Rannsaka umskurð í heimahúsi á Akureyri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 18:34 Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar hvort drengur á öðru aldursári hafi verið umskorinn í heimahúsi á Akureyri haustið 2022. Ríkisútvarpið greinir frá þessu, og hefur eftir Skarphéðni Aðalsteinssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að rannsóknin hafi staðið yfir síðan í september 2022. Tilkynning hafi borist um aðgerðina frá heilbrigðisstofnun á Norðurlandi. RÚV hefur eftir heimildum að farið hafi verið með drenginn á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir aðgerð, að beiðni barnaverndaryfirvalda. Framkvæma hafi þurft aðgerðina aftur á sjúkrahúsinu, til að koma í veg fyrir að sýking kæmi í sárið, sem var farið að blæða í. Kona frá Gana hafi ferðast til Akureyrar frá Ítalíu til að framkvæma aðgerðina, en foreldrar drengins hafi borið því við að þeir vissu ekki að slíkar aðgerðir gætu verið ólöglegar. Lengi verið umdeilt Umskurður drengja hefur verið nokkuð umdeildur hér á landi. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp ásamt átta öðrum þingmönnum, þar sem lagt var til að umskurður barna yrði alfarið bannaður. Frumvarpið vakti gríðarlega athygli hér á landi sem og erlendis, en náði að endingu ekki fram að ganga. Hefði það gerst hefði Ísland orðið fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð barna alfarið. Landlæknisembættið lagðist gegn frumvarpinu á sínum tíma, á þeim grundvelli að trúarlegar og menningarlegar hliðar málsins væru svo ríkar, að umskurður drengja yrði áfram framkvæmdur, óháð afstöðu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins til slíkra aðgerða. „Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ sagði í umsögn Landlæknis árið 2018. Lögreglumál Akureyri Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu, og hefur eftir Skarphéðni Aðalsteinssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að rannsóknin hafi staðið yfir síðan í september 2022. Tilkynning hafi borist um aðgerðina frá heilbrigðisstofnun á Norðurlandi. RÚV hefur eftir heimildum að farið hafi verið með drenginn á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir aðgerð, að beiðni barnaverndaryfirvalda. Framkvæma hafi þurft aðgerðina aftur á sjúkrahúsinu, til að koma í veg fyrir að sýking kæmi í sárið, sem var farið að blæða í. Kona frá Gana hafi ferðast til Akureyrar frá Ítalíu til að framkvæma aðgerðina, en foreldrar drengins hafi borið því við að þeir vissu ekki að slíkar aðgerðir gætu verið ólöglegar. Lengi verið umdeilt Umskurður drengja hefur verið nokkuð umdeildur hér á landi. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp ásamt átta öðrum þingmönnum, þar sem lagt var til að umskurður barna yrði alfarið bannaður. Frumvarpið vakti gríðarlega athygli hér á landi sem og erlendis, en náði að endingu ekki fram að ganga. Hefði það gerst hefði Ísland orðið fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð barna alfarið. Landlæknisembættið lagðist gegn frumvarpinu á sínum tíma, á þeim grundvelli að trúarlegar og menningarlegar hliðar málsins væru svo ríkar, að umskurður drengja yrði áfram framkvæmdur, óháð afstöðu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins til slíkra aðgerða. „Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ sagði í umsögn Landlæknis árið 2018.
Lögreglumál Akureyri Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira