Segist vongóður um „fordæmalausa niðurstöðu“ Cop28 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2023 07:23 Næstu dagar munu leiða í ljós hvort innistæða er fyrir bjartsýni Al Jaber. Getty/Bryan Bedder „Fordæmalaus niðurstaða“ sem myndi halda lífi í voninni um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður er innan seilingar, segir maðurinn sem fer fyrir samningaviðræðum um aðgerðir í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna Cop28 sem hefst í Dubai í vikunni. Mikilvægur árangur er sagður hafa náðst í viðræðum í aðdraganda fundarins, þar sem ríki heims hafa meðal ananrs samþykkt drög að sjóði fyrir þau ríki sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum. Al Jaber segir í samtali við Guardian að möguleiki sé á því að samkomulag náist um afgerandi aðgerðir til að draga verulega úr losun fyrir 2030. Hann segist nokkuð bjartsýnn og að sá meðbyr sem hann hafi fundið fyrir gefi von um fordæmalausa niðurstöðu. Markmið hans sé að koma ríkjum heims aftur á þá braut að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu. Fundarhöld í Dubai hefjast á morgun og von er á yfir 70.000 sendifulltrúum frá 198 ríkjum. Sú ákvörðun að tilnefna Al Jaber til að fara fyrir viðræðum hefur sætt nokkurri gagnrýni en hann er einnig framkvæmdastjóri Adnoc, olíufélags Sameinuðu arabísku furstadæmana. Al Jaber hefur hins vegar sagt að starfa sinna vegna sé hann í lykilstöðu til að ná til annarra olíuríkja, til að mynda Sádi Arabíu. Al Jaber segir í samtalinu við Guardian að yfirvöld í Sádi Arabíu hafi verið samstarfsfús og að þau hafi komið að borðinu með metnað til þess að ná árangri. Hann viðurkenndi hins vegar að menn deildu enn um fýsileika þess að hætta smám saman alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar greint var frá því að samkvæmt skjölum sem var lekið ætluðu stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að notfæra sér Cop28 til að tala fyrir olíusamningum. Al Jaber segir þátttöku hagsmunaaðila í olíuiðnaðinum hins vegar nauðsynlega og bendir á skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þar sem segir að allir aðilar verði að koma að lausn mála. Hér má finna umfjöllun Guardian. Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Mikilvægur árangur er sagður hafa náðst í viðræðum í aðdraganda fundarins, þar sem ríki heims hafa meðal ananrs samþykkt drög að sjóði fyrir þau ríki sem eru viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum. Al Jaber segir í samtali við Guardian að möguleiki sé á því að samkomulag náist um afgerandi aðgerðir til að draga verulega úr losun fyrir 2030. Hann segist nokkuð bjartsýnn og að sá meðbyr sem hann hafi fundið fyrir gefi von um fordæmalausa niðurstöðu. Markmið hans sé að koma ríkjum heims aftur á þá braut að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu. Fundarhöld í Dubai hefjast á morgun og von er á yfir 70.000 sendifulltrúum frá 198 ríkjum. Sú ákvörðun að tilnefna Al Jaber til að fara fyrir viðræðum hefur sætt nokkurri gagnrýni en hann er einnig framkvæmdastjóri Adnoc, olíufélags Sameinuðu arabísku furstadæmana. Al Jaber hefur hins vegar sagt að starfa sinna vegna sé hann í lykilstöðu til að ná til annarra olíuríkja, til að mynda Sádi Arabíu. Al Jaber segir í samtalinu við Guardian að yfirvöld í Sádi Arabíu hafi verið samstarfsfús og að þau hafi komið að borðinu með metnað til þess að ná árangri. Hann viðurkenndi hins vegar að menn deildu enn um fýsileika þess að hætta smám saman alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar greint var frá því að samkvæmt skjölum sem var lekið ætluðu stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að notfæra sér Cop28 til að tala fyrir olíusamningum. Al Jaber segir þátttöku hagsmunaaðila í olíuiðnaðinum hins vegar nauðsynlega og bendir á skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar þar sem segir að allir aðilar verði að koma að lausn mála. Hér má finna umfjöllun Guardian.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira