Fá hvergi inni fyrir barnið og ekki krónu með gati frá borginni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. janúar 2024 09:00 Arnór Bjarki ásamt dóttur sinni sem hvergi fær pláss á leikskóla né dagvistun í Reykjavík. Foreldrar sem hafa orðið fyrir tekjumissi þar sem 21 mánaða gömul dóttir þeirra fær hvorki vistun hjá dagforeldrum né pláss í leikskóla segja stöðuna í leikskóla-og dagforeldramálum svo slæma að stór hópur muni ekki fá krónu frá borgarstjórn sem boðað hafi styrki handa foreldrum. „Við erum búin að reyna allt sem við getum. Ég veit ekki hvað maður á að gera meira,“ segir Arnór Bjarki Svarfdal, faðir í Laugardal í Reykjavík í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur borgarstjórn boðað að foreldrar barna 18 mánaða og eldri geti átt von á mörg hundruð þúsunda króna endurgreiðslu frá borginni vegna greiddra dagforeldragjalda. Arnór Bjarki segir í færslu sem hann birtir á Facebook að um sé að ræða góða hugmynd. Hann styðji hana. „En það er einn hængur á þessu. Staðan í leikskóla- og dagforeldramálum í Reykjavík er svo slæm að stór hópur barna eldri en 18 mánaða hefur hvorki fengið pláss í leikskóla né hjá dagforeldrum. Þau eru án dagvistunar. Foreldrar þessara barna fá ekki krónu með gati. Við Steffi erum í þessum hópi.“ Vandamálið ekki leyst Arnór lýsir því að hann hafi ekki getað unnið fulla vinnu þar sem ekki hafi verið laus pláss fyrir dóttur hans hjá dagforeldrum og leikskólum. Hann er því í hálfu starfi og verður af rúmum tvö hundruð þúsund krónum á mánuði í tekjur. „Fólk sem hefur fengið pláss hjá dagforeldri eða leikskóla þarf vissulega að borga háar upphæðir fyrir dagvistun, en á móti kemur að þau geta unnið fulla vinnu,“ segir Arnór. „Nú ákveður Reykjavík að gefa fólki sem er með dagvistun styrk. Fólkið sem fær ekki dagvistun og þarf að minnka vinnu eða hætta henni, fær ekki styrk. Reykjavíkurborg klappar sér á bakið fyrir að „koma til móts við fólk í erfiðri stöðu“ og þykist hafa leyst einhvern vanda, en reyndin er sú að þau sem eru í enn erfiðari stöðu verða útundan, á meðan sjálft vandamálið – fáránlegur skortur á leikskólaplássum OG dagforeldrum – er ekki leyst.“ Heppin með vinnustað Arnór lýsir því í færslu sinni sem vakið hefur mikla athygli að þegar dóttir hans hafi fæðst hafi það verið fyrsta verk foreldranna, að hringja í alla dagforeldra Reykjavíkur vestan Norðlingaholts til að setja hana á biðlista og að sjálfsögðu að sækja um leikskólapláss. „Þegar hún varð eins árs hringdi ég aftur í alla dagforeldra. Þá kom í ljós að fæstir þeirra voru með nafn hennar á blaði, líkt og biðlistarnir hefðu bara gufað upp og enginn hefði heyrt á okkur minnst. Aftur setti ég hana á alla biðlista.“ Nýliðið haust hafi enn engin von verið á plássi, þegar barnið var að nálgast eins og hálfs árs aldur. „Og að sjálfsögðu vorum við svo neðarlega á öllum leikskólalistum að ég hefði alveg eins getað verið að skrá barnið í Harvard.“ Arnór segist vera gríðarlega heppinn með vinnustað. Hann og barnsmóðir hans vinna bæði sem kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík og var hægt að koma til móts við þau með því að hnika stundatöflu til svo Arnór gæti verið í 50 prósenta starfi. „Það þýðir þó að við tökum barnið með okkur í vinnuna og skiptumst á að hafa hana á meðan hitt kennir. Þetta er vont fyrirkomulag fyrir alla,“ segir Arnór. Hann segist verða fyrir tekjutapi sem nemi rúmum 200 þúsund krónum á mánuði vegna þessa. Langtímalausnir gagnist lítið „Svo það sé skýrt: það er ekki val okkar að vera án dagvistunar eða með fáránlegt vinnuplan. Við vorum ótrúlega vongóð þegar við sáum fyrirsögnina um að Reykjavík ætlaði að styðja foreldra barna 18 mánaða og eldri. Þegar við lásum svo áfram og sáum að þetta ætti við fólk sem þegar er með dagvistun en ekki okkur, sem erum að reyna að svæfa 21 mánaða barn í barnavagni í miðbænum á milli þess sem við kennum kennslustundir, þá var það eins og blaut tuska í andlitið.“ Færsla Arnórs hefur vakið gríðarlega athygli en hann merkti ýmsa borgarfulltrúa undir færslunni. Honum hefur borist svör úr ýmsum áttum, frá fulltrúum úr meirihluta og minnihluta. Arnór segir þær lausnir sem þar hafa verið boðaðar af fulltrúum meirihlutans fela í sér langtímalausnir sem ekki gagnist hans fjölskyldu í þeim aðstæðum sem þau eru nú í. „Það einmitt hjáæpar ekkert þó borgin ætli að vera búin að leysa eitthvað eftir sex ár. Það hjálpar ekki okkur og það hjálpar ekki heldur þeim foreldrum sem eignast börn á næstu sex árum.“ Ertu eitthvað vonbetri eftir að hafa skrifað þessa færslu? „Nei, ekki mikið. Það var kannski svolítil fró í því að skrifa þetta niður. Þetta var svona allra síðasta úrræðið.“ Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
„Við erum búin að reyna allt sem við getum. Ég veit ekki hvað maður á að gera meira,“ segir Arnór Bjarki Svarfdal, faðir í Laugardal í Reykjavík í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið hefur borgarstjórn boðað að foreldrar barna 18 mánaða og eldri geti átt von á mörg hundruð þúsunda króna endurgreiðslu frá borginni vegna greiddra dagforeldragjalda. Arnór Bjarki segir í færslu sem hann birtir á Facebook að um sé að ræða góða hugmynd. Hann styðji hana. „En það er einn hængur á þessu. Staðan í leikskóla- og dagforeldramálum í Reykjavík er svo slæm að stór hópur barna eldri en 18 mánaða hefur hvorki fengið pláss í leikskóla né hjá dagforeldrum. Þau eru án dagvistunar. Foreldrar þessara barna fá ekki krónu með gati. Við Steffi erum í þessum hópi.“ Vandamálið ekki leyst Arnór lýsir því að hann hafi ekki getað unnið fulla vinnu þar sem ekki hafi verið laus pláss fyrir dóttur hans hjá dagforeldrum og leikskólum. Hann er því í hálfu starfi og verður af rúmum tvö hundruð þúsund krónum á mánuði í tekjur. „Fólk sem hefur fengið pláss hjá dagforeldri eða leikskóla þarf vissulega að borga háar upphæðir fyrir dagvistun, en á móti kemur að þau geta unnið fulla vinnu,“ segir Arnór. „Nú ákveður Reykjavík að gefa fólki sem er með dagvistun styrk. Fólkið sem fær ekki dagvistun og þarf að minnka vinnu eða hætta henni, fær ekki styrk. Reykjavíkurborg klappar sér á bakið fyrir að „koma til móts við fólk í erfiðri stöðu“ og þykist hafa leyst einhvern vanda, en reyndin er sú að þau sem eru í enn erfiðari stöðu verða útundan, á meðan sjálft vandamálið – fáránlegur skortur á leikskólaplássum OG dagforeldrum – er ekki leyst.“ Heppin með vinnustað Arnór lýsir því í færslu sinni sem vakið hefur mikla athygli að þegar dóttir hans hafi fæðst hafi það verið fyrsta verk foreldranna, að hringja í alla dagforeldra Reykjavíkur vestan Norðlingaholts til að setja hana á biðlista og að sjálfsögðu að sækja um leikskólapláss. „Þegar hún varð eins árs hringdi ég aftur í alla dagforeldra. Þá kom í ljós að fæstir þeirra voru með nafn hennar á blaði, líkt og biðlistarnir hefðu bara gufað upp og enginn hefði heyrt á okkur minnst. Aftur setti ég hana á alla biðlista.“ Nýliðið haust hafi enn engin von verið á plássi, þegar barnið var að nálgast eins og hálfs árs aldur. „Og að sjálfsögðu vorum við svo neðarlega á öllum leikskólalistum að ég hefði alveg eins getað verið að skrá barnið í Harvard.“ Arnór segist vera gríðarlega heppinn með vinnustað. Hann og barnsmóðir hans vinna bæði sem kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík og var hægt að koma til móts við þau með því að hnika stundatöflu til svo Arnór gæti verið í 50 prósenta starfi. „Það þýðir þó að við tökum barnið með okkur í vinnuna og skiptumst á að hafa hana á meðan hitt kennir. Þetta er vont fyrirkomulag fyrir alla,“ segir Arnór. Hann segist verða fyrir tekjutapi sem nemi rúmum 200 þúsund krónum á mánuði vegna þessa. Langtímalausnir gagnist lítið „Svo það sé skýrt: það er ekki val okkar að vera án dagvistunar eða með fáránlegt vinnuplan. Við vorum ótrúlega vongóð þegar við sáum fyrirsögnina um að Reykjavík ætlaði að styðja foreldra barna 18 mánaða og eldri. Þegar við lásum svo áfram og sáum að þetta ætti við fólk sem þegar er með dagvistun en ekki okkur, sem erum að reyna að svæfa 21 mánaða barn í barnavagni í miðbænum á milli þess sem við kennum kennslustundir, þá var það eins og blaut tuska í andlitið.“ Færsla Arnórs hefur vakið gríðarlega athygli en hann merkti ýmsa borgarfulltrúa undir færslunni. Honum hefur borist svör úr ýmsum áttum, frá fulltrúum úr meirihluta og minnihluta. Arnór segir þær lausnir sem þar hafa verið boðaðar af fulltrúum meirihlutans fela í sér langtímalausnir sem ekki gagnist hans fjölskyldu í þeim aðstæðum sem þau eru nú í. „Það einmitt hjáæpar ekkert þó borgin ætli að vera búin að leysa eitthvað eftir sex ár. Það hjálpar ekki okkur og það hjálpar ekki heldur þeim foreldrum sem eignast börn á næstu sex árum.“ Ertu eitthvað vonbetri eftir að hafa skrifað þessa færslu? „Nei, ekki mikið. Það var kannski svolítil fró í því að skrifa þetta niður. Þetta var svona allra síðasta úrræðið.“
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira