsti miðill vinstrisinnaðra, Libération, sagði hugmyndir Macron úreltar og íhaldssamar á meðan Le Monde sagði Macron daðra við fortíðarþrá. Le Figaro, sem er íhaldssamara blað, sagði að hann hefði aldrei áður verið nær væntingum almennings og að þau væru ánægð með það. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14 Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23 Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Blaðamannafundurinn var haldinn í Elysée höllinni í París en þar ræddi hann við meira en hundrað blaðamenn. Hann hélt fyrst 30 mínútna ræðu og svaraði svo spurningum í tvo klukkutíma. Tilgangur fundarins var að „hitta þjóðina“ og að ákveða þemu fyrir síðustu þrjú ár hans í embætti. Á vef BBC segir að hann hafi verið sakaður um að missa tengingu við kjósendur sína eftir að hann var endurkjörinn árið 2022. Þá er einnig aðeins vika síðan hann skipaði Gabriel Attal sem forsætisráðherra landsins. Ríkisstjórnin sem hann leiðir er talinn meira hægrisinnuð en sú sem áður var. Ekki færri fæðst síðan í seinni heimsstyrjöld Í fyrra fæddust færri fyrsta sinn frá seinni heimsstyrjöldinni færri en 700 þúsund börn í Frakklandi. Til að bregðast við þessu lofaði Macron að auka aðgengi að frjósemismeðferðum og breyta fæðingarorlofinu og bæta við það. Hann talaði einnig töluvert um frönsk gildi og franska lýðveldið. Hann sagði frönsk börn yrðu að læra það í skóla hvað franska lýðveldið stendur fyrir. Sögu þess, skyldur borgaranna og tungumálið. Hann sagði notkun skólabúninga verða almenna ef að tilraun í 100 skólum, sem nú er að hefjast, myndi ganga vel. Á vef BBC segir að hingað til hafi hægrisinnaðir stjórnmálamenn aðeins talað fyrir almennri notkun slíkra búninga. Þá sagði hann mikilvægt að börn lærðu þjóðsönginn, að hann myndi styðja athafnir við skólalok og að öll 16 ára ungmenni væru skylduð til borgaralegrar þjónustu. Þá lofaði hann því einnig að vinna að því að minnka skjátíma barna en fór ekki nánar út í það. Spurningar blaðamanna og svör forsetans tóku um tvo klukkutíma á fundinum. Vísir/EPA Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins en þar segir að vinstrisinnuðum fréttaskýrendum hafi þótt mjög leitt að sjá Macron færa sig þannig á hægri væng stjórnmála. Hægrisinnaðir fréttaskýrendur sögðust taka þessu fagnandi en töldu þetta líklega einhver látalæti. Stórir fjölmiðlar í Frakklandi fjölluðu einnig um fundinn. Stærsti miðill vinstrisinnaðra, Libération, sagði hugmyndir Macron úreltar og íhaldssamar á meðan Le Monde sagði Macron daðra við fortíðarþrá. Le Figaro, sem er íhaldssamara blað, sagði að hann hefði aldrei áður verið nær væntingum almennings og að þau væru ánægð með það.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14 Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23 Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Segir af sér embætti forsætisráðherra Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi. 8. janúar 2024 19:14
Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. 26. desember 2023 20:23
Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni. 21. desember 2023 10:38