Hjalti: Gott að finna gleði og ánægju aftur Andri Már Eggertsson skrifar 10. janúar 2024 21:35 Hjalti Þór Vilhjálmsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur komst aftur á sigurbraut eftir fimm stiga útisigur gegn Fjölni 75-80. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn. „Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur. Þetta var mikilvægara heldur en bara tvö stig þar sem við höfðum tapað allt of mörgum leikjum í röð og það var gott að finna gleði og ánægju. Þetta var þannig sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson afar ánægður með sigurinn. Fjölnir var níu stigum yfir í hálfleik 44-35. Hjalta fannst liðið vera að ofhugsa hlutina og spila á hálfum hraða. „Við vorum að ofhugsa allt saman og gera allt hægt. Það var rosa mikið hik á öllu bæði sóknarlega og varnarlega. Það vantaði ákveðna geðveiki í okkur og ákveðni.“ Það var allt annað að sjá til Vals í síðari hálfleik og Hjalti sagði að innkoma Elísabetar Thelmu Róbertsdóttur hafi breytt leiknum. „Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] kom inn á. Hún kom inn á og Raquel [Laneiro] skorar fimm stig síðustu fimmtán mínúturnar og þrjú af þeim var vegna brots sem var ekki einu sinni villa en það má dæma um það.“ Sex stigum undir í fjórða leikhluta gerði Dagbjört Dögg Karlsdóttir níu stig í röð og Hjalti var afar ánægður með það þar sem hún var ekki að spila vel í fyrri hálfleik. „Hún var ekki lík sjálfri sér í fyrri hálfleik. Ég sagði inn í klefa í hálfleik að við ættum að núllstilla okkur og þetta var ekki spurning um neina körfuboltagetu. Hún tók mig á orðinu og spilaði virkilega vel í síðari hálfleik.“ Fjölnir fékk tækifæri til þess að jafna leikinn undir lokin með þriggja stiga körfu. Hjalti sagðist þó ekki hafa verið stressaður þar sem Valur var í versta falli á leið í framlengingu. „Við áttum alltaf tækifæri þar sem það var þriggja stiga munur. Við máttum bara ekki brjóta fyrir utan þriggja stiga línuna og þá værum við í versta falli á leið í framlengingu. Við hefðum í raun ekki tapað og ég treysti stelpunum til þess að klára þetta,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum. Valur Subway-deild kvenna Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira
„Þetta var ofboðslega mikilvægur sigur. Þetta var mikilvægara heldur en bara tvö stig þar sem við höfðum tapað allt of mörgum leikjum í röð og það var gott að finna gleði og ánægju. Þetta var þannig sigur,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson afar ánægður með sigurinn. Fjölnir var níu stigum yfir í hálfleik 44-35. Hjalta fannst liðið vera að ofhugsa hlutina og spila á hálfum hraða. „Við vorum að ofhugsa allt saman og gera allt hægt. Það var rosa mikið hik á öllu bæði sóknarlega og varnarlega. Það vantaði ákveðna geðveiki í okkur og ákveðni.“ Það var allt annað að sjá til Vals í síðari hálfleik og Hjalti sagði að innkoma Elísabetar Thelmu Róbertsdóttur hafi breytt leiknum. „Beta [Elísabet Thelma Róbertsdóttir] kom inn á. Hún kom inn á og Raquel [Laneiro] skorar fimm stig síðustu fimmtán mínúturnar og þrjú af þeim var vegna brots sem var ekki einu sinni villa en það má dæma um það.“ Sex stigum undir í fjórða leikhluta gerði Dagbjört Dögg Karlsdóttir níu stig í röð og Hjalti var afar ánægður með það þar sem hún var ekki að spila vel í fyrri hálfleik. „Hún var ekki lík sjálfri sér í fyrri hálfleik. Ég sagði inn í klefa í hálfleik að við ættum að núllstilla okkur og þetta var ekki spurning um neina körfuboltagetu. Hún tók mig á orðinu og spilaði virkilega vel í síðari hálfleik.“ Fjölnir fékk tækifæri til þess að jafna leikinn undir lokin með þriggja stiga körfu. Hjalti sagðist þó ekki hafa verið stressaður þar sem Valur var í versta falli á leið í framlengingu. „Við áttum alltaf tækifæri þar sem það var þriggja stiga munur. Við máttum bara ekki brjóta fyrir utan þriggja stiga línuna og þá værum við í versta falli á leið í framlengingu. Við hefðum í raun ekki tapað og ég treysti stelpunum til þess að klára þetta,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson að lokum.
Valur Subway-deild kvenna Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Sjá meira