Sparar sér hundruð þúsunda vegna tómlætis leigusala Árni Sæberg skrifar 22. desember 2023 09:00 Ekkert er gefið upp um það hvar íbúðin er. Vísir/Vilhelm Kærunefnd húsamála hefur fallist á kröfu leigutaka um viðurkenningu á því að honum beri ekki að greiða kröfu leigusala um vísitöluhækkun á leigu, sem var gerð tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að aðilar málsins hafi gert með sér tímabundinn leigusamning frá 15. febrúar 2020 til 28. febrúar 2021 um leigu leigutaka á íbúð í eigu leigusala. Að umsömdum leigutíma loknum hafi aðilar haldið leigusambandi sínu áfram á grundelli hans til 10. október 2022. Ágreiningur hafi staðið um heimild leigusala, sem er ótilgreint hlutafélag, til að krefja leigutaka um vísitöluhækkun á leigu aftur í tímann. Fékk reikning upp á 299 þúsund átta og hálfum mánuði seinna Í úrskurðinum segir að að leigutakinn hafi kveðist hafa fengið reikning frá leigusalanum vegna vísitölubreytinga frá febrúar 2020 til september 2022, að fjárhæð 299.340 krónur, átta og hálfum mánuði eftir að hann flutti út úr hinni leigðu eign. Hann hafi krafist viðurkenningar á því að honum bæri ekki að greiða reikninginn. Leigusalinn hafi ekki látið málið til sín taka fyrir kærunefnd og því yrði við úrlausn málsins byggt á þeim sjónarmiðum og gögnum sem leigurakinn lagði fyrir nefndina. Samkvæmt þágildandi grein húsaleigulaga hafi aðilum verið frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skyldi breytast á leigutímanum. Leigufjárhæðin skyldi þó jafnan vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Vildi greiða vísitöluhækkunina mánaðarlega Samkvæmt gögnum málsins hafi leigutaki mánaðarlega greitt 140 þúsund krónur í leigu inn á reikning leigusala. Samkvæmt leigusamningi aðila skyldi leigan breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs, grunnvísitala 469,8, þó aldrei lægri en umsamin fjárhæð. Leigutími hafi hafist 15. febrúar 2020 og lokið 10. október 2022 samkvæmt gögnum málsins. Leigutaki hafi kveðið leigusalann hafa gert kröfu um vísitöluhækkun á leigugreiðslur sem inntar höfðu verið af hendi á leigutíma með bréfi dagsettu 6. júlí 2023, eða tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í skýringum leigutaka, dagsettum 13. nóvember 2023, komi þó fram að eftir að leigutími hafði staðið yfir í eitt og hálft ár hafi leigutaki gert kröfu um vísitöluhækkun sem leigutaki hafi þá gert upp vegna þess tímabils. Leigutaki hafi í framhaldinu óskað eftir að leiga yrði innheimt með greiðsluseðlum með uppreiknaðri fjárhæð en leigusali ekki viljað verða við því þar sem slíkri þjónustu fylgi kostnaður. Þessu hefur leigusalinn ekki mótmælt. „Í þessu ljósi sem og því að krafa varnaraðila kom fram löngu eftir að leigutíma lauk telur nefndin að krafa hans sé niður fallin vegna tómlætis. Er því fallist á kröfu sóknaraðila.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í úrskurði kærunefndarinnar segir að aðilar málsins hafi gert með sér tímabundinn leigusamning frá 15. febrúar 2020 til 28. febrúar 2021 um leigu leigutaka á íbúð í eigu leigusala. Að umsömdum leigutíma loknum hafi aðilar haldið leigusambandi sínu áfram á grundelli hans til 10. október 2022. Ágreiningur hafi staðið um heimild leigusala, sem er ótilgreint hlutafélag, til að krefja leigutaka um vísitöluhækkun á leigu aftur í tímann. Fékk reikning upp á 299 þúsund átta og hálfum mánuði seinna Í úrskurðinum segir að að leigutakinn hafi kveðist hafa fengið reikning frá leigusalanum vegna vísitölubreytinga frá febrúar 2020 til september 2022, að fjárhæð 299.340 krónur, átta og hálfum mánuði eftir að hann flutti út úr hinni leigðu eign. Hann hafi krafist viðurkenningar á því að honum bæri ekki að greiða reikninginn. Leigusalinn hafi ekki látið málið til sín taka fyrir kærunefnd og því yrði við úrlausn málsins byggt á þeim sjónarmiðum og gögnum sem leigurakinn lagði fyrir nefndina. Samkvæmt þágildandi grein húsaleigulaga hafi aðilum verið frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skyldi breytast á leigutímanum. Leigufjárhæðin skyldi þó jafnan vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Vildi greiða vísitöluhækkunina mánaðarlega Samkvæmt gögnum málsins hafi leigutaki mánaðarlega greitt 140 þúsund krónur í leigu inn á reikning leigusala. Samkvæmt leigusamningi aðila skyldi leigan breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs, grunnvísitala 469,8, þó aldrei lægri en umsamin fjárhæð. Leigutími hafi hafist 15. febrúar 2020 og lokið 10. október 2022 samkvæmt gögnum málsins. Leigutaki hafi kveðið leigusalann hafa gert kröfu um vísitöluhækkun á leigugreiðslur sem inntar höfðu verið af hendi á leigutíma með bréfi dagsettu 6. júlí 2023, eða tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í skýringum leigutaka, dagsettum 13. nóvember 2023, komi þó fram að eftir að leigutími hafði staðið yfir í eitt og hálft ár hafi leigutaki gert kröfu um vísitöluhækkun sem leigutaki hafi þá gert upp vegna þess tímabils. Leigutaki hafi í framhaldinu óskað eftir að leiga yrði innheimt með greiðsluseðlum með uppreiknaðri fjárhæð en leigusali ekki viljað verða við því þar sem slíkri þjónustu fylgi kostnaður. Þessu hefur leigusalinn ekki mótmælt. „Í þessu ljósi sem og því að krafa varnaraðila kom fram löngu eftir að leigutíma lauk telur nefndin að krafa hans sé niður fallin vegna tómlætis. Er því fallist á kröfu sóknaraðila.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira