Davíð seldur til Álasunds Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 15:31 Davíð Snær Jóhannsson bætist í hóp Íslendinga sem spilað hafa fyrir Álasund. Hér er hann mættur í búningsklefa félagsins. Aalesund FH-ingar hafa selt einn sinn albesta leikmann á síðustu leiktíð, U21-landsliðsmanninn Davíð Snæ Jóhannsson, til norska knattspyrnufélagsins Álasunds. Davíð skrifaði undir samning við Álasund sem gildir til ársins 2028, en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Álasund leikur í næstefstu deild Noregs á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr úrvalsdeild í síðasta mánuði. Davíð átti frábært tímabil fyrir FH í ár og skoraði sjö mörk og átti sjö stoðsendingar í 23 leikjum, en FH endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar. Davíð Snær seldur til Ålesund FK #TakkDavíð pic.twitter.com/3493KO4shE— FHingar (@fhingar) December 19, 2023 „Davíð er spennandi leikmaður og flottur náungi. Hann er með hungrið, hjartað og góðan karakter sem er mikilvægt bæði innan og utan vallar. Hann hefur unnið sig upp og öðlast reynslu í gegnum U21-landsliðið og með dvöl hjá Lecce á Ítalíu. Það verður gleðilegt að fá Davíð til Álasunds og vinna í því að þróa hann áfram með okkur í AaFK næstu árin,“ sagði Christian Johnsen, þjálfari Álasunds. View this post on Instagram A post shared by AaFK - Aalesunds Fotballklubb (@aalesundsfk) Á heimasíðu félagsins er þess getið að faðir Álasunds, Jóhann Birnir Guðmundsson, hafi einnig spilað í Noregi og Davíð hafi því tengingu við landið nú þegar. Jóhann var leikmaður Lyn. „Ég er fæddur í Osló og við fórum svo til Svíþjóðar þegar ég var eins árs. Ég tala því ágætis sænsku því við bjuggum þar í fimm ár. Í dag á ég erfitt með að skilja norskuna en ég held að það taki ekki langan tíma að laga það,“ sagði Davíð sem kveðst afar spenntur fyrir því að vera genginn til liðs við Álasund. Hann hafi heyrt margt gott um félagið frá öðrum Íslendingum en með liðinu hafa til að mynda spilað þeir Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson, Adam Örn Arnarson og Hólmbert Aron Friðjónsson. Davíð, sem á að baki 45 leiki fyrir yngri landslið Íslands, er uppalinn í Keflavík og hefur spilað 74 leiki í efstu deild hér á landi. Hann var á mála hjá ítalska félaginu Lecce fyrri hluta árs 2022 áður en hann gekk í raðir FH. Norski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Davíð skrifaði undir samning við Álasund sem gildir til ársins 2028, en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Álasund leikur í næstefstu deild Noregs á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr úrvalsdeild í síðasta mánuði. Davíð átti frábært tímabil fyrir FH í ár og skoraði sjö mörk og átti sjö stoðsendingar í 23 leikjum, en FH endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar. Davíð Snær seldur til Ålesund FK #TakkDavíð pic.twitter.com/3493KO4shE— FHingar (@fhingar) December 19, 2023 „Davíð er spennandi leikmaður og flottur náungi. Hann er með hungrið, hjartað og góðan karakter sem er mikilvægt bæði innan og utan vallar. Hann hefur unnið sig upp og öðlast reynslu í gegnum U21-landsliðið og með dvöl hjá Lecce á Ítalíu. Það verður gleðilegt að fá Davíð til Álasunds og vinna í því að þróa hann áfram með okkur í AaFK næstu árin,“ sagði Christian Johnsen, þjálfari Álasunds. View this post on Instagram A post shared by AaFK - Aalesunds Fotballklubb (@aalesundsfk) Á heimasíðu félagsins er þess getið að faðir Álasunds, Jóhann Birnir Guðmundsson, hafi einnig spilað í Noregi og Davíð hafi því tengingu við landið nú þegar. Jóhann var leikmaður Lyn. „Ég er fæddur í Osló og við fórum svo til Svíþjóðar þegar ég var eins árs. Ég tala því ágætis sænsku því við bjuggum þar í fimm ár. Í dag á ég erfitt með að skilja norskuna en ég held að það taki ekki langan tíma að laga það,“ sagði Davíð sem kveðst afar spenntur fyrir því að vera genginn til liðs við Álasund. Hann hafi heyrt margt gott um félagið frá öðrum Íslendingum en með liðinu hafa til að mynda spilað þeir Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson, Adam Örn Arnarson og Hólmbert Aron Friðjónsson. Davíð, sem á að baki 45 leiki fyrir yngri landslið Íslands, er uppalinn í Keflavík og hefur spilað 74 leiki í efstu deild hér á landi. Hann var á mála hjá ítalska félaginu Lecce fyrri hluta árs 2022 áður en hann gekk í raðir FH.
Norski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira