Friður 3000 Geir Gunnar Markússon skrifar 11. desember 2023 11:00 Heiti þessa pistils er fengið frá þeim tíma þegar Ástþór Magnússon var í framboði til forseta Íslands árið 1996 og notaðist við slagorðið „Friður 2000“. Ástþór var með það markmið að ná alheimsfrið fyrir árið 2000 en miðað við ástandið í heimsmálum í dag þá virðist nú friður í heiminum frekar fjarlægt markmið. Kannski verðum við búin að ná að sættast á frið í heiminum árið 3000? Hvernig stendur á því að borgarar þessa heims þurfa alltaf að vera í stríði? Maður hefði vonað að með meiri velmegun, aukinni þekkingu og af reynslu fyrri stríða að menn færu nú að slíðra sverðin. Við virðumst lítið sem ekkert læra af sögunni og Gyðingar sem fóru hvað verst út úr seinni heimstyrjöldinni eru nú farnir að slátra Palestínumönnum í „útrýmingarbúðum“ á Gaza! Alveg galið og það er alveg sama hvað maður hugsar þetta djúp þetta bara gengur ekki upp í hausnum á manni. Það er svo merkilegt með öll þessi stríð nú á tímum og áður fyrr að þetta er svo oft gert í nafni trúar. Það er einkennilegt að drepa í nafni trúar, því flest trúarbrögð ganga út á kærleik! Hvaða máli skiptir það hvað við trúum á s.s. Guð, Múhameð, Búdda, okkur sjálf, ekki neitt, heilagar kýr eða sólina, svo lengi sem við erum góðar manneskjur? En hverjir eru að heyja þessi stríð? Það eru oftast valdagráðugir, ríkir og frekir karlar sem telja að þeir megi allt, geti allt og ætla að gera heiminn að sínum. Freki karlinn er búinn að fá að stjórna þessum heimi allt of lengi með þeim „árangri“ sem við sjáum á þessum stríðshrjáða og sundraða heimi. Það er óskandi að kvenmenn fari að taka við stjórn heimsins. Því ef konur munu ráða hér í heiminum þá væru ekki lönd í stríði við hvort annað, þau væru bara í fýlu við hvort annað. Þeir sem síst mega sín verða svo helstu fórnarlömb þessara stríða. Það er ekki hallir freku karlanna sem eru sprengdar upp í stríðum heldur heimili friðelskandi fólks sem hefur ekkert til saka unnið nema að fæðast í þennan grimma heim. Flóttamenn úr stríðshrjáðum löndum fá svo slæmar móttökur frá freka karlinum sem vill helsta loka landamærum síns lands því ekki vill hann að eyða aurum í innflytjendur. Freki karlinn er duglegur í dag að byggja gjá milli „almennra“ borgara og innflytjenda sem þeir sjá oft allt til foráttu. Það er vonandi fyrir freka karlinn að hann verði aldrei flóttamaður frá eigin landi! Eigum við borgarar þessa heims ekki að fara að senda freka karlinn á eftirlaun? Hann hefur fengið að ganga of langt með græðgi og yfirgangi, það er kominn tími til að friðelskandi og víðsýnt fólk fái að stýra í þessum heimi. Það sem er hættulegast í þessum heimi er að gott fólk geri ekki neitt og leyfi freka karlinum að stjórna án þess að láta í sér heyra eða bregðast við ranglætinu, græðginni og frekjunni. Ég vil trúa því að það séu fleiri í þessum heimi sem eru friðelskandi og vilja ekkert frekar en lifa í sátt og samlyndi. Að við förum að vinna saman og auðga þjóðfélög með allskyns blöndum af mismunandi fólki. Stefnum að því að deila friði um allan heim og kjósum freku karlana burt. Deilum ást, umhyggju, hlýju og náungakærleik. Tökum upp friðarbyltingu og förum að pósta #peace2030 út um allt. Heimurinn og við eigum það skilið. Byggjum brýr í stað múra! Ef við erum með stórt heimili og miklar tekjur, bjóðum þeim sem minna mega sín til okkar í stað þess að byggja múra í kringum heimili okkar. Eigið gleðileg og kærleiksrík jól. Höfundur er næringarfræðingur. Imagine (íslensk þýðing) Að hugsa himnaríki og helvíti ekki til aðeins jörð og himin það er auðvelt ef ég vil. Að hugsa að allir lifðu og hrærðust hér og nú. Hugsaðu þér hvergi nein landamæri lögð að drepa og deyja fyrir né deilt um trúarbrögð. Já hugsaðu þér heiminn halda grið og frið. Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn gerum heiminn að griðastað. Að hugsa sér ef engar eignir væru til græðgi og hungur horfin, hvergi ranglátt spil Að hugsa öll gæði heimsins og jarðar deilast jafnt Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn, gerum heiminn að einum stað. - John Lennon Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Heiti þessa pistils er fengið frá þeim tíma þegar Ástþór Magnússon var í framboði til forseta Íslands árið 1996 og notaðist við slagorðið „Friður 2000“. Ástþór var með það markmið að ná alheimsfrið fyrir árið 2000 en miðað við ástandið í heimsmálum í dag þá virðist nú friður í heiminum frekar fjarlægt markmið. Kannski verðum við búin að ná að sættast á frið í heiminum árið 3000? Hvernig stendur á því að borgarar þessa heims þurfa alltaf að vera í stríði? Maður hefði vonað að með meiri velmegun, aukinni þekkingu og af reynslu fyrri stríða að menn færu nú að slíðra sverðin. Við virðumst lítið sem ekkert læra af sögunni og Gyðingar sem fóru hvað verst út úr seinni heimstyrjöldinni eru nú farnir að slátra Palestínumönnum í „útrýmingarbúðum“ á Gaza! Alveg galið og það er alveg sama hvað maður hugsar þetta djúp þetta bara gengur ekki upp í hausnum á manni. Það er svo merkilegt með öll þessi stríð nú á tímum og áður fyrr að þetta er svo oft gert í nafni trúar. Það er einkennilegt að drepa í nafni trúar, því flest trúarbrögð ganga út á kærleik! Hvaða máli skiptir það hvað við trúum á s.s. Guð, Múhameð, Búdda, okkur sjálf, ekki neitt, heilagar kýr eða sólina, svo lengi sem við erum góðar manneskjur? En hverjir eru að heyja þessi stríð? Það eru oftast valdagráðugir, ríkir og frekir karlar sem telja að þeir megi allt, geti allt og ætla að gera heiminn að sínum. Freki karlinn er búinn að fá að stjórna þessum heimi allt of lengi með þeim „árangri“ sem við sjáum á þessum stríðshrjáða og sundraða heimi. Það er óskandi að kvenmenn fari að taka við stjórn heimsins. Því ef konur munu ráða hér í heiminum þá væru ekki lönd í stríði við hvort annað, þau væru bara í fýlu við hvort annað. Þeir sem síst mega sín verða svo helstu fórnarlömb þessara stríða. Það er ekki hallir freku karlanna sem eru sprengdar upp í stríðum heldur heimili friðelskandi fólks sem hefur ekkert til saka unnið nema að fæðast í þennan grimma heim. Flóttamenn úr stríðshrjáðum löndum fá svo slæmar móttökur frá freka karlinum sem vill helsta loka landamærum síns lands því ekki vill hann að eyða aurum í innflytjendur. Freki karlinn er duglegur í dag að byggja gjá milli „almennra“ borgara og innflytjenda sem þeir sjá oft allt til foráttu. Það er vonandi fyrir freka karlinn að hann verði aldrei flóttamaður frá eigin landi! Eigum við borgarar þessa heims ekki að fara að senda freka karlinn á eftirlaun? Hann hefur fengið að ganga of langt með græðgi og yfirgangi, það er kominn tími til að friðelskandi og víðsýnt fólk fái að stýra í þessum heimi. Það sem er hættulegast í þessum heimi er að gott fólk geri ekki neitt og leyfi freka karlinum að stjórna án þess að láta í sér heyra eða bregðast við ranglætinu, græðginni og frekjunni. Ég vil trúa því að það séu fleiri í þessum heimi sem eru friðelskandi og vilja ekkert frekar en lifa í sátt og samlyndi. Að við förum að vinna saman og auðga þjóðfélög með allskyns blöndum af mismunandi fólki. Stefnum að því að deila friði um allan heim og kjósum freku karlana burt. Deilum ást, umhyggju, hlýju og náungakærleik. Tökum upp friðarbyltingu og förum að pósta #peace2030 út um allt. Heimurinn og við eigum það skilið. Byggjum brýr í stað múra! Ef við erum með stórt heimili og miklar tekjur, bjóðum þeim sem minna mega sín til okkar í stað þess að byggja múra í kringum heimili okkar. Eigið gleðileg og kærleiksrík jól. Höfundur er næringarfræðingur. Imagine (íslensk þýðing) Að hugsa himnaríki og helvíti ekki til aðeins jörð og himin það er auðvelt ef ég vil. Að hugsa að allir lifðu og hrærðust hér og nú. Hugsaðu þér hvergi nein landamæri lögð að drepa og deyja fyrir né deilt um trúarbrögð. Já hugsaðu þér heiminn halda grið og frið. Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn gerum heiminn að griðastað. Að hugsa sér ef engar eignir væru til græðgi og hungur horfin, hvergi ranglátt spil Að hugsa öll gæði heimsins og jarðar deilast jafnt Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn, gerum heiminn að einum stað. - John Lennon
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun