„Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 07:25 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, varði langstærstum hluta nýársávarps síns í að ræða Margréti Þórhildi drottningu og ákvörðun hennar að afsala sér krúnunni. EPA „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ Þetta sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í nýársávarpi sínu sem hún flutti í gærkvöldi. Í ávarpinu fjallaði hún að langstærstum hluta um þá ákvörðun Margrétar Þórhildar Danadrottningar að afsala sér krúnunni þannig að Friðrik krónprins verði konungur Danmerkur 14. janúar næstkomandi. Frederiksen hafði ætlað sér að fjalla að stærstum hluta um málefni og stöðu aldraðra og fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda í þeirra þágu í nýársávarpi sínu, en eftir að drottningin greindi frá ákvörðun sinni á gamlársdag þurfti forsætisráðherrann að endurskrifa sitt ávarp. Einstakt afrek Forsætisráðherrann þakkaði drottningunni í ávarpinu fyrir hennar framlag og hennar störf. „Það sem þú hefur megnað í bráðum 52 ár er einstakt afrek. Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi ykkar.“ Frederiksen sagði að ljóst sé að í framtíðinni verði ársins 2024 helst minnst fyrir brotthvarf drottningar af drottningarstóli. „Í gær var eins og tíminn hafi staðið í stað. Þú hefur verið akkeri okkar þegar á móti hefur blásið. Samviska okkar í mikilvægum álitamálum lífsins. Leiðtogi okkar í áratugi þar sem Danmörk framtíðarinnar reis á fætur. Þú hefur verið miðpunktur okkar á góðum sem erfiðum stundum.“ Passað upp á hefðir en einnig nútímaleg Áfram hélt forsætisráðherrann og hrósaði drottningunni fyrir að hafa verið fastur punktur í tilveru Dana, fyrir að hafa passað upp á hefðir en á sama tíma verið nútímalegur þjóðhöfðingi. „Drottningunni hefur tekist að tala til okkar sem einnar þjóðar. Bæði til nýrra og eldri Dana. Ungra sem aldinna. Og til ríkissins alls – Danmerkur, Færeyja og Grænlands.“ Frederiksen ræddi einnig framtíðina en þegar Friðrik krónprins tekur við krúnunni verður hann Friðrik tíundi. „Nú hefst nýr kafli í Danmörku. Við munum sakna Margrétar drottningar, sem við elskum svo mikið. En að Konungshöllin sem stofnun lifi áfram er að stórum hluta manneskjunnar Margrétar að þakka.“ Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Þetta sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í nýársávarpi sínu sem hún flutti í gærkvöldi. Í ávarpinu fjallaði hún að langstærstum hluta um þá ákvörðun Margrétar Þórhildar Danadrottningar að afsala sér krúnunni þannig að Friðrik krónprins verði konungur Danmerkur 14. janúar næstkomandi. Frederiksen hafði ætlað sér að fjalla að stærstum hluta um málefni og stöðu aldraðra og fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda í þeirra þágu í nýársávarpi sínu, en eftir að drottningin greindi frá ákvörðun sinni á gamlársdag þurfti forsætisráðherrann að endurskrifa sitt ávarp. Einstakt afrek Forsætisráðherrann þakkaði drottningunni í ávarpinu fyrir hennar framlag og hennar störf. „Það sem þú hefur megnað í bráðum 52 ár er einstakt afrek. Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi ykkar.“ Frederiksen sagði að ljóst sé að í framtíðinni verði ársins 2024 helst minnst fyrir brotthvarf drottningar af drottningarstóli. „Í gær var eins og tíminn hafi staðið í stað. Þú hefur verið akkeri okkar þegar á móti hefur blásið. Samviska okkar í mikilvægum álitamálum lífsins. Leiðtogi okkar í áratugi þar sem Danmörk framtíðarinnar reis á fætur. Þú hefur verið miðpunktur okkar á góðum sem erfiðum stundum.“ Passað upp á hefðir en einnig nútímaleg Áfram hélt forsætisráðherrann og hrósaði drottningunni fyrir að hafa verið fastur punktur í tilveru Dana, fyrir að hafa passað upp á hefðir en á sama tíma verið nútímalegur þjóðhöfðingi. „Drottningunni hefur tekist að tala til okkar sem einnar þjóðar. Bæði til nýrra og eldri Dana. Ungra sem aldinna. Og til ríkissins alls – Danmerkur, Færeyja og Grænlands.“ Frederiksen ræddi einnig framtíðina en þegar Friðrik krónprins tekur við krúnunni verður hann Friðrik tíundi. „Nú hefst nýr kafli í Danmörku. Við munum sakna Margrétar drottningar, sem við elskum svo mikið. En að Konungshöllin sem stofnun lifi áfram er að stórum hluta manneskjunnar Margrétar að þakka.“
Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17
Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42
Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16