Fjórar vikur frá rýmingu: Enn óvíst hvenær fólk flytur heim Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 11:51 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar Fjórar vikur eru síðan Grindavíkurbær var rýmdur. Einhverjir bæjarbúar vilja komast heim en bæjarstjórinn segir það enn ekki vera orðið fullkomlega öruggt. Í gær voru fjórar vikur síðan Grindavíkurbær var rýmdur vegna eldgosahættu á svæðinu. Síðan þá hefur skjálftum á svæðinu fækkað gríðarlega og minni líkur á að kvika komi skyndilega upp á land líkt og mikil hætta var á. Reglurnar eru nú þannig að Grindvíkingar fá að vera í bænum frá klukkan sjö á morgnanna til fimm á daginn. Nokkrir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við vilja þó fá að komast heim ótímabundið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir flesta þó ekki taka neina áhættu. „Það eru örugglega lang flestir Grindvíkingar sem vilja fara heim þegar það er talið óhætt fyrir þá að fara heim. Það er meðvitað hjá langflestum að það verður ekki gert fyrr en að öryggi sé gætt eins og hægt er,“ segir Fannar. Síðustu daga hefur verið unnið að því að fylla í sprungur sem hafa myndast í bænum. Fannar segir að það verkefni gangi vel. „Langstærsta verkefnið er um miðbik bæjarins þar sem er stór og mikill skurður sem verið er að leggja nýja fráveitulögn í. Það er gert ráð fyrir því að eftir viku verði þeim framkvæmdum væntanlega lokið. Veðráttan vinnur mjög með okkur í þessu efni. Svo eru smá viðgerðir hér og þar sem verið er að vinna í jöfnum höndum,“ segir Fannar. Hann bendir á að á meðan sprungurnar séu á svæðinu, og enn nýjar sprungur að myndast, sé ekki fullkomlega öruggt fyrir íbúa að vera á svæðinu. „Það veit enginn um framtíðina en það er heldur ekki hægt að svara því til hvenær það verður talið óhætt að fara inn í bæinn. Alls ekki víst hvenær hægt er að fara að gista. Það er allt gert með öryggi íbúanna í huga hvenær talið verður óhætt að ganga skrefinu lengra í því efni. Það er mikið verið að tala um jólin í þessu sambandi og það er of snemmt að svara því. Það er enn landris við Svartsengi og menn bíða eftir því hvað gerist í næstu viku,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Í gær voru fjórar vikur síðan Grindavíkurbær var rýmdur vegna eldgosahættu á svæðinu. Síðan þá hefur skjálftum á svæðinu fækkað gríðarlega og minni líkur á að kvika komi skyndilega upp á land líkt og mikil hætta var á. Reglurnar eru nú þannig að Grindvíkingar fá að vera í bænum frá klukkan sjö á morgnanna til fimm á daginn. Nokkrir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við vilja þó fá að komast heim ótímabundið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir flesta þó ekki taka neina áhættu. „Það eru örugglega lang flestir Grindvíkingar sem vilja fara heim þegar það er talið óhætt fyrir þá að fara heim. Það er meðvitað hjá langflestum að það verður ekki gert fyrr en að öryggi sé gætt eins og hægt er,“ segir Fannar. Síðustu daga hefur verið unnið að því að fylla í sprungur sem hafa myndast í bænum. Fannar segir að það verkefni gangi vel. „Langstærsta verkefnið er um miðbik bæjarins þar sem er stór og mikill skurður sem verið er að leggja nýja fráveitulögn í. Það er gert ráð fyrir því að eftir viku verði þeim framkvæmdum væntanlega lokið. Veðráttan vinnur mjög með okkur í þessu efni. Svo eru smá viðgerðir hér og þar sem verið er að vinna í jöfnum höndum,“ segir Fannar. Hann bendir á að á meðan sprungurnar séu á svæðinu, og enn nýjar sprungur að myndast, sé ekki fullkomlega öruggt fyrir íbúa að vera á svæðinu. „Það veit enginn um framtíðina en það er heldur ekki hægt að svara því til hvenær það verður talið óhætt að fara inn í bæinn. Alls ekki víst hvenær hægt er að fara að gista. Það er allt gert með öryggi íbúanna í huga hvenær talið verður óhætt að ganga skrefinu lengra í því efni. Það er mikið verið að tala um jólin í þessu sambandi og það er of snemmt að svara því. Það er enn landris við Svartsengi og menn bíða eftir því hvað gerist í næstu viku,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira