Af hverju háir skattar og rándýr framtíðarstrætó? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 6. desember 2023 07:30 Ég tek gjarnan á móti ungmennum sem vilja heimsækja vinnustaðinn minn, Alþingi. Þessar heimsóknir eru hreinlega með því skemmtilegra sem ég geri. Nýlega tókum við kollegi minn á móti ungmennaráði. Ungmennaráð eru frábær vettvangur fyrir ungt fólk til að hafa áhrif á samfélagið. Samtalið við ungmennin var venju samkvæmt líflegt og hressandi og spurningarnar sem þau beindu til okkar að þessu sinni voru sérstaklega góðar og beinskeyttar. Af hverju borgum við svona háa skatta? Af hverju er ekki hægt að lækka skatta og fara bara betur með peninginn? Af hverju þurfum við að borga skatta en megum svo ekki kjósa? Hvað getur Alþingi gert í leikskólamálum? Og af hverju er verið að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta strætó núna og gera hann bara gjaldfrjálsan? Ungt fólk hefur oft skýra hugsun og viðhorf og kemur með fersk sjónarmið að borðinu. Ungt fólk sættir sig líka síður við loðin svör og útúrsnúninga – það vill skýr svör við skýrum spurningum. Við borgum alltof háa skatta og ættum að fara betur með peninginn sem við heimtum af skattgreiðendum. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta og beitt sér fyrir skynsamlegri forgangsröðun almannafjár þótt alltaf megi þar gera betur. Við ættum að treysta ungu fólki betur og fólk getur tekið þátt í prófkjörum á vegum Sjálfstæðisflokksins frá 15 ára aldri. Alþingi hefur nýlega lengt rétt foreldra til fæðingarorlofs. En sum sveitarfélög mættu gera betur þegar kemur að dagvistunarmálum. Ég hef m.a. tekið þau mál upp í þinginu. Mér er það síðan óskiljanlegt hvers vegna við ætlum að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta kerfið sem við höfum nú þegar og sárafáir nota, en það er svo efni í lengri pistil en þennan. Ungir sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður og slík frumvörp eru lögð reglulega fram á Alþingi. Ég hef nú lagt fram frumvarp með annarri nálgun, sem sé um að einstaklingar byrji ekki að greiða tekjuskatt af launatekjum fyrr en við 18 ára aldur. Við bindum kosningarétt við þann aldur og þar með tækifærið til þess að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru, svo sem í skattamálum. Af hverju eiga ungmenni annars að þurfa borga skatta, en ekki kjósa? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skattar og tollar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég tek gjarnan á móti ungmennum sem vilja heimsækja vinnustaðinn minn, Alþingi. Þessar heimsóknir eru hreinlega með því skemmtilegra sem ég geri. Nýlega tókum við kollegi minn á móti ungmennaráði. Ungmennaráð eru frábær vettvangur fyrir ungt fólk til að hafa áhrif á samfélagið. Samtalið við ungmennin var venju samkvæmt líflegt og hressandi og spurningarnar sem þau beindu til okkar að þessu sinni voru sérstaklega góðar og beinskeyttar. Af hverju borgum við svona háa skatta? Af hverju er ekki hægt að lækka skatta og fara bara betur með peninginn? Af hverju þurfum við að borga skatta en megum svo ekki kjósa? Hvað getur Alþingi gert í leikskólamálum? Og af hverju er verið að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta strætó núna og gera hann bara gjaldfrjálsan? Ungt fólk hefur oft skýra hugsun og viðhorf og kemur með fersk sjónarmið að borðinu. Ungt fólk sættir sig líka síður við loðin svör og útúrsnúninga – það vill skýr svör við skýrum spurningum. Við borgum alltof háa skatta og ættum að fara betur með peninginn sem við heimtum af skattgreiðendum. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta og beitt sér fyrir skynsamlegri forgangsröðun almannafjár þótt alltaf megi þar gera betur. Við ættum að treysta ungu fólki betur og fólk getur tekið þátt í prófkjörum á vegum Sjálfstæðisflokksins frá 15 ára aldri. Alþingi hefur nýlega lengt rétt foreldra til fæðingarorlofs. En sum sveitarfélög mættu gera betur þegar kemur að dagvistunarmálum. Ég hef m.a. tekið þau mál upp í þinginu. Mér er það síðan óskiljanlegt hvers vegna við ætlum að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta kerfið sem við höfum nú þegar og sárafáir nota, en það er svo efni í lengri pistil en þennan. Ungir sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður og slík frumvörp eru lögð reglulega fram á Alþingi. Ég hef nú lagt fram frumvarp með annarri nálgun, sem sé um að einstaklingar byrji ekki að greiða tekjuskatt af launatekjum fyrr en við 18 ára aldur. Við bindum kosningarétt við þann aldur og þar með tækifærið til þess að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru, svo sem í skattamálum. Af hverju eiga ungmenni annars að þurfa borga skatta, en ekki kjósa? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun