„Getum ekki verið alls staðar í borginni á sama tíma“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 10:30 Tunnur voru víða yfirfullar í Reykjavíkurborg á aðfangadag. Vísir/Vilhelm Skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg segir sorphirðumenn í borginni ekki geta verið alls staðar á sama tíma. Vinnudagar séu lengdir í kringum hátíðir til að flýta sorphirðu. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nokkuð hefur borið á ósáttum íbúum sem kvartað hafa undan yfirfullum ruslatunnum í íbúahópum, meðal annars í vesturbænum og í miðborginni. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni, segir sorphirðumenn vinna sig í hring eftir borginni. Fyrir jól hafi þeir verið í austurhluta borgarinnar. Ruslið tekið í austari hluta borgarinnar „Rútínan okkar er þannig að við byrjum vesturfrá og förum svo austur og förum svo aftur vestur eftir og þetta gengur svona hring eftir hring,“ segir Guðmundur. „Við vorum í Grafarvoginum á Þorláksmessu daginn fyrir aðfangadag. Þar eru allar tunnur tómar daginn fyrir jól. Við erum náttúrulega ekki að vinna aðfangadag og jóladag og erum á fullu núna og erum í vesturbænum. Þannig að við erum á leiðinni vestur eftir núna.“ Þannig geti íbúar í vesturbæ og miðbæ átt von á sorphirðu á allra næstu dögum. Síðan taki við Laugardalur, smáíbúðahverfið og Bústaðahverfið. Fréttastofa hefur fjallað mikið um sorp á árinu sem nú er að líða. Farið er yfir sorpfréttir ársins í annálnum hér að neðan. Ekki hægt að vera alls staðar Hvers vegna var ruslið ekki tekið fyrir aðfangadag? „Við getum ekki verið alls staðar í borginni á sama tíma,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að tveggja vikna hirðutíðni sé blönduðu-og lífrænu sorpi í Reykjavík. Hann segir sorphirðumenn standa lengri vaktir í kringum hátíðirnar. „Við breytum til. Við lengjum vinnudaginn hjá okkar fólki. Við vinnum lengur alla daga, erum að vinna helgar líka. Við vorum að vinna á Þorláksmessu sem var laugardagur, við erum að vinna lengur í dag og alla daga í þessari viku, við vinnum á laugardaginn næsta, þannig að við bætum alveg í.“ Hann segir það skiljanlegt að tunnurnar séu fullar í vestari hluta borgarinnar. Þær séu það hinsvegar ekki í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Breiðholti. „Það eru allir bílar úti, allur mannsskapurinn á fullu. Það að kaupa einhverja þrjá, fjóra viðbótar hirðubíla og láta þá svo standa milli jóla eða ráða inn mannskap og segja honum svo upp, það er eitthvað sem við höfum ekki gert nei, til þess að geta losað allar tunnur fyrir jól. Það eru bara ákveðnar tunnur, þetta er bara í ákveðinni rútínu. Svo koma þarna jóladagarnir sjálfir sem við erum ekki að losa.“ Grenndarstöðvabílar í umferðarteppum Hann segir ýmsar leiðir til að nýta betur tunnur. Síðan megi nýta sér grenndarstöðvar og þá opni endurvinnslustöðvar í dag. Eru grenndarstöðvar ekki stútfullar líka? „Allavega hluti af þeim,“ segir Guðmundur. „Ég átti símtal við forstjóra verktakans sem sér um losunina á þessum gámum núna í gær. Þau voru að fram á nótt allla daga fyrir jól að reyna að tæma gámana. Það er bara gríðarlegt magn sem fellur til um jólin. Það sem er líka er að umferðin er mjög þung þessa daga fyrir bíla sem eru að losa grenndargámana á milli tvö og þrjú á daginn þá eru þeir bara fastir í umferð.“ Ekki sé um að kenna nýrri flokkun Um er að ræða fyrstu jólin sem nýtt fjórflokkunarkerfi er við lýði og nýjar ruslatunnur. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir innleiðinguna á hinu nýja kerfi ekki hafa gengið nægilega vel. Hún hafi ekki verið nógu skipulögð. „Það var ágætlega skipulagt. Það var gert með nákvæmlega sama hætti hjá öllum sveitarfélögum. Það gekk mjög vel að dreifa þessum tunnum, koma þeim til íbúa og koma þessu kerfi á,“ segir Guðmundur. Hann segir það ljóst að sorphirðumenn hafi lent í vandræðum þegar nýrri flokkun var komið á. Þá hafi bílar borist seint til sorphirðunnar og ýmis vandræði komið upp. „Við erum hinsvegar búin að vinna það upp. Hirðutíðnin á pappír og plasti í Reykjavík er á þriggja vikna fresti núna, nákvæmlega eins og í nágrannarsveitarfélögum okkar, eins og það var áður en við fórum í þessar breytingar. Hirðutíðni hefur alltaf verið á tveggja vikna fresti á blönduðu og lífrænu hjá okkur, þannig að það misstum við aldrei frá okkur, það var alltaf á réttri tíðni.“ Reykjavík Sorphirða Bítið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nokkuð hefur borið á ósáttum íbúum sem kvartað hafa undan yfirfullum ruslatunnum í íbúahópum, meðal annars í vesturbænum og í miðborginni. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni, segir sorphirðumenn vinna sig í hring eftir borginni. Fyrir jól hafi þeir verið í austurhluta borgarinnar. Ruslið tekið í austari hluta borgarinnar „Rútínan okkar er þannig að við byrjum vesturfrá og förum svo austur og förum svo aftur vestur eftir og þetta gengur svona hring eftir hring,“ segir Guðmundur. „Við vorum í Grafarvoginum á Þorláksmessu daginn fyrir aðfangadag. Þar eru allar tunnur tómar daginn fyrir jól. Við erum náttúrulega ekki að vinna aðfangadag og jóladag og erum á fullu núna og erum í vesturbænum. Þannig að við erum á leiðinni vestur eftir núna.“ Þannig geti íbúar í vesturbæ og miðbæ átt von á sorphirðu á allra næstu dögum. Síðan taki við Laugardalur, smáíbúðahverfið og Bústaðahverfið. Fréttastofa hefur fjallað mikið um sorp á árinu sem nú er að líða. Farið er yfir sorpfréttir ársins í annálnum hér að neðan. Ekki hægt að vera alls staðar Hvers vegna var ruslið ekki tekið fyrir aðfangadag? „Við getum ekki verið alls staðar í borginni á sama tíma,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að tveggja vikna hirðutíðni sé blönduðu-og lífrænu sorpi í Reykjavík. Hann segir sorphirðumenn standa lengri vaktir í kringum hátíðirnar. „Við breytum til. Við lengjum vinnudaginn hjá okkar fólki. Við vinnum lengur alla daga, erum að vinna helgar líka. Við vorum að vinna á Þorláksmessu sem var laugardagur, við erum að vinna lengur í dag og alla daga í þessari viku, við vinnum á laugardaginn næsta, þannig að við bætum alveg í.“ Hann segir það skiljanlegt að tunnurnar séu fullar í vestari hluta borgarinnar. Þær séu það hinsvegar ekki í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Breiðholti. „Það eru allir bílar úti, allur mannsskapurinn á fullu. Það að kaupa einhverja þrjá, fjóra viðbótar hirðubíla og láta þá svo standa milli jóla eða ráða inn mannskap og segja honum svo upp, það er eitthvað sem við höfum ekki gert nei, til þess að geta losað allar tunnur fyrir jól. Það eru bara ákveðnar tunnur, þetta er bara í ákveðinni rútínu. Svo koma þarna jóladagarnir sjálfir sem við erum ekki að losa.“ Grenndarstöðvabílar í umferðarteppum Hann segir ýmsar leiðir til að nýta betur tunnur. Síðan megi nýta sér grenndarstöðvar og þá opni endurvinnslustöðvar í dag. Eru grenndarstöðvar ekki stútfullar líka? „Allavega hluti af þeim,“ segir Guðmundur. „Ég átti símtal við forstjóra verktakans sem sér um losunina á þessum gámum núna í gær. Þau voru að fram á nótt allla daga fyrir jól að reyna að tæma gámana. Það er bara gríðarlegt magn sem fellur til um jólin. Það sem er líka er að umferðin er mjög þung þessa daga fyrir bíla sem eru að losa grenndargámana á milli tvö og þrjú á daginn þá eru þeir bara fastir í umferð.“ Ekki sé um að kenna nýrri flokkun Um er að ræða fyrstu jólin sem nýtt fjórflokkunarkerfi er við lýði og nýjar ruslatunnur. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir innleiðinguna á hinu nýja kerfi ekki hafa gengið nægilega vel. Hún hafi ekki verið nógu skipulögð. „Það var ágætlega skipulagt. Það var gert með nákvæmlega sama hætti hjá öllum sveitarfélögum. Það gekk mjög vel að dreifa þessum tunnum, koma þeim til íbúa og koma þessu kerfi á,“ segir Guðmundur. Hann segir það ljóst að sorphirðumenn hafi lent í vandræðum þegar nýrri flokkun var komið á. Þá hafi bílar borist seint til sorphirðunnar og ýmis vandræði komið upp. „Við erum hinsvegar búin að vinna það upp. Hirðutíðnin á pappír og plasti í Reykjavík er á þriggja vikna fresti núna, nákvæmlega eins og í nágrannarsveitarfélögum okkar, eins og það var áður en við fórum í þessar breytingar. Hirðutíðni hefur alltaf verið á tveggja vikna fresti á blönduðu og lífrænu hjá okkur, þannig að það misstum við aldrei frá okkur, það var alltaf á réttri tíðni.“
Reykjavík Sorphirða Bítið Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira