Sparar sér hundruð þúsunda vegna tómlætis leigusala Árni Sæberg skrifar 22. desember 2023 09:00 Ekkert er gefið upp um það hvar íbúðin er. Vísir/Vilhelm Kærunefnd húsamála hefur fallist á kröfu leigutaka um viðurkenningu á því að honum beri ekki að greiða kröfu leigusala um vísitöluhækkun á leigu, sem var gerð tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að aðilar málsins hafi gert með sér tímabundinn leigusamning frá 15. febrúar 2020 til 28. febrúar 2021 um leigu leigutaka á íbúð í eigu leigusala. Að umsömdum leigutíma loknum hafi aðilar haldið leigusambandi sínu áfram á grundelli hans til 10. október 2022. Ágreiningur hafi staðið um heimild leigusala, sem er ótilgreint hlutafélag, til að krefja leigutaka um vísitöluhækkun á leigu aftur í tímann. Fékk reikning upp á 299 þúsund átta og hálfum mánuði seinna Í úrskurðinum segir að að leigutakinn hafi kveðist hafa fengið reikning frá leigusalanum vegna vísitölubreytinga frá febrúar 2020 til september 2022, að fjárhæð 299.340 krónur, átta og hálfum mánuði eftir að hann flutti út úr hinni leigðu eign. Hann hafi krafist viðurkenningar á því að honum bæri ekki að greiða reikninginn. Leigusalinn hafi ekki látið málið til sín taka fyrir kærunefnd og því yrði við úrlausn málsins byggt á þeim sjónarmiðum og gögnum sem leigurakinn lagði fyrir nefndina. Samkvæmt þágildandi grein húsaleigulaga hafi aðilum verið frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skyldi breytast á leigutímanum. Leigufjárhæðin skyldi þó jafnan vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Vildi greiða vísitöluhækkunina mánaðarlega Samkvæmt gögnum málsins hafi leigutaki mánaðarlega greitt 140 þúsund krónur í leigu inn á reikning leigusala. Samkvæmt leigusamningi aðila skyldi leigan breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs, grunnvísitala 469,8, þó aldrei lægri en umsamin fjárhæð. Leigutími hafi hafist 15. febrúar 2020 og lokið 10. október 2022 samkvæmt gögnum málsins. Leigutaki hafi kveðið leigusalann hafa gert kröfu um vísitöluhækkun á leigugreiðslur sem inntar höfðu verið af hendi á leigutíma með bréfi dagsettu 6. júlí 2023, eða tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í skýringum leigutaka, dagsettum 13. nóvember 2023, komi þó fram að eftir að leigutími hafði staðið yfir í eitt og hálft ár hafi leigutaki gert kröfu um vísitöluhækkun sem leigutaki hafi þá gert upp vegna þess tímabils. Leigutaki hafi í framhaldinu óskað eftir að leiga yrði innheimt með greiðsluseðlum með uppreiknaðri fjárhæð en leigusali ekki viljað verða við því þar sem slíkri þjónustu fylgi kostnaður. Þessu hefur leigusalinn ekki mótmælt. „Í þessu ljósi sem og því að krafa varnaraðila kom fram löngu eftir að leigutíma lauk telur nefndin að krafa hans sé niður fallin vegna tómlætis. Er því fallist á kröfu sóknaraðila.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Í úrskurði kærunefndarinnar segir að aðilar málsins hafi gert með sér tímabundinn leigusamning frá 15. febrúar 2020 til 28. febrúar 2021 um leigu leigutaka á íbúð í eigu leigusala. Að umsömdum leigutíma loknum hafi aðilar haldið leigusambandi sínu áfram á grundelli hans til 10. október 2022. Ágreiningur hafi staðið um heimild leigusala, sem er ótilgreint hlutafélag, til að krefja leigutaka um vísitöluhækkun á leigu aftur í tímann. Fékk reikning upp á 299 þúsund átta og hálfum mánuði seinna Í úrskurðinum segir að að leigutakinn hafi kveðist hafa fengið reikning frá leigusalanum vegna vísitölubreytinga frá febrúar 2020 til september 2022, að fjárhæð 299.340 krónur, átta og hálfum mánuði eftir að hann flutti út úr hinni leigðu eign. Hann hafi krafist viðurkenningar á því að honum bæri ekki að greiða reikninginn. Leigusalinn hafi ekki látið málið til sín taka fyrir kærunefnd og því yrði við úrlausn málsins byggt á þeim sjónarmiðum og gögnum sem leigurakinn lagði fyrir nefndina. Samkvæmt þágildandi grein húsaleigulaga hafi aðilum verið frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skyldi breytast á leigutímanum. Leigufjárhæðin skyldi þó jafnan vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Vildi greiða vísitöluhækkunina mánaðarlega Samkvæmt gögnum málsins hafi leigutaki mánaðarlega greitt 140 þúsund krónur í leigu inn á reikning leigusala. Samkvæmt leigusamningi aðila skyldi leigan breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs, grunnvísitala 469,8, þó aldrei lægri en umsamin fjárhæð. Leigutími hafi hafist 15. febrúar 2020 og lokið 10. október 2022 samkvæmt gögnum málsins. Leigutaki hafi kveðið leigusalann hafa gert kröfu um vísitöluhækkun á leigugreiðslur sem inntar höfðu verið af hendi á leigutíma með bréfi dagsettu 6. júlí 2023, eða tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í skýringum leigutaka, dagsettum 13. nóvember 2023, komi þó fram að eftir að leigutími hafði staðið yfir í eitt og hálft ár hafi leigutaki gert kröfu um vísitöluhækkun sem leigutaki hafi þá gert upp vegna þess tímabils. Leigutaki hafi í framhaldinu óskað eftir að leiga yrði innheimt með greiðsluseðlum með uppreiknaðri fjárhæð en leigusali ekki viljað verða við því þar sem slíkri þjónustu fylgi kostnaður. Þessu hefur leigusalinn ekki mótmælt. „Í þessu ljósi sem og því að krafa varnaraðila kom fram löngu eftir að leigutíma lauk telur nefndin að krafa hans sé niður fallin vegna tómlætis. Er því fallist á kröfu sóknaraðila.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira