Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2024 10:07 Reynisfjara er í Mýrdalshreppi og einn af mörgum vinsælum ferðamannastöðum í hreppnum. Erlendir ríkisborgarar halda samfélaginu að stóru leyti gangandi í sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn. Hlutfall erlendra ríkisborgara er afar breytilegt milli sveitarfélaga eða frá rúmum 61,7% niður í 3,8% þó að jafnaði sé hlutfallið um 18,7% þegar horft er til allra sveitarfélaga. Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara eru í Mýrdalshreppi. Alls eru 61,7% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang, 601 erlendir ríkisborgarar af alls 974 íbúum hreppsins. Hvergi á landinu hefur íbúum fjölgað hlutfallslega jafnmikið og í hreppnum. Næst hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Skaftárhreppi með 43,7% og Bláskógabyggð með 37,6% íbúa. Öll þrjú sveitarfélögin eiga það sameiginlegt að leggja mikið upp úr þjónustu við erlenda ferðamenn á Suðurlandi. Lægsta hlutfall erlendra ríkisborgara eru í Árneshreppi á Ströndum. Alls eru 3,8% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang, tveir erlendir ríkisborgarar af alls 53 íbúum hreppsins. Næst lægsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Skagabyggð með 4,6% og Eyjafjarðarsveit með 5,5% íbúa. Skammt á eftir koma Hörgársveit og Reykhólahreppur. Þegar horft er til landshluta þá er hæsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á Suðurnesjum, 29,9% íbúa og Vestfirðir koma næst með 22,6% íbúa. Lægsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er á Norðurlandi eystra, 14,1%. Alls voru 70.307 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júlí síðastliðinn og fjölgaði þeim um 5.722 einstaklinga frá 1. desember 2022 eða um 8,9%. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 1.062 einstaklinga eða um 0,3%. Mannfjöldi Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Bláskógabyggð Árneshreppur Skagabyggð Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Reykhólahreppur Innflytjendamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Hlutfall erlendra ríkisborgara er afar breytilegt milli sveitarfélaga eða frá rúmum 61,7% niður í 3,8% þó að jafnaði sé hlutfallið um 18,7% þegar horft er til allra sveitarfélaga. Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara eru í Mýrdalshreppi. Alls eru 61,7% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang, 601 erlendir ríkisborgarar af alls 974 íbúum hreppsins. Hvergi á landinu hefur íbúum fjölgað hlutfallslega jafnmikið og í hreppnum. Næst hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Skaftárhreppi með 43,7% og Bláskógabyggð með 37,6% íbúa. Öll þrjú sveitarfélögin eiga það sameiginlegt að leggja mikið upp úr þjónustu við erlenda ferðamenn á Suðurlandi. Lægsta hlutfall erlendra ríkisborgara eru í Árneshreppi á Ströndum. Alls eru 3,8% íbúa hreppsins með erlent ríkisfang, tveir erlendir ríkisborgarar af alls 53 íbúum hreppsins. Næst lægsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Skagabyggð með 4,6% og Eyjafjarðarsveit með 5,5% íbúa. Skammt á eftir koma Hörgársveit og Reykhólahreppur. Þegar horft er til landshluta þá er hæsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á Suðurnesjum, 29,9% íbúa og Vestfirðir koma næst með 22,6% íbúa. Lægsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er á Norðurlandi eystra, 14,1%. Alls voru 70.307 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júlí síðastliðinn og fjölgaði þeim um 5.722 einstaklinga frá 1. desember 2022 eða um 8,9%. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 1.062 einstaklinga eða um 0,3%.
Mannfjöldi Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Bláskógabyggð Árneshreppur Skagabyggð Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Reykhólahreppur Innflytjendamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira