Telja alvarleg brot hafa verið framin varðandi samruna N1 og Festi Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 09:09 Festi hafnar því að hafa brotið gegn ákvæðum sáttarinnar. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur sent Festi andmælaskjal vegna ætlaðra brota á skilyrðum sem fram koma í ákvörðun frá árinu 2019 um samruna N1 og Festi. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að hin meintu brot séu alvarleg og að til álita komi að beita viðurlögum. Festi hafnar því að hafa brotið gegn ákvæðum sáttarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallar, en þar segir að andmælaskjalið hafi borist félaginu eftir lokun markaða í gær. Í tilkynningunni segir að andmælaskjalið sé liður í málsmeðferð rannsóknar sem hafi hafist með tilkynningu Samkeppniseftirlitsins til Festi í desember 2020. Í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins sé gerð grein fyrir því frummati að Festi hafi í nokkrum liðum brotið gegn ákvæðum sáttar félagsins við Samkeppniseftirlitið sem gerð var 30. júlí 2018 vegna samruna N1 og Festi, auk þess að vísað er til ætlaðra brota gegn samkeppnislögum. „Andmælaskjal SE felur hvorki í sér stjórnvaldsákvörðun né er það á nokkurn hátt bindandi. Svo sem greinir í andmælaskjalinu er það ritað í þeim tilgangi að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Þá er því lýst að ef athugasemdir, skýringar eða ný gögn þykja gefa tilefni til, geti frummat SE tekið breytingum. Festi er enn þeirrar skoðunar að félagið hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttarinnar við SE og er vinna hafin við að bregðast við tilgreindu andmælaskjali og því frummati sem þar er lýst,“ segir í tilkynningunni. Myndi raska samkeppni Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2019 var fjallað um að N1 væri stærsti smásali eldsneytis á Íslandi og Festi næststærsti smásali dagvöru á landinu og sem reki meðal annars verslanir Krónunnar. „Rannsókn málsins leiddi í ljós að samruninn, án skilyrða, væri til þess fallinn að raska samkeppni með umtalsverðum hætti. Nánar tiltekið var það mat eftirlitsins að samruninn myndi leiða til brotthvarfs Krónunnar sem mögulegs keppinautar á eldsneytismarkaði, leiða til staðbundinnar röskunar á samkeppni á tilteknum landsvæðum, hafa skaðleg áhrif á heildsölu- og birgðastigi og hafa í för með sér aukin og skaðleg eignatengsl á milli keppinauta á bæði eldsneytis- og dagvörumarkaði. Rannsókn málsins lauk með undirritun sáttar á milli Samkeppniseftirlitsins og N1, dags. 30. júlí 2018. Með sáttinni skuldbatt N1 sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við framangreindri röskun á samkeppni sem samruninn hefði annars leitt til. Skilyrði sáttarinnar fólu m.a. í sér sölu eigna á eldsneytismarkaði til nýs aðila þar sem Krónan taldist líklegur keppinautur N1 á markaðnum. Að undangenginni sölumeðferð og athugun óháðs kunnáttumanns, sem skipaður var í ágúst 2018 til að hafa eftirlit með framkvæmd sáttarinnar, samþykkti Samkeppniseftirlitið kaupendur hinna seldu eigna í febrúar og mars 2019,“ segir um ákvörðunina á vef Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnismál Festi Bensín og olía Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi til Kauphallar, en þar segir að andmælaskjalið hafi borist félaginu eftir lokun markaða í gær. Í tilkynningunni segir að andmælaskjalið sé liður í málsmeðferð rannsóknar sem hafi hafist með tilkynningu Samkeppniseftirlitsins til Festi í desember 2020. Í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins sé gerð grein fyrir því frummati að Festi hafi í nokkrum liðum brotið gegn ákvæðum sáttar félagsins við Samkeppniseftirlitið sem gerð var 30. júlí 2018 vegna samruna N1 og Festi, auk þess að vísað er til ætlaðra brota gegn samkeppnislögum. „Andmælaskjal SE felur hvorki í sér stjórnvaldsákvörðun né er það á nokkurn hátt bindandi. Svo sem greinir í andmælaskjalinu er það ritað í þeim tilgangi að auðvelda Festi að nýta andmælarétt sinn samkvæmt stjórnsýslulögum og stuðla að því að rétt ákvörðun verði tekin í málinu. Þá er því lýst að ef athugasemdir, skýringar eða ný gögn þykja gefa tilefni til, geti frummat SE tekið breytingum. Festi er enn þeirrar skoðunar að félagið hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttarinnar við SE og er vinna hafin við að bregðast við tilgreindu andmælaskjali og því frummati sem þar er lýst,“ segir í tilkynningunni. Myndi raska samkeppni Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2019 var fjallað um að N1 væri stærsti smásali eldsneytis á Íslandi og Festi næststærsti smásali dagvöru á landinu og sem reki meðal annars verslanir Krónunnar. „Rannsókn málsins leiddi í ljós að samruninn, án skilyrða, væri til þess fallinn að raska samkeppni með umtalsverðum hætti. Nánar tiltekið var það mat eftirlitsins að samruninn myndi leiða til brotthvarfs Krónunnar sem mögulegs keppinautar á eldsneytismarkaði, leiða til staðbundinnar röskunar á samkeppni á tilteknum landsvæðum, hafa skaðleg áhrif á heildsölu- og birgðastigi og hafa í för með sér aukin og skaðleg eignatengsl á milli keppinauta á bæði eldsneytis- og dagvörumarkaði. Rannsókn málsins lauk með undirritun sáttar á milli Samkeppniseftirlitsins og N1, dags. 30. júlí 2018. Með sáttinni skuldbatt N1 sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við framangreindri röskun á samkeppni sem samruninn hefði annars leitt til. Skilyrði sáttarinnar fólu m.a. í sér sölu eigna á eldsneytismarkaði til nýs aðila þar sem Krónan taldist líklegur keppinautur N1 á markaðnum. Að undangenginni sölumeðferð og athugun óháðs kunnáttumanns, sem skipaður var í ágúst 2018 til að hafa eftirlit með framkvæmd sáttarinnar, samþykkti Samkeppniseftirlitið kaupendur hinna seldu eigna í febrúar og mars 2019,“ segir um ákvörðunina á vef Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppnismál Festi Bensín og olía Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira