Milljarðamæringar vilja borga meiri skatta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 17. janúar 2024 07:34 Valerie Rockefeller (t.v.), Abigail Disney (f.m.) og Brian Cox (t.h.) eru meðal þeirra sem kalla eftir hærri sköttu á hina allra ríkustu. Vísir/Getty Rúmlega 250 milljarða- og milljónamæringar í dollurum talið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að ríkisstjórnir heims hækki skattana þeirra. Yfirlýsingin sem birtist í helstu miðlum heims og ber titilinn stolt af því að borga, verður afhent valdamesta fólki heims á World Economic Forum ráðstefnunni í Davos sem nú stendur yfir. „Okkar beiðni er einföld, að þið skattleggið okkur, ríkasta fólk samfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Auðmennirnir eru frá sautján ríkjum heimsins og þar á meðal má finna Valerie Rockefeller, Abigail Disney og leikara á borð við Simon Pegg og Brian Cox, en sá síðarnefndi lék milljarðamæringinn Logan Roy í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Succession. Milljónamæringarnir segja í bréfinu að ójöfnuður nálgist nú suðupunkt sem hafi alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfi heimsins samfélög og umhverfi. Guardian fjallar um málið í dag og vísar í nýja könnun sem gerð var á meðal hinna ofurríku í heiminum þar sem fram kemur að 74% þeirra styðji við hærri skatta á þá ríkustu. Um 2300 einstaklingar svöruðu könnuninni en þeir eiga allir eignir yfir einum milljarði dollara. Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að 58% studdu tillögu um 2% auðlegðarskatt fyrir fólk sem ætti meira en 10 milljónir dala, eða um 1,4 milljarða. Þá töldu 54% svarenda könnunarinnar að ójöfnuður væri hættulegur lýðræðinu. „Þessi könnun bendir til þess að allir í heiminum, þar á meðal þeir ríkustu, vilji að auðjöfrar borgi meiri skatta. Hvar eru leiðtogarnir okkar sem hafa völd til að gera þetta? Við, ríkasta fólkið, erum orðin þreytt á því að ekkert gerist og það er ekki að undra að venjulegt fólk sem lýtur lægra haldi í samfélaginu hafi misst alla þolinmæði,“ segir Guy Singh-Watson, breskur bóndi sem stofnaði matvælaþjónustuna Riverford, í samtali við Guardian. Breska stéttarfélagið TUC komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að ef ríkustu 140 þúsund mennirnir á Bretlandi þyrftu að borga aukalega 1,7% skatta myndu 10 milljarðar punda bætast við ríkissjóð á ári. Það nemur 1.7 billjónum íslenskra króna (1.743.600.000.000 kr). Verðlag Skattar og tollar Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Sjá meira
Yfirlýsingin sem birtist í helstu miðlum heims og ber titilinn stolt af því að borga, verður afhent valdamesta fólki heims á World Economic Forum ráðstefnunni í Davos sem nú stendur yfir. „Okkar beiðni er einföld, að þið skattleggið okkur, ríkasta fólk samfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Auðmennirnir eru frá sautján ríkjum heimsins og þar á meðal má finna Valerie Rockefeller, Abigail Disney og leikara á borð við Simon Pegg og Brian Cox, en sá síðarnefndi lék milljarðamæringinn Logan Roy í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Succession. Milljónamæringarnir segja í bréfinu að ójöfnuður nálgist nú suðupunkt sem hafi alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfi heimsins samfélög og umhverfi. Guardian fjallar um málið í dag og vísar í nýja könnun sem gerð var á meðal hinna ofurríku í heiminum þar sem fram kemur að 74% þeirra styðji við hærri skatta á þá ríkustu. Um 2300 einstaklingar svöruðu könnuninni en þeir eiga allir eignir yfir einum milljarði dollara. Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að 58% studdu tillögu um 2% auðlegðarskatt fyrir fólk sem ætti meira en 10 milljónir dala, eða um 1,4 milljarða. Þá töldu 54% svarenda könnunarinnar að ójöfnuður væri hættulegur lýðræðinu. „Þessi könnun bendir til þess að allir í heiminum, þar á meðal þeir ríkustu, vilji að auðjöfrar borgi meiri skatta. Hvar eru leiðtogarnir okkar sem hafa völd til að gera þetta? Við, ríkasta fólkið, erum orðin þreytt á því að ekkert gerist og það er ekki að undra að venjulegt fólk sem lýtur lægra haldi í samfélaginu hafi misst alla þolinmæði,“ segir Guy Singh-Watson, breskur bóndi sem stofnaði matvælaþjónustuna Riverford, í samtali við Guardian. Breska stéttarfélagið TUC komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að ef ríkustu 140 þúsund mennirnir á Bretlandi þyrftu að borga aukalega 1,7% skatta myndu 10 milljarðar punda bætast við ríkissjóð á ári. Það nemur 1.7 billjónum íslenskra króna (1.743.600.000.000 kr).
Verðlag Skattar og tollar Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Sjá meira
Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent