Vallarstjóranum kennt um tap í lykilleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 13:00 Það hefur verið mjög kalt í Noregu síðustu daga og það er að gera vallarstjórum erfitt fyrir nú þegar liðin eru að keppa um laus sæti í efstu deild. Getty Það eru ekki aðeins krefjandi aðstæður í Laugardalnum þegar kemur að því að halda fótboltavöllum spilhæfum inn í veturinn. Úrslitakeppnin í norska fótboltanum hófst um helgina en þar er verið að keppa um laust sæti í efstu deild. Fyrsti leikurinn fór þó aldrei fram vegna slæmra vallaraðstæðna. Start átti þá að fá Bryne í heimsókn en leikurinn komst í heimsfréttirnar í síðustu viku eftir að Erling Haaland, framherji Manchester City, bauðst til að borga ferðakostnaðinn fyrir stuðningsmenn æskufélagsins síns Bryne. Bryne-leder til VG: Bryne tilkjent seier etter Start-tabbe https://t.co/XGdnkLZfSw— VG Sporten (@vgsporten) November 26, 2023 Þegar á hólminn var komið á laugardaginn þá var ekki hægt að spila á vellinum í Start og leiknum því aflýst. Norska knattspyrnusambandið ákvað síðan að ábyrgðin lægi hjá Start og dæmdi því Bryne sigurinn. Ástæðan er að vallarstjórinn hjá Start gerði ekki nauðsynlegar ráðstafanir til að hafa völlinn í leikhæfu ástandi. Það eru vissulega erfiðar vetraraðstæður í Noregi en tapið skrifast samt á vallarstjórann. Næst á dagskrá hjá Bryne liðinu er leikur í undanúrslitunum á móti Kristiansund en leikurinn á að fara á heimavelli Kristiansund. Vegna kuldans í Noregi og vandamála með upphitun vallarins í Kristiansund þá lítur út fyrir að leikurinn verði færður til Ålesund. Lokaákvörðun verður tekin í kvöld. Vallarstjórinn í Kristiansund hefur verið að reyna að salta völlinn en þótt að hitakerfi sé undir vellinum þá er það eitthvað bilað á hluta vallarins. Tidens Krav: Kristiansund kjemper mot kulden kvalifiseringskamp til Eliteserien kan bli flyttet https://t.co/QmHDssm1eg— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) November 27, 2023 Norski boltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Úrslitakeppnin í norska fótboltanum hófst um helgina en þar er verið að keppa um laust sæti í efstu deild. Fyrsti leikurinn fór þó aldrei fram vegna slæmra vallaraðstæðna. Start átti þá að fá Bryne í heimsókn en leikurinn komst í heimsfréttirnar í síðustu viku eftir að Erling Haaland, framherji Manchester City, bauðst til að borga ferðakostnaðinn fyrir stuðningsmenn æskufélagsins síns Bryne. Bryne-leder til VG: Bryne tilkjent seier etter Start-tabbe https://t.co/XGdnkLZfSw— VG Sporten (@vgsporten) November 26, 2023 Þegar á hólminn var komið á laugardaginn þá var ekki hægt að spila á vellinum í Start og leiknum því aflýst. Norska knattspyrnusambandið ákvað síðan að ábyrgðin lægi hjá Start og dæmdi því Bryne sigurinn. Ástæðan er að vallarstjórinn hjá Start gerði ekki nauðsynlegar ráðstafanir til að hafa völlinn í leikhæfu ástandi. Það eru vissulega erfiðar vetraraðstæður í Noregi en tapið skrifast samt á vallarstjórann. Næst á dagskrá hjá Bryne liðinu er leikur í undanúrslitunum á móti Kristiansund en leikurinn á að fara á heimavelli Kristiansund. Vegna kuldans í Noregi og vandamála með upphitun vallarins í Kristiansund þá lítur út fyrir að leikurinn verði færður til Ålesund. Lokaákvörðun verður tekin í kvöld. Vallarstjórinn í Kristiansund hefur verið að reyna að salta völlinn en þótt að hitakerfi sé undir vellinum þá er það eitthvað bilað á hluta vallarins. Tidens Krav: Kristiansund kjemper mot kulden kvalifiseringskamp til Eliteserien kan bli flyttet https://t.co/QmHDssm1eg— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) November 27, 2023
Norski boltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira