Vissi síðast af Eddu Björk á flugvellinum í Kaupmannahöfn Vésteinn Örn Pétursson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. desember 2023 15:50 Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar. Vísir/Ívar Fannar Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var framseld til Noregs í gær, hefur ekkert heyrt frá henni frá framsalinu. Hún segir mikilvægt að hlustað verði á syni Eddu í forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. „Ég hef ekkert heyrt í henni. Ég hef heyrt af henni. Hún sást á flugvellinum í Kaupmannahöfn á leiðinni í tengiflug. Ég veit að hún ber sig vel og það hjálpar okkur að halda áfram í þessari baráttu,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar. Þið vitið ekkert hvar hún er stödd akkúrat núna? „Við gerum ráð fyrir því að hún sé mætt til Noregs. Auðvitað vissum við að þetta myndi gerast og þetta gerðist dálítið hratt. Það sem við vildum var að þessi úrskurður Landsréttar kæmi, hann kemur auðvitað á sama tíma eða rétt eftir að þeir sækja hana. Alla vega fékk málið að klára sinn gang hérna heima,“ segir Ragnheiður og vísar til þess að Landsréttur var ekki búinn að taka afstöðu til úrskurðar héraðsdóms um að verða við framsalsbeiðni norskra stjórnvalda þegar Edda var sótt í fangelsið á Hólmsheiði. Rétturinn staðfesti þó úrskurðinn áður en Edda var færð úr landi. Edda er komin með lögmann úti í Noregi, sem fjölskyldan hefur verið í sambandi við. „Við heyrðum frá honum í morgun og vissum þa að hann var ekki búinn að heyra frá henni. Hann er tilbúinn um leið og hann fær að vita af henni og hann er byrjaður að vinna í málinu.“ Veit úr hverju systir sín er gerð Ragnheiður segir óvissu um hvar Edda er stödd, og um framhaldið, vera erfiða. „En ég þekki systur mína og veit úr hverju hún er gerð. Ef einhver getur þolað þetta þá er það hún. Hún mun gera sitt besta til þess að halda áfram. Hún treystir á okkur, fólkið hennar, til að halda hennar slag áfram. Það gerum við, það kemur maður í manns stað.“ Norsk yfirvöld hafi brugðist í málinu. „Þannig okkar slagur veðrur líka sá að norsk yfirvöld fái að finna fyrir því að maður getur ekki gert svona við móður sem hefur aldrei gert neitt af sér og börn sem hafa aldrei gert neitt til að eiga þessa meðferð skilið.“ Ekki hafi verið hlustað á ákall drengjanna þriggja sem forræðisdeilan hverfist um, sem vilji búa á Íslandi með móður sinni. „Á það var ekki hlustað. Það var reynt að þvinga [þá] til að gera eitthvað sem [þeir] vildu ekki gera og við getum ekki sætt okkur við það.“ Drengirnir eru enn hér á Íslandi, en það er faðir þeirra einnig. Lögmaður hans hefur sagt mikilvægt að drengirnir finnist sem fyrst, og að fólk sem er með þá í sinni umsjón gerist brotlegt við hegningarlög og geti því átt von á kæru. Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Danmörk Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00 Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
„Ég hef ekkert heyrt í henni. Ég hef heyrt af henni. Hún sást á flugvellinum í Kaupmannahöfn á leiðinni í tengiflug. Ég veit að hún ber sig vel og það hjálpar okkur að halda áfram í þessari baráttu,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar. Þið vitið ekkert hvar hún er stödd akkúrat núna? „Við gerum ráð fyrir því að hún sé mætt til Noregs. Auðvitað vissum við að þetta myndi gerast og þetta gerðist dálítið hratt. Það sem við vildum var að þessi úrskurður Landsréttar kæmi, hann kemur auðvitað á sama tíma eða rétt eftir að þeir sækja hana. Alla vega fékk málið að klára sinn gang hérna heima,“ segir Ragnheiður og vísar til þess að Landsréttur var ekki búinn að taka afstöðu til úrskurðar héraðsdóms um að verða við framsalsbeiðni norskra stjórnvalda þegar Edda var sótt í fangelsið á Hólmsheiði. Rétturinn staðfesti þó úrskurðinn áður en Edda var færð úr landi. Edda er komin með lögmann úti í Noregi, sem fjölskyldan hefur verið í sambandi við. „Við heyrðum frá honum í morgun og vissum þa að hann var ekki búinn að heyra frá henni. Hann er tilbúinn um leið og hann fær að vita af henni og hann er byrjaður að vinna í málinu.“ Veit úr hverju systir sín er gerð Ragnheiður segir óvissu um hvar Edda er stödd, og um framhaldið, vera erfiða. „En ég þekki systur mína og veit úr hverju hún er gerð. Ef einhver getur þolað þetta þá er það hún. Hún mun gera sitt besta til þess að halda áfram. Hún treystir á okkur, fólkið hennar, til að halda hennar slag áfram. Það gerum við, það kemur maður í manns stað.“ Norsk yfirvöld hafi brugðist í málinu. „Þannig okkar slagur veðrur líka sá að norsk yfirvöld fái að finna fyrir því að maður getur ekki gert svona við móður sem hefur aldrei gert neitt af sér og börn sem hafa aldrei gert neitt til að eiga þessa meðferð skilið.“ Ekki hafi verið hlustað á ákall drengjanna þriggja sem forræðisdeilan hverfist um, sem vilji búa á Íslandi með móður sinni. „Á það var ekki hlustað. Það var reynt að þvinga [þá] til að gera eitthvað sem [þeir] vildu ekki gera og við getum ekki sætt okkur við það.“ Drengirnir eru enn hér á Íslandi, en það er faðir þeirra einnig. Lögmaður hans hefur sagt mikilvægt að drengirnir finnist sem fyrst, og að fólk sem er með þá í sinni umsjón gerist brotlegt við hegningarlög og geti því átt von á kæru.
Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Danmörk Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00 Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28
Edda Björk farin úr landi Edda Björk Arnardóttir var framseld til Noregs seinni partinn í dag. Hún hefur verið sökuð um að hafa flutt börn sín í leyfisleysi frá Noregi til Íslands á síðasta ári. 1. desember 2023 18:00
Segir allar ákvarðanir í máli Eddu Bjarkar samkvæmt lögum Landsréttur hefur staðfest úrskurð um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar Arnardóttur. Dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu að ráðherra og ráðuneyti hennar hafi enga að komu að málinu. Ríkissaksóknari hafi tekið allar ákvarðanir í málinu og að þær séu allar samkvæmt lögum. 1. desember 2023 15:10