„Það rýmdi enginn Reykjahlíð á sínum tíma“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 22:08 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði. Vísir/Arnar Prófessor í eldfjallafræði segir það góða ákvörðun að leyfa Grindvíkingum að gista í bænum, nú þegar gosvirkni virðist hafa færst annað. Hann segir líkur á gosi fara vaxandi með auknu landrisi og telur tvær vikur í að það nái sömu hæð og það náði fyrir síðasta gos. Líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga fara vaxandi að mati sérfræðinga Veðurstofunnar. Líklegasta upptakasvæði fyrir eldgos er á milli Stóra-Skógsfells og Hagafells. Stöðugt landris mælist við Svartsengi og hefur gert það síðan á mánudag. Búist er við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara, þegar tekur að draga úr hraða landrissins. Ef land heldur áfram að rísa við Svartsengi má búast við „einhverjum atburðum“ þegar landrisið nær sömu hæð og var fyrir eldgos síðastliðinn mánudag. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, „Miðað við þennan hraða þá myndi þetta ná þeirri hæð á svona tíu dögum til tveimur vikum,“ segir Þorvaldur. Treystir sér til að gista í Grindavík Frá og með morgundeginum mega Grindvíkingar vera í bænum að næturlagi, en það hefur þeim ekki verið heimilt frá því bærinn var rýmdur 10. nóvember. Nú hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilað það, á grundvelli uppfærðs hættumats Veðurstofunnar. „Ég held að það sé bara góð ákvörðum að mörgu leyti, vegna þess að það er lægð í virkninni og þegar við erum með litla virkni þá á hættustigið að minnka. Við erum með litakóða til þess að gefa til kynna hver hættan er. Ef atburður hagar sér þannig að hættan sé að aukast, þá er bara að hækka hættustigið aftur,“ segir Þorvaldur. Mikilvægast sé að skýra stöðuna vel út fyrir Grindvíkingum og öðrum landsmönnum. Aðspurður segist Þorvaldur sjálfur treysta sér til að gista í Grindavík í nótt. „Virknin virðist hafa færst að mestu leyti norðurfyrir á milli Hagafells og Sýlingafells, eða Stóra-Skógfells. Ef maður horfir aftur í tímann, eins og margir hafa verið að gera, aftur í Kröfluelda, þá er þetta nú kannski svipað. Vegalengdirnar eru kannski ekkert ólíkar, frá byggðu bóli og að þeim stað þar sem virknin er,“ segir Þorvaldur. „Og það rýmdi enginn Reykjahlíð á sínum tíma.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. 22. desember 2023 20:57 Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. 22. desember 2023 19:59 Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Létt í lund þrátt fyrir 5 klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Sjá meira
Líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga fara vaxandi að mati sérfræðinga Veðurstofunnar. Líklegasta upptakasvæði fyrir eldgos er á milli Stóra-Skógsfells og Hagafells. Stöðugt landris mælist við Svartsengi og hefur gert það síðan á mánudag. Búist er við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara, þegar tekur að draga úr hraða landrissins. Ef land heldur áfram að rísa við Svartsengi má búast við „einhverjum atburðum“ þegar landrisið nær sömu hæð og var fyrir eldgos síðastliðinn mánudag. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, „Miðað við þennan hraða þá myndi þetta ná þeirri hæð á svona tíu dögum til tveimur vikum,“ segir Þorvaldur. Treystir sér til að gista í Grindavík Frá og með morgundeginum mega Grindvíkingar vera í bænum að næturlagi, en það hefur þeim ekki verið heimilt frá því bærinn var rýmdur 10. nóvember. Nú hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilað það, á grundvelli uppfærðs hættumats Veðurstofunnar. „Ég held að það sé bara góð ákvörðum að mörgu leyti, vegna þess að það er lægð í virkninni og þegar við erum með litla virkni þá á hættustigið að minnka. Við erum með litakóða til þess að gefa til kynna hver hættan er. Ef atburður hagar sér þannig að hættan sé að aukast, þá er bara að hækka hættustigið aftur,“ segir Þorvaldur. Mikilvægast sé að skýra stöðuna vel út fyrir Grindvíkingum og öðrum landsmönnum. Aðspurður segist Þorvaldur sjálfur treysta sér til að gista í Grindavík í nótt. „Virknin virðist hafa færst að mestu leyti norðurfyrir á milli Hagafells og Sýlingafells, eða Stóra-Skógfells. Ef maður horfir aftur í tímann, eins og margir hafa verið að gera, aftur í Kröfluelda, þá er þetta nú kannski svipað. Vegalengdirnar eru kannski ekkert ólíkar, frá byggðu bóli og að þeim stað þar sem virknin er,“ segir Þorvaldur. „Og það rýmdi enginn Reykjahlíð á sínum tíma.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. 22. desember 2023 20:57 Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. 22. desember 2023 19:59 Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Létt í lund þrátt fyrir 5 klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Sjá meira
Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. 22. desember 2023 20:57
Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. 22. desember 2023 19:59
Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12