Áttatíu missa vinnuna hjá Controlant Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 14:40 Guðmundur Árnason, fjármálastjóri Controlant, Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður félagsins, og Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant. Áttatíu misstu vinnuna hjá Controlant í hópuppsögn í morgun. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins það sem af er degi. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Controlant hafi tryggt sér 80 milljóna dala fjármögnun, sem samsvarar um 11 milljörðum íslenskra króna, til að styðja við áframhaldandi vöruþróun og markaðssókn. „Um er að ræða $40 milljóna fjármögnun sem leidd var af Gildi-lífeyrissjóði með þátttöku annarra lífeyrissjóða ásamt einkafjárfestum og núverandi hluthöfum. Fjármögnunin kemur til viðbótar við $40 milljóna lánsfjármögnun frá breska sjóðinum Apax Credit, sem lokið var í september síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá Controlant. Samdráttur í Covid-verkefnum ástæða uppsagna Þá segir að uppsagnirnar megi rekja til Covid-tengdra verkefna, sem hafi verið stór hluti starfseminnar undanfarin ár. Verkefni vegna dreifingar bóluefna í heimsfaraldrinum hafi krafist mikils mannafla og nú verið samdráttur í því. Þess vegna þurfi að leggja niður 80 störf, þvert á deildir og starfsstöðvar. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hafa starfsmenn hjá Controlant verið boðaðir á fund hver á fætur öðrum í morgun og þeim sagt upp störfum. Einn starfsamanna, sem hefur verið sagt upp, segir í samtali við fréttastofu að uppsögnin hafi komið mjög flatt upp á hann, enda hafi hann fyrir helgi fundað með yfirmanni sínum um framtíð í starfi og næstu skref. Heimildir fréttastofu herma að mikil ringulreið hafi skapast í höfuðstöðvum Controlant við Holtasmára 1 um hádegisbil og starfsmenn verið í miklu uppnámi. Ævintýralegur vöxtur Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Samkvæmt frétt Innherja frá því í upphafi árs voru tekjur Controlant á síðustu tveimur ársfjórðungum síðasta árs vel yfir 30 milljónir dala, eða 4,4 milljarða króna, á hvorum fjórðungi fyrir sig. Veltan á síðasta ári jókst um nærri 100 prósent milli ára og var samtals um 130 milljónir dala, eða um 19 milljarðar króna. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og starfa þar nú 450 af 40 þjóðernum. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að Controlant hafi tryggt sér 80 milljóna dala fjármögnun, sem samsvarar um 11 milljörðum íslenskra króna, til að styðja við áframhaldandi vöruþróun og markaðssókn. „Um er að ræða $40 milljóna fjármögnun sem leidd var af Gildi-lífeyrissjóði með þátttöku annarra lífeyrissjóða ásamt einkafjárfestum og núverandi hluthöfum. Fjármögnunin kemur til viðbótar við $40 milljóna lánsfjármögnun frá breska sjóðinum Apax Credit, sem lokið var í september síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá Controlant. Samdráttur í Covid-verkefnum ástæða uppsagna Þá segir að uppsagnirnar megi rekja til Covid-tengdra verkefna, sem hafi verið stór hluti starfseminnar undanfarin ár. Verkefni vegna dreifingar bóluefna í heimsfaraldrinum hafi krafist mikils mannafla og nú verið samdráttur í því. Þess vegna þurfi að leggja niður 80 störf, þvert á deildir og starfsstöðvar. Eins og greint var frá á Vísi í morgun hafa starfsmenn hjá Controlant verið boðaðir á fund hver á fætur öðrum í morgun og þeim sagt upp störfum. Einn starfsamanna, sem hefur verið sagt upp, segir í samtali við fréttastofu að uppsögnin hafi komið mjög flatt upp á hann, enda hafi hann fyrir helgi fundað með yfirmanni sínum um framtíð í starfi og næstu skref. Heimildir fréttastofu herma að mikil ringulreið hafi skapast í höfuðstöðvum Controlant við Holtasmára 1 um hádegisbil og starfsmenn verið í miklu uppnámi. Ævintýralegur vöxtur Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem fór á flug í kórónuveirufaraldrinum. Fyrirtækið gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Samkvæmt frétt Innherja frá því í upphafi árs voru tekjur Controlant á síðustu tveimur ársfjórðungum síðasta árs vel yfir 30 milljónir dala, eða 4,4 milljarða króna, á hvorum fjórðungi fyrir sig. Veltan á síðasta ári jókst um nærri 100 prósent milli ára og var samtals um 130 milljónir dala, eða um 19 milljarðar króna. Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og starfa þar nú 450 af 40 þjóðernum.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fjöldauppsagnir hjá Controlant Að minnsta kosti tíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá Controlant. Þetta herma heimildir fréttastofu. 27. nóvember 2023 12:05