„Það kemur dagur eftir þennan dag“ Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 15. janúar 2024 20:40 Á morgun lýkur borgarstjóraferli Dags og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tekur við. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. „Ég er búinn að vera hérna síðustu daga, alla helgina, að setja niður og ganga frá. Það er góð tilfinningin og fyllir mann stolti að skilja vel við,“ sagði Dagur þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dagur segist telja að hann muni sakna margra hluta, nú þegar borgarstjóraferlinum lýkur. „Ég skal bara alveg vera heiðarlegur með það. En það er líka gott að vera í góðum meirihluta og sjá þessi mál halda áfram. Ég finn fyrir heilmiklu stolti og kaflaskil eru líka bara spennandi,“ sagði Dagur. Í innslaginu hér að neðan má sjá að Dagur hefur sankað að sér þónokkrum fjölda skófla. Þó er ekki um að ræða allar þær skóflur sem hann hefur beitt við skóflustungur í gegnum árin. „Nei, ég var stopppaður þegar ég var búinn að safna mér rúmlega 20 skóflum. Það hafa líka komið hérna krakkar sem hafa verið duglegir að moka snjó í sínum hverfum. Þá hef ég stundum gefið skóflu. Þetta er hringrásarhagkerfi,“ sagði Dagur, sem kvaðst ekki viss hvort hann þyrði að taka eina skóflu með sér heim. Útilokar ekkert Flokkur Dags, Samfylkingin, hefur að undanförnu notið mikils fylgis í skoðanakönnunum á landsvísu. Því lá beinast við að spyrja Dag á þessum tímamótum hvort hann ætlaði sér á þing. „Eitt af því sem hefur glatt mig síðasta árið er að við höfum líka mælst bara býsna vel í borginni, þrátt fyrir að hafa verið lengi í meirihluta. En nú lýkur þessum kafla hjá mér og ég hef sagt að ég útiloki svo sem ekki neitt, en ég er ekki búinn að ákveða neitt heldur,“ sagði Dagur. Aðspurður hvort hann hefði rætt málið við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sagði hann að þau ræddu oft saman. „En hún er að standa sig mjög vel, og flokkurinn í heild. Það sem ég held að sé lykillinn, alveg eins og hérna í borginni, er bara að fara út, tala við fólk, hlusta hvað það er að segja, hvað brennur helst á því, og búa svo til góða pólitík til þess að mæta því. Mæta áhyggjunum en líka vonunum,“ sagði Dagur. Fréttamaður bar þá upp á borgarstjóra brandara sem telja verður líklegt að sá síðarnefndi hafi áður heyrt „Dagur að kveldi kominn.“ Dagur var ekki lengi að svara til: „Það kemur dagur eftir þennan dag.“ Dagur ásamt eiginkonu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Tímamót Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Ég er búinn að vera hérna síðustu daga, alla helgina, að setja niður og ganga frá. Það er góð tilfinningin og fyllir mann stolti að skilja vel við,“ sagði Dagur þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dagur segist telja að hann muni sakna margra hluta, nú þegar borgarstjóraferlinum lýkur. „Ég skal bara alveg vera heiðarlegur með það. En það er líka gott að vera í góðum meirihluta og sjá þessi mál halda áfram. Ég finn fyrir heilmiklu stolti og kaflaskil eru líka bara spennandi,“ sagði Dagur. Í innslaginu hér að neðan má sjá að Dagur hefur sankað að sér þónokkrum fjölda skófla. Þó er ekki um að ræða allar þær skóflur sem hann hefur beitt við skóflustungur í gegnum árin. „Nei, ég var stopppaður þegar ég var búinn að safna mér rúmlega 20 skóflum. Það hafa líka komið hérna krakkar sem hafa verið duglegir að moka snjó í sínum hverfum. Þá hef ég stundum gefið skóflu. Þetta er hringrásarhagkerfi,“ sagði Dagur, sem kvaðst ekki viss hvort hann þyrði að taka eina skóflu með sér heim. Útilokar ekkert Flokkur Dags, Samfylkingin, hefur að undanförnu notið mikils fylgis í skoðanakönnunum á landsvísu. Því lá beinast við að spyrja Dag á þessum tímamótum hvort hann ætlaði sér á þing. „Eitt af því sem hefur glatt mig síðasta árið er að við höfum líka mælst bara býsna vel í borginni, þrátt fyrir að hafa verið lengi í meirihluta. En nú lýkur þessum kafla hjá mér og ég hef sagt að ég útiloki svo sem ekki neitt, en ég er ekki búinn að ákveða neitt heldur,“ sagði Dagur. Aðspurður hvort hann hefði rætt málið við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sagði hann að þau ræddu oft saman. „En hún er að standa sig mjög vel, og flokkurinn í heild. Það sem ég held að sé lykillinn, alveg eins og hérna í borginni, er bara að fara út, tala við fólk, hlusta hvað það er að segja, hvað brennur helst á því, og búa svo til góða pólitík til þess að mæta því. Mæta áhyggjunum en líka vonunum,“ sagði Dagur. Fréttamaður bar þá upp á borgarstjóra brandara sem telja verður líklegt að sá síðarnefndi hafi áður heyrt „Dagur að kveldi kominn.“ Dagur var ekki lengi að svara til: „Það kemur dagur eftir þennan dag.“ Dagur ásamt eiginkonu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Tímamót Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?