Katrín segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. janúar 2024 17:13 Katrín Jakobsdóttir segir mál Svandísar og Bjarna ekki sambærileg og að álit Umboðsmanns sé ekki tilefni til róttækra aðgerða. Vísir/Ívar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða. Hún segir að álitið kalli ekki á önnur viðbrögð en að þetta tiltekna lagaumhverfi verði rýnt en gefur ekki mikið fyrir samanburð þessa máls og afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Hún segir að ráðherrar bregðist við álitum Umboðsmanns hver á sinn hátt og að hún hafi bæði skilið og virt ákvörðun Bjarna en að málin séu ekki sambærileg. Aðspurð um mögulega bótakröfu Hvals hf. í kjölfar álitsins segir hún að þau mál verði leyst fyrir dómsstólum og að umboðsmaður vísi til þess í áliti sínu. Hefur haft áhrif á samstarfið Katrín segir jafnframt að hún hafi skilning á því að félagar hennar í ríkisstjórninni hafi verið óánægðir með ákvörðun Svandísar. „Ég hef bæði rætt við Bjarna og Sigurð Inga eftir að þetta álit kom fram. Mér er auðvitað fullkunnugt um að sú ákvörðun sem tekin var í sumar vakti óánægju hjá mínu samstarfsfólki í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið,“ segir hún. „En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlaði sér að takast á við,“ bætir Katrín við. Ástandinu sé lokið Varðandi álitið sjálft segir Katrín það liggja fyrir að Svandís hafði haft sjónarmið dýravelferðar að leiðarljósi og að hún hafi talið sig hafa heimild til þess að setja reglugerðina til að bregðast við ábendingum fagráðs um dýravernd. „Það er auðvitað mikilvægt að taka þá niðurstöðu alvarlega, skoða hana vel og rýna í og draga af henni lærdóm. Það liggur alveg fyrir að svona málum þurfi auðvitað að vinna úr þegar þau liggja fyrir,“ segir Katrín. Þó tekur hún fram að reglugerðin hafi auðvitað verið tímabundin og að það sé algjörlega skýrt að ástandinu sé nú lokið. „Það þarf að vinna betur úr þessu og skoða betur þetta lagaumhverfi og hvernig þetta fer allt saman saman,“ segir Katrín. Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Hún segir að álitið kalli ekki á önnur viðbrögð en að þetta tiltekna lagaumhverfi verði rýnt en gefur ekki mikið fyrir samanburð þessa máls og afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra. Hún segir að ráðherrar bregðist við álitum Umboðsmanns hver á sinn hátt og að hún hafi bæði skilið og virt ákvörðun Bjarna en að málin séu ekki sambærileg. Aðspurð um mögulega bótakröfu Hvals hf. í kjölfar álitsins segir hún að þau mál verði leyst fyrir dómsstólum og að umboðsmaður vísi til þess í áliti sínu. Hefur haft áhrif á samstarfið Katrín segir jafnframt að hún hafi skilning á því að félagar hennar í ríkisstjórninni hafi verið óánægðir með ákvörðun Svandísar. „Ég hef bæði rætt við Bjarna og Sigurð Inga eftir að þetta álit kom fram. Mér er auðvitað fullkunnugt um að sú ákvörðun sem tekin var í sumar vakti óánægju hjá mínu samstarfsfólki í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið,“ segir hún. „En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlaði sér að takast á við,“ bætir Katrín við. Ástandinu sé lokið Varðandi álitið sjálft segir Katrín það liggja fyrir að Svandís hafði haft sjónarmið dýravelferðar að leiðarljósi og að hún hafi talið sig hafa heimild til þess að setja reglugerðina til að bregðast við ábendingum fagráðs um dýravernd. „Það er auðvitað mikilvægt að taka þá niðurstöðu alvarlega, skoða hana vel og rýna í og draga af henni lærdóm. Það liggur alveg fyrir að svona málum þurfi auðvitað að vinna úr þegar þau liggja fyrir,“ segir Katrín. Þó tekur hún fram að reglugerðin hafi auðvitað verið tímabundin og að það sé algjörlega skýrt að ástandinu sé nú lokið. „Það þarf að vinna betur úr þessu og skoða betur þetta lagaumhverfi og hvernig þetta fer allt saman saman,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira