Vatns- og matarskortur í skjálausri ferð heim frá Kanarí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2024 07:01 Flugvélin sem ferjaði Íslendinga heim frá Kanaríeyjunum á mánudag var sú eina í eigu Icelandair sem ekki er með afþreyingarkerfi. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur borist nokkrar kvartanir frá farþegum sem voru um borð í flugi heim til Íslands frá Gran Canaria síðastliðinn mánudag. Veitingar um borð í vélinni voru nær uppurnar, ekkert vatn var á krönum og engin afþreying í boði í fluginu, sem endaði á því að vera sjö klukkustundir vegna seinkanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair til Vísis. Tilefnið er umfjöllun Nútímans þar sem haft er eftir ónefndum farþegum um borð að um hafi verið að ræða „algjört“ hryllingsflug. Farþegar lýsa því að þeir hafi setið um borð í vélinni í tvær klukkustundir á flugvellinum á Gran Canaria á meðan reynt var að fylla á vatnstanka vélarinnar. Það hafi hinsvegar ekki tekist og ekkert vatn í krönum vélarinnar. Þegar lagt hafi verið af stað hafi svo litlar sem engar veitingar verið í boði, ekkert kaffi, ekkert te og enginn bjór. Þá lýsir farþegi óánægju með fría barnamáltíð og segir þeim hafa verið boðið upp á gulrætur og eplasafa. Flugið hafi á endanum verið sjö klukkustunda langt. Farþegarnir voru á leið heim eftir gott jólafrí á Gran Canaria.Vísir/Getty Forsvarsmönnum félagsins þykir málið leitt „Já okkur hafa borist nokkrar kvartanir vegna þessa flugs enda komu þarna upp aðstæður sem voru ekki í samræmi við þá þjónustu sem við bjóðum almennt og fólk er vant. Okkur þykir það mjög leitt,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í svari til Vísis vegna málsins. „Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst þrjár: Veitingasala var óvenju mikil á leið til Kanarí og því var lítið eftir af stökum vörum á leiðinni til baka, flugvélin sem var notuð í flugið var ekki með skjáum í sætum og þjónustuaðili á flugvellinum ytra náði ekki að fylla vatnstanka að fullu fyrir brottför. Skortur á vatni hafði þau áhrif að ekki var hægt að afgreiða matvörur sem krefjast þess að hafa heitt vatn, svo sem kaffi og te.“ Eina vélin sem er eftir án afþreyingar „Aðeins þessi eina vél í okkar flota er án hefðbundins afþreyingarkerfis. Hins vegar bjóðum við farþegum að tengja sín eigin snjalltæki við innranet flugvélarinnar og streyma afþreyingarefni. Farþegum var sendur tölvupóstur sem útskýrði þetta fyrir flugið en við erum að skoða hvort við getum bætt um betur í því upplýsingaflæði.“ Félagið segist ekki flytja fleiri vörur en þörf sé á í hverri flugvél. Vísir/Vilhelm Bera ekki fleiri vörur en þarf Gerist það oft að kaffi, gos og aðrir drykkir líkt og bjór klárist í vélum? „Við reynum eftir fremsta megni að meta þörfina fyrir hvert flug en um leið leggjum við áherslu á að bera ekki meiri vörur en við þurfum til þess að stuðla að minni eldsneytisnotkun og þar með minni kolefnislosun. Það getur komið fyrir að sala er óvenjumikil á einhverjum flugleggjum og að það hafi áhrif á seinni fluglegg. Það gerist hins vegar sjaldan.“ Ný barnamáltíð til reynslu Spurður um barnamáltíðir um borð í vélum Icelandair segir Guðni þær taka breytingum yfir árið. Það sé eins mismunandi eftir því hvaða leiðar eru í boði. „Í þessu flugi var um að ræða máltíð sem er ný og er til reynslu á Evrópuleiðum. Hún inniheldur hollari kost, í takt við eftirspurn frá viðskiptavinum. Barnaboxið á þessari leið innihélt ost, ávaxtarúllu, gulrætur, hrökk kex og ávaxtasafa.“ Fréttir af flugi Icelandair Kanaríeyjar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair til Vísis. Tilefnið er umfjöllun Nútímans þar sem haft er eftir ónefndum farþegum um borð að um hafi verið að ræða „algjört“ hryllingsflug. Farþegar lýsa því að þeir hafi setið um borð í vélinni í tvær klukkustundir á flugvellinum á Gran Canaria á meðan reynt var að fylla á vatnstanka vélarinnar. Það hafi hinsvegar ekki tekist og ekkert vatn í krönum vélarinnar. Þegar lagt hafi verið af stað hafi svo litlar sem engar veitingar verið í boði, ekkert kaffi, ekkert te og enginn bjór. Þá lýsir farþegi óánægju með fría barnamáltíð og segir þeim hafa verið boðið upp á gulrætur og eplasafa. Flugið hafi á endanum verið sjö klukkustunda langt. Farþegarnir voru á leið heim eftir gott jólafrí á Gran Canaria.Vísir/Getty Forsvarsmönnum félagsins þykir málið leitt „Já okkur hafa borist nokkrar kvartanir vegna þessa flugs enda komu þarna upp aðstæður sem voru ekki í samræmi við þá þjónustu sem við bjóðum almennt og fólk er vant. Okkur þykir það mjög leitt,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í svari til Vísis vegna málsins. „Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst og fremst þrjár: Veitingasala var óvenju mikil á leið til Kanarí og því var lítið eftir af stökum vörum á leiðinni til baka, flugvélin sem var notuð í flugið var ekki með skjáum í sætum og þjónustuaðili á flugvellinum ytra náði ekki að fylla vatnstanka að fullu fyrir brottför. Skortur á vatni hafði þau áhrif að ekki var hægt að afgreiða matvörur sem krefjast þess að hafa heitt vatn, svo sem kaffi og te.“ Eina vélin sem er eftir án afþreyingar „Aðeins þessi eina vél í okkar flota er án hefðbundins afþreyingarkerfis. Hins vegar bjóðum við farþegum að tengja sín eigin snjalltæki við innranet flugvélarinnar og streyma afþreyingarefni. Farþegum var sendur tölvupóstur sem útskýrði þetta fyrir flugið en við erum að skoða hvort við getum bætt um betur í því upplýsingaflæði.“ Félagið segist ekki flytja fleiri vörur en þörf sé á í hverri flugvél. Vísir/Vilhelm Bera ekki fleiri vörur en þarf Gerist það oft að kaffi, gos og aðrir drykkir líkt og bjór klárist í vélum? „Við reynum eftir fremsta megni að meta þörfina fyrir hvert flug en um leið leggjum við áherslu á að bera ekki meiri vörur en við þurfum til þess að stuðla að minni eldsneytisnotkun og þar með minni kolefnislosun. Það getur komið fyrir að sala er óvenjumikil á einhverjum flugleggjum og að það hafi áhrif á seinni fluglegg. Það gerist hins vegar sjaldan.“ Ný barnamáltíð til reynslu Spurður um barnamáltíðir um borð í vélum Icelandair segir Guðni þær taka breytingum yfir árið. Það sé eins mismunandi eftir því hvaða leiðar eru í boði. „Í þessu flugi var um að ræða máltíð sem er ný og er til reynslu á Evrópuleiðum. Hún inniheldur hollari kost, í takt við eftirspurn frá viðskiptavinum. Barnaboxið á þessari leið innihélt ost, ávaxtarúllu, gulrætur, hrökk kex og ávaxtasafa.“
Fréttir af flugi Icelandair Kanaríeyjar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira