Dæmd fyrir að þiggja styrk fyrir bíl sem hún keypti aldrei Árni Sæberg skrifar 4. desember 2023 13:17 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Fertug kona hefur verið dæmd til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik, með því að hafa þegið styrk fyrir bíl sem hún keypti ekki. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að konunni hafi verið gefið að sök að hafa í júní árið 2020 sótt um styrk til bifreiðakaupa frá ótilgreindri stofnun eða fyrirtæki að fjárhæð 360 þúsund krónur, og lagt fram kaupsamning að bifreið með umsókninni. Styrkurinn hafi verið greiddur út tveimur dögum seinna án þess að kaupverð bifreiðarinnar væri nokkru sinni greitt og afhending bifreiðarinnar því aldrei farið fram. Konan hafi haldið eftir, í eigin þágu, styrknum til kaupanna. Hætti við að halda uppi vörnum Í dóminum segir að í fyrirkalli, sem var birt konunni í ágúst síðastliðnum, hafi verið tekið fram að sækti hún ekki þing mætti hún búast við því að fjarvist hennar yrði metin til jafns við það að hún viðurkenndi að hafa framið brot þau sem hún væri ákærð fyrir og að dómur yrði lagður á málið að henni fjarstaddri. Hún hafi ekki sótt þing við þingfestingu málsins en að mætt hafi verið fyrir hönd lögmanns og upplýst um að konan hefði óskað eftir því að hann yrði skipaður verjandi hennar, sem hafi og verið gert. Málinu hafi því verið frestað til fyrirtöku með konunni og verjanda hennar til 22. nóvember síðastliðins. Við þá fyrirtöku málsins hafi hvorki konan né verjandi hennar sótt þing. Verjandinn hefði haft samband við dóminn fyrir þinghaldið og upplýst um það að konan hugðist hvorki ætla að mæta til þinghaldsins né taka til varnar í málinu. Verjandinn hafi gert kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Rauf skilorð Þá segir í dóminum að talið hafi verið sannað, með vísan til ofanritaðs og gagna málsins að öðru leyti, að konan hafi framið þá háttsemi sem ákært var vegna og brot hennar rétt heimfært til refsiákvæða í ákærunni. Samkvæmt sakarvottorði hennar hafi henni verið gert að sæta þriggja mánaða fangelsi árið 2020, skilorðsbundið í tvö ár vegna auðgunarbrots. Þá hafi tveggja mánaða skilorðsdómi frá árinu 2019 verið dæmdur upp og konunni gerð refsing í einu lagi. Með broti sínu sem hér um ræðir hafi konan rofið framangreint skilorð og henni því gerð refsing fyrir bæði málin í einu lagi. Með vísan til framangreinds þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skyldi fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún skuli falla niður að liðnum tveimur árum. Þá bæri að dæma konuna til til að greiða allan sakarkostnað málsins, sem einskorðist við þóknun skipaðs verjanda hennar fyrir dómi, sem þætti hæfilega ákveðin með hliðsjón af eðli og umfangi málsins 150.660 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að konunni hafi verið gefið að sök að hafa í júní árið 2020 sótt um styrk til bifreiðakaupa frá ótilgreindri stofnun eða fyrirtæki að fjárhæð 360 þúsund krónur, og lagt fram kaupsamning að bifreið með umsókninni. Styrkurinn hafi verið greiddur út tveimur dögum seinna án þess að kaupverð bifreiðarinnar væri nokkru sinni greitt og afhending bifreiðarinnar því aldrei farið fram. Konan hafi haldið eftir, í eigin þágu, styrknum til kaupanna. Hætti við að halda uppi vörnum Í dóminum segir að í fyrirkalli, sem var birt konunni í ágúst síðastliðnum, hafi verið tekið fram að sækti hún ekki þing mætti hún búast við því að fjarvist hennar yrði metin til jafns við það að hún viðurkenndi að hafa framið brot þau sem hún væri ákærð fyrir og að dómur yrði lagður á málið að henni fjarstaddri. Hún hafi ekki sótt þing við þingfestingu málsins en að mætt hafi verið fyrir hönd lögmanns og upplýst um að konan hefði óskað eftir því að hann yrði skipaður verjandi hennar, sem hafi og verið gert. Málinu hafi því verið frestað til fyrirtöku með konunni og verjanda hennar til 22. nóvember síðastliðins. Við þá fyrirtöku málsins hafi hvorki konan né verjandi hennar sótt þing. Verjandinn hefði haft samband við dóminn fyrir þinghaldið og upplýst um það að konan hugðist hvorki ætla að mæta til þinghaldsins né taka til varnar í málinu. Verjandinn hafi gert kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Rauf skilorð Þá segir í dóminum að talið hafi verið sannað, með vísan til ofanritaðs og gagna málsins að öðru leyti, að konan hafi framið þá háttsemi sem ákært var vegna og brot hennar rétt heimfært til refsiákvæða í ákærunni. Samkvæmt sakarvottorði hennar hafi henni verið gert að sæta þriggja mánaða fangelsi árið 2020, skilorðsbundið í tvö ár vegna auðgunarbrots. Þá hafi tveggja mánaða skilorðsdómi frá árinu 2019 verið dæmdur upp og konunni gerð refsing í einu lagi. Með broti sínu sem hér um ræðir hafi konan rofið framangreint skilorð og henni því gerð refsing fyrir bæði málin í einu lagi. Með vísan til framangreinds þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skyldi fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún skuli falla niður að liðnum tveimur árum. Þá bæri að dæma konuna til til að greiða allan sakarkostnað málsins, sem einskorðist við þóknun skipaðs verjanda hennar fyrir dómi, sem þætti hæfilega ákveðin með hliðsjón af eðli og umfangi málsins 150.660 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira