Spurði „er þetta hann?“ og stakk hann fyrirvaralaust í brjóstið Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2023 17:09 Atvikið átti sér stað á bílastæði í Breiðholti árið 2021. Vísir/Vilhelm Candido Alberto Ferral Abreu hefur hlotið fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hnífi í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í dómnum segir að samkvæmt gögnum málsins og framburði brotaþola hafi árásin nánast ekki átt sér neinn aðdraganda. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að hann hafi séð til ferða brotaþola og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um og hann hafi elt þá, og einnig verið akandi. Samkvæmt sjónvarvottum námu þeir staðar á bílastæði við hús brotaþolans. Fyrirvaralaus árás Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að honum hafi staðið ógn af brotaþolanum. Hann sagðist hafa stigið úr bíl sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá brotaþola og sveiflað hendi sinni í átt að honum, og gerir ráð fyrir að hann hafi hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi hann elt brotaþolann um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. Brotaþolinn lýsir atvikum þannig að hann hafi stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi stungið sig í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum og árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi brotaþolanum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Sagði að árásin væri óviljaverk Líkt og áður segir viðurkenndi árásarmaðurinn að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Dómurinn féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Dómurinn segir þvert á móti að manninum ætti að vera ljóst að það að stinga mann í tvígang fyrirvaralaust væri stórhættulegt og langlíklegast að brotaþolanum myndi hljótast bani af. Í það minnsta hafi hann látið sér það í léttu rúmi liggja að afleiðingarnar kynnu að verða þær að mannsbani hlytist af. Maðurinn hlaut fjögurra ára fangelsisdóm, en við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi átt við ótilgreind vandamál að stríða á árum áður. Einnig var litið til þess að tvö ár væru liðin síðan brotið hefði átt sér stað, en óútskýrðar tafir urðu á meðferð málsins. Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 1.5 milljónir í miskabætur og álíka upphæð til verjanda síns, og tæp 500 þúsund í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Í dómnum segir að samkvæmt gögnum málsins og framburði brotaþola hafi árásin nánast ekki átt sér neinn aðdraganda. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að hann hafi séð til ferða brotaþola og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um og hann hafi elt þá, og einnig verið akandi. Samkvæmt sjónvarvottum námu þeir staðar á bílastæði við hús brotaþolans. Fyrirvaralaus árás Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn að honum hafi staðið ógn af brotaþolanum. Hann sagðist hafa stigið úr bíl sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá brotaþola og sveiflað hendi sinni í átt að honum, og gerir ráð fyrir að hann hafi hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi hann elt brotaþolann um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. Brotaþolinn lýsir atvikum þannig að hann hafi stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi stungið sig í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum og árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi brotaþolanum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Sagði að árásin væri óviljaverk Líkt og áður segir viðurkenndi árásarmaðurinn að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Dómurinn féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Dómurinn segir þvert á móti að manninum ætti að vera ljóst að það að stinga mann í tvígang fyrirvaralaust væri stórhættulegt og langlíklegast að brotaþolanum myndi hljótast bani af. Í það minnsta hafi hann látið sér það í léttu rúmi liggja að afleiðingarnar kynnu að verða þær að mannsbani hlytist af. Maðurinn hlaut fjögurra ára fangelsisdóm, en við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafi átt við ótilgreind vandamál að stríða á árum áður. Einnig var litið til þess að tvö ár væru liðin síðan brotið hefði átt sér stað, en óútskýrðar tafir urðu á meðferð málsins. Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 1.5 milljónir í miskabætur og álíka upphæð til verjanda síns, og tæp 500 þúsund í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent