Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 18:02 Frá vettvangi slyssins á mótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í nóvember. Vísir/Vilhelm Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af. Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Í ákæru segir að Kristinn hafi verið að aka bílnum suðvestur Skeiðarvog og beygt til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi konan, sem var gangandi vegfarandi, farið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætóbíllinn hafnað á henni. Fram kemur að konan hafi fallið við og lent undir öðru framhjóli vagnsins og látið lífið nær samstundis. Myndband sýnir konuna forða sér Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Í dómnum segir að í henni megi sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygi í átt að henni. Þrátt fyrir það sjáist bílstjórinn aka óhikað að konunni, og hún sjáist lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum. Hún hafi sést falla í götuna og í kjölfarið hverfa úr mynd undir vagninn. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Ók ógætilega Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæðurnar hefðu orðið til þess að hann hafi ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæðurnar átt að verða til þess að bílstjórinn hefði átt að aka með aukinni aðgát. Að mati héraðsdóms er ljóst að Kristinn hafi ekið ógætilega og ekki gengið úr skugga um að gangandi vegfarendur væru að fara yfir götuna. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómurinn féllst á að Kristinn skyldi greiða þeim tvær milljónir hvoru. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér. Banaslys við Gnoðarvog Dómsmál Strætó Reykjavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Atvikið átti sér stað í Reykjavík í nóvember 2021. Í ákæru segir að Kristinn hafi verið að aka bílnum suðvestur Skeiðarvog og beygt til hægri norðvestur Gnoðarvog. Í sömu andrá hafi konan, sem var gangandi vegfarandi, farið yfir gangbraut á grænu ljósi, en strætóbíllinn hafnað á henni. Fram kemur að konan hafi fallið við og lent undir öðru framhjóli vagnsins og látið lífið nær samstundis. Myndband sýnir konuna forða sér Myndbandsupptaka af atvikinu var notað við úrlausn málsins. Í dómnum segir að í henni megi sjá konuna leggja af stað yfir Gnoðarvog í sömu mund og bílstjórinn beygi í átt að henni. Þrátt fyrir það sjáist bílstjórinn aka óhikað að konunni, og hún sjáist lyfta höndum og reyna án árangurs að koma sér undan vagninum. Hún hafi sést falla í götuna og í kjölfarið hverfa úr mynd undir vagninn. Kristinn neitaði sök og bar fyrir sig að hann hefði ekki séð konuna í aðdraganda slyssins. Hann sagði ástæður þess margþættar. Bæði hafi verið dimmt og rigning úti, og þá sagði hann að ljós hafa speglast af öryggisgleri við ökumannssætið. Ók ógætilega Dómurinn féllst ekki á rök Kristins um að aðstæðurnar hefðu orðið til þess að hann hafi ekki séð konuna. Þvert á móti hefðu aðstæðurnar átt að verða til þess að bílstjórinn hefði átt að aka með aukinni aðgát. Að mati héraðsdóms er ljóst að Kristinn hafi ekið ógætilega og ekki gengið úr skugga um að gangandi vegfarendur væru að fara yfir götuna. Eiginmaður konunnar og dóttir hennar kröfðust hvort um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómurinn féllst á að Kristinn skyldi greiða þeim tvær milljónir hvoru. Kristinn opnaði sig um atvikið í viðtali við fréttastofu í desember 2022, en þar kom fram að eiginkona hans hafi látist tveimur mánuðum eftir að slysið varð. Hægt er að lesa viðtalið við Kristinn hér.
Banaslys við Gnoðarvog Dómsmál Strætó Reykjavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira