Innlent

Öku­maður stöðvaður með snjófargan á fram­rúðunni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla stöðvaði ökumann á vaktinni sem reyndist ekki hafa skafið af framrúðunni.
Lögregla stöðvaði ökumann á vaktinni sem reyndist ekki hafa skafið af framrúðunni. Vísir/Anton Brink

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og stöðvaði meðal annars ökumann sem var með 40 sm af snjó á framrúðunni.

Við athugun kom í ljós að röng skráningarnúmer voru á bifreiðinni og þá er ökumaðurinn grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Var hann fluttur á lögreglustöð.

Lögregla kom einnig að umferðaróhappi þar sem tjónvaldur ók í burtu frá vettvangi. Hann fannst skömmu síðar og reyndist undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Var hann vistaður í fangageymslu.

Nokkrar tilkynningar bárust um einstaklinga í annarlegu ástandi, meðal annars einn í strætó, og þá var einum vísað á brott sem var búinn að koma sér fyrir í hesthúsi. Lögregla fór einnig á vettvang til að aðstoða leigubílstjóra vegna farþega sem greiddu ekki fyrir farið en þeir létu sig hverfa.

Ein tilkynning barst um þjófnað í verslun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×