PISA og þjóð Jóhannes Aðalbjörnsson skrifar 19. desember 2023 09:30 Læsi íslensku þjóðarinnar hnignar, um það þarf ekki að efast né að hafa í frammi miklar málalengingar um þá augljósu staðreynd. Það er þó hverjum sem byggir þetta land hollt að velta fyrir sér stöðunni sem upp er komin og leggja sitt af mörkum til að þessi grunnstoð samfélagsins og menningarinnar verði ekki enn feysknari. Þjóðin státar af vel uppbyggðu skólakerfi og fjölmörgum kennurum að baki því svo sú staða sem nú er uppi í menntun hennar er þveröfug við það sem efni standa til. Skólinn er samfélag sem er stærra en stofnunin sem slík og mótast af tíðarandanum, gildum, venjum og hefðum er rísa hæst á hverjum tíma. Sú staða getur komið upp að þróun samfélagsins utan skólans stangist á við hlutverk og skyldur hans sem uppeldis- og menntastofnunar. Ég tel að við séum stödd þar nú, við þurfum að stinga niður fæti um stund og ígrunda á hvaða vegferð skólastarf er. Fagurgali eða fögur fyrirheit duga ekki lengur, hefja þarf skólana upp í fyrri stöðu, skapa þeim traust og virðingu sem auðveldar þeim að rækja sitt hlutverk þ.e. að búa í haginn fyrir land og lýð til framtíðar. Veigamest er að efla kennarann í starfi og treysta honum án utanaðkomandi truflunar, sem kann að veikja hans starfsvitund. Þá er hægt að gera læsi og þá sérstaklega lesskilningi hærra undir höfði svo snúa megi til betri vegar þeirri hnignun í menningu þjóðarinn er bág staða lesskilnings í dag veldur. Fleira verður að súpa en sætt þykir. Nú er það vissulega svo að mörg sveitarfélög og skólar þeirra eru að standa sig vel, en að sama skapi önnur ekki eins vel. Sennilegt er að áherslur þeirra séu ólíkar, en viðfangsefnin eru svipuð svo nálgun þeirra gæti verið keimlík. Það er nefnilega í þessu efni eins og oft áður að veldur sá er á heldur svo til að ná árangri þarf að finna leiðir sem eiga við og vinna þær vel. Til eru ýmis kerfi til að halda utan um nám og kennslu og eitt þeirra er RTI (e. response to intervention) er reynst hefur einstaklega vel víða erlendis og vert er að gefa gaum að hér á landi. Það er þó ekki nóg að setja upp kerfi eða stefnur því mesti árangur næst í þeim staðblæ innan skóla þar sem ríkir rólegt andrúmsloft og reglufesta er viðhöfð. Við þannig aðstæður er auðvelt að leggja mikla áherslu á lesskilning að því tilskyldu að öðru sé ekki teflt fram sem mikilvægara námi. Lesskilning má hæglega kenna með skipulegum hætti þar sem mat og eftirfylgni styðja við framvindu hans. Því er það svo að út frá þeirri stöðu sem upp er komin varðandi læsi, að lesskilningur þarf að fá meira vægi við skipulag skólastarfs og í daglegu námi barna. Þá mun árangur ekki láta á sér standa né jákvæð upplifun af lestri texta er menntar lesandann og hvetur hann áfram. Hver skóli ætti að vita það alveg sjálfur hver staðan er hjá sér varðandi lesskilning en getur þurft á stuðningi að halda til að gera betur. Meiri peningar eða aukið námsefni inn í skólana breytir litlu því lesskilningur byggist á eigindum er fara fram í huga hvers nemanda og þar þarf að vera næði til einbeitingar. Gleymum því ekki að skólinn er griðastaður barna þar sem uppbyggileg samskipti og jafnræði á að ríkja, staða læsis á Íslandi bendir ekki til þess. Hvar erum við þá, - hefur skólinn misst fótanna ? Höfundur er kennari og með sérfræðimenntun í stjórnun menntastofnana og sérkennslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Læsi íslensku þjóðarinnar hnignar, um það þarf ekki að efast né að hafa í frammi miklar málalengingar um þá augljósu staðreynd. Það er þó hverjum sem byggir þetta land hollt að velta fyrir sér stöðunni sem upp er komin og leggja sitt af mörkum til að þessi grunnstoð samfélagsins og menningarinnar verði ekki enn feysknari. Þjóðin státar af vel uppbyggðu skólakerfi og fjölmörgum kennurum að baki því svo sú staða sem nú er uppi í menntun hennar er þveröfug við það sem efni standa til. Skólinn er samfélag sem er stærra en stofnunin sem slík og mótast af tíðarandanum, gildum, venjum og hefðum er rísa hæst á hverjum tíma. Sú staða getur komið upp að þróun samfélagsins utan skólans stangist á við hlutverk og skyldur hans sem uppeldis- og menntastofnunar. Ég tel að við séum stödd þar nú, við þurfum að stinga niður fæti um stund og ígrunda á hvaða vegferð skólastarf er. Fagurgali eða fögur fyrirheit duga ekki lengur, hefja þarf skólana upp í fyrri stöðu, skapa þeim traust og virðingu sem auðveldar þeim að rækja sitt hlutverk þ.e. að búa í haginn fyrir land og lýð til framtíðar. Veigamest er að efla kennarann í starfi og treysta honum án utanaðkomandi truflunar, sem kann að veikja hans starfsvitund. Þá er hægt að gera læsi og þá sérstaklega lesskilningi hærra undir höfði svo snúa megi til betri vegar þeirri hnignun í menningu þjóðarinn er bág staða lesskilnings í dag veldur. Fleira verður að súpa en sætt þykir. Nú er það vissulega svo að mörg sveitarfélög og skólar þeirra eru að standa sig vel, en að sama skapi önnur ekki eins vel. Sennilegt er að áherslur þeirra séu ólíkar, en viðfangsefnin eru svipuð svo nálgun þeirra gæti verið keimlík. Það er nefnilega í þessu efni eins og oft áður að veldur sá er á heldur svo til að ná árangri þarf að finna leiðir sem eiga við og vinna þær vel. Til eru ýmis kerfi til að halda utan um nám og kennslu og eitt þeirra er RTI (e. response to intervention) er reynst hefur einstaklega vel víða erlendis og vert er að gefa gaum að hér á landi. Það er þó ekki nóg að setja upp kerfi eða stefnur því mesti árangur næst í þeim staðblæ innan skóla þar sem ríkir rólegt andrúmsloft og reglufesta er viðhöfð. Við þannig aðstæður er auðvelt að leggja mikla áherslu á lesskilning að því tilskyldu að öðru sé ekki teflt fram sem mikilvægara námi. Lesskilning má hæglega kenna með skipulegum hætti þar sem mat og eftirfylgni styðja við framvindu hans. Því er það svo að út frá þeirri stöðu sem upp er komin varðandi læsi, að lesskilningur þarf að fá meira vægi við skipulag skólastarfs og í daglegu námi barna. Þá mun árangur ekki láta á sér standa né jákvæð upplifun af lestri texta er menntar lesandann og hvetur hann áfram. Hver skóli ætti að vita það alveg sjálfur hver staðan er hjá sér varðandi lesskilning en getur þurft á stuðningi að halda til að gera betur. Meiri peningar eða aukið námsefni inn í skólana breytir litlu því lesskilningur byggist á eigindum er fara fram í huga hvers nemanda og þar þarf að vera næði til einbeitingar. Gleymum því ekki að skólinn er griðastaður barna þar sem uppbyggileg samskipti og jafnræði á að ríkja, staða læsis á Íslandi bendir ekki til þess. Hvar erum við þá, - hefur skólinn misst fótanna ? Höfundur er kennari og með sérfræðimenntun í stjórnun menntastofnana og sérkennslu
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun