Innlent

Þjóð­vegi eitt lokað vegna veðurs

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Hluta af Þjóðvegi 1 hefur verið lokað. Myndin er úr safni.
Hluta af Þjóðvegi 1 hefur verið lokað. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Hluta Þjóðvegar 1 hefur verið lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land.

Á heimasíðu Vegagerðarinnar, umferðin.is, segir að lokað sé á milli Víkur og Markarfljóts vegna mikils vinds. Þá hefur hringveginum einnig verið lokað aðeins austar á milli Fagurhólsmýrar og Freysness.

Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Suðausturlandi og er varðar við hvassviðri upp á 23 til 28 metra á sekúndu. Búast má við mikilli hláku og snörpum vindhviðum. Á vestanverðu Suðurlandi er einnig gul veðurviðvörun og taldar líkur á að veðrið muni valda afmörkuðum samgöngutruflunum vegna hvassviðris upp á fimmtán til 23 metra á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×