Aðför ríkisstjórnarinnar að samkeppni Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 12. desember 2023 11:31 Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið geti raunar ekki lengur sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Samkeppniseftirlitið segist þurfa fjármögnun fyrir um 40 ársverk til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu en fjármögnuð ársverk séu hins vegar aðeins um 25. Samkeppniseftirlitið hefur enda kerfisbundið verið veikt af núverandi ríkisstjórn. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við árið 2017 hafa fjárframlög verið rýrð um 16% að raunvirði á sama tíma og hagkerfið hefur vaxið um 18%. Staðan er þeim mun alvarlegri í ljósi verðbólgu og komandi kjarasamninga. Í þveröfuga átt á við aðrar þjóðir Efling samkeppniseftirlits er bæði eðlileg og skynsamleg aðgerð í efnahagserfiðleikum. Verðbólgan er átta prósent, verðhækkanir blasa við í öllum vöruflokkum og útlit er fyrir að verðbólgutímabil verði langt á Íslandi. Aðrar þjóðir hafa markvisst styrkt samkeppnisinnviði sem viðbragð við verðbólgu og í samræmi við ráðgjöf sérfræðinga. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra er komist að þeirri niðurstöðu að engir stórir ágallar séu á starfsemi eftirlitsins og lagðar til ákveðnar aðgerðir og fjárheimildir til að styrkja eftirlitið enn frekar. Ríkisstjórnin fer nú gegn þessum niðurstöðum. En frekar en styrkja þá stofnun sem fer með samkeppniseftirlit og tryggja að hún geti sinnt lögbundnum verkefnum ákvað ríkisstjórnin að opna verðgátt um fáeinar vörur matvöruverslana. Matvörugáttin reyndist strax veikburða og reyndar var bent á að hún gæti í raun liðsinnt verslunum við verðsamráð. Verðgáttin er með öðrum nákvæmlega ekkert framlag um það að berjast gegn verðbólgu. Samkeppnislög vernda neytendur Í sameiginlegri grein hagfræðinga verkalýðshreyfingarinnar er bent á að rúm 40 ár séu síðan lög voru sett hér á landi um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og um 30 ár séu síðan að heildstæð samkeppnislög voru sett. Þegar samkeppnisreglur komu fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 1890 var tilgangurinn einmitt að vernda neytendur gegn háu verði og takmörkuðu framboði. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt samkeppnislög jafn mikilvæg fyrir efnahagslegt frelsi og stjórnarskráin er fyrir vernd mannréttinda. Hagfræðingarnir verkalýðshreyfingarinnar benda á mikilvægi Samkeppniseftirlitsins og virkrar samkeppni fyrir hagsæld og velferð á Íslandi. Veiking Samkeppniseftirlits vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Í niðurlagi greinarinnar segir ennfremur; „Veiking samkeppniseftirlits þjónar helst hagsmunum þeirra fyrirtækja sem eru í stöðu til að nýta sér fákeppni til að skara eld að eigin köku. Þótt Samkeppniseftirlit á Íslandi sé ekki hafið yfir gagnrýni, þá liggur lausnin ekki í því að veikja það eins og sumir atvinnurekendur vilja, heldur að styrkja það og efla það til að standa vörð um samfélagslega hagsmuni“. Full ástæða til að styrkja Samkeppnsieftirlit Viðreisn hefur talað skýrt fyrir því á Alþingi í umræðum um fjárlög 2024 að fullt tilefni sé til að styrkja Samkeppniseftirlitið og að það eigi sérstaklega við núna þegar langvarandi verðbólga hefur mikil áhrif á kaupmátt fólksins í landinu. Það ætti að valda okkur öllum miklum áhyggjum að ríkisstjórnin hunsi algjörlega neyðarkall Samkeppnieftirlitsins. Með því tekur ríkisstjórnin sér beinlínis það hlutverk að veikja innviði virkrar samkeppni á landinu í aðdraganda kjarasamninga og stöðu gegn hagsmunum neytenda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Samkeppnismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í. Fram kemur að Samkeppniseftirlitið geti raunar ekki lengur sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Samkeppniseftirlitið segist þurfa fjármögnun fyrir um 40 ársverk til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu en fjármögnuð ársverk séu hins vegar aðeins um 25. Samkeppniseftirlitið hefur enda kerfisbundið verið veikt af núverandi ríkisstjórn. Frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við árið 2017 hafa fjárframlög verið rýrð um 16% að raunvirði á sama tíma og hagkerfið hefur vaxið um 18%. Staðan er þeim mun alvarlegri í ljósi verðbólgu og komandi kjarasamninga. Í þveröfuga átt á við aðrar þjóðir Efling samkeppniseftirlits er bæði eðlileg og skynsamleg aðgerð í efnahagserfiðleikum. Verðbólgan er átta prósent, verðhækkanir blasa við í öllum vöruflokkum og útlit er fyrir að verðbólgutímabil verði langt á Íslandi. Aðrar þjóðir hafa markvisst styrkt samkeppnisinnviði sem viðbragð við verðbólgu og í samræmi við ráðgjöf sérfræðinga. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra er komist að þeirri niðurstöðu að engir stórir ágallar séu á starfsemi eftirlitsins og lagðar til ákveðnar aðgerðir og fjárheimildir til að styrkja eftirlitið enn frekar. Ríkisstjórnin fer nú gegn þessum niðurstöðum. En frekar en styrkja þá stofnun sem fer með samkeppniseftirlit og tryggja að hún geti sinnt lögbundnum verkefnum ákvað ríkisstjórnin að opna verðgátt um fáeinar vörur matvöruverslana. Matvörugáttin reyndist strax veikburða og reyndar var bent á að hún gæti í raun liðsinnt verslunum við verðsamráð. Verðgáttin er með öðrum nákvæmlega ekkert framlag um það að berjast gegn verðbólgu. Samkeppnislög vernda neytendur Í sameiginlegri grein hagfræðinga verkalýðshreyfingarinnar er bent á að rúm 40 ár séu síðan lög voru sett hér á landi um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og um 30 ár séu síðan að heildstæð samkeppnislög voru sett. Þegar samkeppnisreglur komu fram á sjónarsviðið í Bandaríkjunum árið 1890 var tilgangurinn einmitt að vernda neytendur gegn háu verði og takmörkuðu framboði. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt samkeppnislög jafn mikilvæg fyrir efnahagslegt frelsi og stjórnarskráin er fyrir vernd mannréttinda. Hagfræðingarnir verkalýðshreyfingarinnar benda á mikilvægi Samkeppniseftirlitsins og virkrar samkeppni fyrir hagsæld og velferð á Íslandi. Veiking Samkeppniseftirlits vinni gegn markmiðum kjarasamninga. Í niðurlagi greinarinnar segir ennfremur; „Veiking samkeppniseftirlits þjónar helst hagsmunum þeirra fyrirtækja sem eru í stöðu til að nýta sér fákeppni til að skara eld að eigin köku. Þótt Samkeppniseftirlit á Íslandi sé ekki hafið yfir gagnrýni, þá liggur lausnin ekki í því að veikja það eins og sumir atvinnurekendur vilja, heldur að styrkja það og efla það til að standa vörð um samfélagslega hagsmuni“. Full ástæða til að styrkja Samkeppnsieftirlit Viðreisn hefur talað skýrt fyrir því á Alþingi í umræðum um fjárlög 2024 að fullt tilefni sé til að styrkja Samkeppniseftirlitið og að það eigi sérstaklega við núna þegar langvarandi verðbólga hefur mikil áhrif á kaupmátt fólksins í landinu. Það ætti að valda okkur öllum miklum áhyggjum að ríkisstjórnin hunsi algjörlega neyðarkall Samkeppnieftirlitsins. Með því tekur ríkisstjórnin sér beinlínis það hlutverk að veikja innviði virkrar samkeppni á landinu í aðdraganda kjarasamninga og stöðu gegn hagsmunum neytenda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar