Erum einfaldlega saman á báti Hildur Sverrisdóttir skrifar 23. nóvember 2023 07:00 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og áfram eru vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu. Því miður hafa verðbólguhorfur þó versnað, spennan í þjóðarbúinu reynist meiri og gengi krónunnar lækkað. Verðbólguvæntingar hafa einnig haldist háar og kostnaðarhækkanir haft meiri áhrif á verðbólgu en áður. Auk óvissu vegna efnahagslegra áhrifa í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi benda þessir þættir til þess að mögulega þurfi að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Ekki ómöguleg staða Verðbólguskeiðið núverandi hófst með verðhækkunum sem tengdust framleiðsluhökti vegna heimsfaraldurs Covid og sóttvarnaráðstafana vegna hans. Einnig hafði áhrif hækkun orku-, gas- og hrávöruverðs vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, sem svo ágerðust vegna mikillar eftirspurnar eftir að efnahagsleg áhrif faraldursins runnu sitt skeið. Þrátt fyrir að ástæður þessarar stöðu sé hægt að greina og útskýra gerir það stöðuna ekki minna krefjandi en hún er blessunarlega ekki ómöguleg. Mismunandi hlutverk að sameiginlegu markmiði Til að vinna okkur út úr þessari stöðu hafa allir mismunandi hlutverki að gegna en með sameiginlegt markmið; að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ríkisfjármálin hafa þar helst það hlutverk að ýta ekki undir þenslu í hagkerfinu sem gerist best með temprun á vexti útgjalda, hagræðingu og sífelldri vinnu gegn sóun í ríkisrekstri. Þó þingmönnum finnist alla jafna alltof skemmtilegt að gefa opinbera fjármuni til hins ýmsa má það hreinlega ekki vera lenskan núna. Þingið verður einfaldlega að standa undir sínu hlutverki í þessu verkefni. Það jákvæða er að það á að vera hægt að leysa úr þessari stöðu ef við sameinumst um það. Það hefur hægt á verðhækkunum og forsendur standa til að verðbólga og vextir lækki á nýju ári ef okkur lánast að réttar ákvarðanir verði teknar í sameiningu. Heildarmyndin verði áttavitinn Það er engin ástæða til að gera lítið úr áhrifum vaxta og verðbólgu á fólk, fyrirtæki og heimilin í landinu en þar verður að horfa á heildarmyndina og ákveða aðgerðirnar út frá henni. Með það fyrir augum að laun hafa hækkað mikið og kaupmáttur launa hefur þrátt fyrir allt aukist er til að mynda augljóst að viðlíka launahækkanir núna munu gera erfiða stöðu miklu verri. Hér mun reyna á og hér má ekki missa sjónar af staðreyndum heildarmyndarinnar. Það er verkefnið sem við verðum að vinna saman, bera sömu ábyrgð og ganga saman í sömu átt. Hvort sem það er Seðlabankinn, ríkisstjórnin, Alþingi eða aðilar vinnumarkaðsins.Við erum öll saman á þessum báti og ef við reynum að sigla hvert í sína átt er algjörlega fyrirsjáanlegt að brotsjórinn skelli jafnt á okkur öllum. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kjaramál Verðlag Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað og áfram eru vísbendingar um að tekið sé að hægja á einkaneyslu og fjárfestingu. Því miður hafa verðbólguhorfur þó versnað, spennan í þjóðarbúinu reynist meiri og gengi krónunnar lækkað. Verðbólguvæntingar hafa einnig haldist háar og kostnaðarhækkanir haft meiri áhrif á verðbólgu en áður. Auk óvissu vegna efnahagslegra áhrifa í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi benda þessir þættir til þess að mögulega þurfi að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Ekki ómöguleg staða Verðbólguskeiðið núverandi hófst með verðhækkunum sem tengdust framleiðsluhökti vegna heimsfaraldurs Covid og sóttvarnaráðstafana vegna hans. Einnig hafði áhrif hækkun orku-, gas- og hrávöruverðs vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, sem svo ágerðust vegna mikillar eftirspurnar eftir að efnahagsleg áhrif faraldursins runnu sitt skeið. Þrátt fyrir að ástæður þessarar stöðu sé hægt að greina og útskýra gerir það stöðuna ekki minna krefjandi en hún er blessunarlega ekki ómöguleg. Mismunandi hlutverk að sameiginlegu markmiði Til að vinna okkur út úr þessari stöðu hafa allir mismunandi hlutverki að gegna en með sameiginlegt markmið; að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ríkisfjármálin hafa þar helst það hlutverk að ýta ekki undir þenslu í hagkerfinu sem gerist best með temprun á vexti útgjalda, hagræðingu og sífelldri vinnu gegn sóun í ríkisrekstri. Þó þingmönnum finnist alla jafna alltof skemmtilegt að gefa opinbera fjármuni til hins ýmsa má það hreinlega ekki vera lenskan núna. Þingið verður einfaldlega að standa undir sínu hlutverki í þessu verkefni. Það jákvæða er að það á að vera hægt að leysa úr þessari stöðu ef við sameinumst um það. Það hefur hægt á verðhækkunum og forsendur standa til að verðbólga og vextir lækki á nýju ári ef okkur lánast að réttar ákvarðanir verði teknar í sameiningu. Heildarmyndin verði áttavitinn Það er engin ástæða til að gera lítið úr áhrifum vaxta og verðbólgu á fólk, fyrirtæki og heimilin í landinu en þar verður að horfa á heildarmyndina og ákveða aðgerðirnar út frá henni. Með það fyrir augum að laun hafa hækkað mikið og kaupmáttur launa hefur þrátt fyrir allt aukist er til að mynda augljóst að viðlíka launahækkanir núna munu gera erfiða stöðu miklu verri. Hér mun reyna á og hér má ekki missa sjónar af staðreyndum heildarmyndarinnar. Það er verkefnið sem við verðum að vinna saman, bera sömu ábyrgð og ganga saman í sömu átt. Hvort sem það er Seðlabankinn, ríkisstjórnin, Alþingi eða aðilar vinnumarkaðsins.Við erum öll saman á þessum báti og ef við reynum að sigla hvert í sína átt er algjörlega fyrirsjáanlegt að brotsjórinn skelli jafnt á okkur öllum. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun