Næststærsti háskóli landsins í pípunum Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. janúar 2024 11:42 Áslaug Arna er meðal annars ráðherra háskólamála. Vísir/Vilhelm Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. Áslaug Arna segir mikla greiningarvinnu liggja að baki og bendir á með þessu gæti næststærsti háskóli landsins orðið til. Skólarnir hafi verið leiðandi í fjarnámi og með þessu megi styrkja stoðir þeirra enn fremur. Starfsemi sameinaðs skóla verði fyrst og fremst á Akureyri. „Þetta gæti styrkt háskólanám fyrir norðan sem og fyrir landsbyggðina alla, en ekki síst háskólastarfsemi á Ísland. Þar sem ég hef bent á að við þurfum að gera betur í alþjóðlegum samanburði og að skólarnir þurfi að vinna meira saman.“ Háskólastarf á landsbyggðinni verði öflugt Sem áður segir verður starfsemi sameinaðs skóla, ef af sameiningu verður, aðallega á Akureyri. Áslaug Arna segir þó að ef til vill verði starfsstöðvar í Borgarnesi og víðar um landið, eftir því hvar starfsmenn búa. „Þarna er verið efla háskóla á landsbyggðinni með því að sameina Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst. Þannig að háskólastarf á landsbyggðinni verði verulega öflugt, þau vilja meðal annars efla rannsóknarhlutverk sitt og við erum að skoða að koma upp öflugum rannsóknarsjóði.“ Ýmis samlegðaráhrif Áslaug Arna segir ýmis samlegðaráhrif myndu felast í sameiningu skólanna tveggja. Nokkrar greinar sem kenndar hafi verið á báðum stöðum og aðrar greinar sem myndu efla hver aðra með sameiningu. Slíkar viðræður um sameiningar námsleiða séu nú að hefjast. „Skólarnir eiga það sameiginlegt að hafa verið talsverðir brautryðjendur í öflugu fjarnámi og sveigjanlegra námi, sem hafa bæði eflt nám á landsbyggðinni. Við sjáum það í greiningu að þeir sem velja að fara í þessa háskóla, þeir oftar en ekki, nokkrum árum eftir nám, velja sér búsetu á landsbyggðinni. Sem sýnir okkur auðvitað líka mikilvægi þess að halda uppi öflugum háskólum á landsbyggðinni. Skóla - og menntamál Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Borgarbyggð Akureyri Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Áslaug Arna segir mikla greiningarvinnu liggja að baki og bendir á með þessu gæti næststærsti háskóli landsins orðið til. Skólarnir hafi verið leiðandi í fjarnámi og með þessu megi styrkja stoðir þeirra enn fremur. Starfsemi sameinaðs skóla verði fyrst og fremst á Akureyri. „Þetta gæti styrkt háskólanám fyrir norðan sem og fyrir landsbyggðina alla, en ekki síst háskólastarfsemi á Ísland. Þar sem ég hef bent á að við þurfum að gera betur í alþjóðlegum samanburði og að skólarnir þurfi að vinna meira saman.“ Háskólastarf á landsbyggðinni verði öflugt Sem áður segir verður starfsemi sameinaðs skóla, ef af sameiningu verður, aðallega á Akureyri. Áslaug Arna segir þó að ef til vill verði starfsstöðvar í Borgarnesi og víðar um landið, eftir því hvar starfsmenn búa. „Þarna er verið efla háskóla á landsbyggðinni með því að sameina Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst. Þannig að háskólastarf á landsbyggðinni verði verulega öflugt, þau vilja meðal annars efla rannsóknarhlutverk sitt og við erum að skoða að koma upp öflugum rannsóknarsjóði.“ Ýmis samlegðaráhrif Áslaug Arna segir ýmis samlegðaráhrif myndu felast í sameiningu skólanna tveggja. Nokkrar greinar sem kenndar hafi verið á báðum stöðum og aðrar greinar sem myndu efla hver aðra með sameiningu. Slíkar viðræður um sameiningar námsleiða séu nú að hefjast. „Skólarnir eiga það sameiginlegt að hafa verið talsverðir brautryðjendur í öflugu fjarnámi og sveigjanlegra námi, sem hafa bæði eflt nám á landsbyggðinni. Við sjáum það í greiningu að þeir sem velja að fara í þessa háskóla, þeir oftar en ekki, nokkrum árum eftir nám, velja sér búsetu á landsbyggðinni. Sem sýnir okkur auðvitað líka mikilvægi þess að halda uppi öflugum háskólum á landsbyggðinni.
Skóla - og menntamál Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Borgarbyggð Akureyri Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira