Atvinnuleysi í Covid og velvild prests grunnurinn að nýju félagi Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2023 07:00 Piotr Herman, stofnandi, forseti og þjálfari hjá Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar. Vísir/Sigurjón „Við byggðum þetta upp úr engu,“ segir stofnandi Borðtennisfélags Reykjanesbæjar. Félagið sé mikilvægt fyrir innflytjendasamfélagið á Reykjanesskaga og var stofnað vegna aukins atvinnuleysis þegar Covid-faraldurinn geisaði. Félögum í borðtennis hefur fjölgað síðustu misseri en á meðal nýrra félaga er Borðtennisfélag Reykjanesbæjar sem stofnað var árið 2020. Á meðal stofnenda félagsins er hinn pólski Piotr Herman, þjálfari og forseti félagsins. „Félagið okkar var stofnað árið 2020 því eftir Covid voru margir atvinnulausir í Keflavík. Við höfðum ekkert að gera og ég hef alltaf verið íþróttamaður. Svo ég reyndi að finna íþrótt fyrir fólk til að æfa og ein af mínum uppáhaldsíþróttum er borðtennis,“ „Ég heyrði orðróm um að í kirkjunni á Ásbrú væri borðtennisborð. Við töluðum við prestinn og hann leyfði mér og félaga mínum Peter að æfa. Það er kjarninn að félaginu,“ segir Piotr. Piotr ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, forseta BTÍ.Vísir/Sigurjón Forseti Borðtennissambands Íslands fagnar stækkandi flóru félaga í greininni hér á landi og BR eigi fallega sögu að baki. Félagið stækki ört. „Þetta er að mínu viti svolítið öskubuskuævintýri sem byrjaði sem pínulítill innflytjendaklúbbur fyrir velvild prestsins þar en síðan með dyggum stuðningi íþróttafulltrúanna í Reykjanesbæ er nánast með flottasta borðtennishúsnæði landsins í gömlu slökkviliðsmiðstöðinni. Kvennalið BR sem keppir hérna í dag eru þrjár konur, ein frá Póllandi, ein frá Slóvakíu og ein frá Serbíu. Þetta finnst okkur í BTÍ bara geggjað.“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ. „Við erum stolt að hafa skapað þetta sjálf úr engu. Enginn gerði neitt í 30 ár en við útlendingarnir gerðum það,“ segir Piotr. Hefur þetta mikla þýðingu fyrir þig og samfélag innflytjenda í Reykjanesbæ? „Algjörlega. Það er mjög mikilvægt að nú erum við með krakka frá Slóvakíu, Serbíu, hvaðanæva af úr Evrópu og víða annars staðar frá. Ég er mjög stoltur af því sem við höfum afrekað. Við erum ungt félag en höfum gert margt. Við erum auðmjúk og viljum auðvitað bæta okkur. Það gleður mig mjög að margir styðja okkur, þar á meðal BTÍ. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Piotr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Borðtennis Tengdar fréttir Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Félögum í borðtennis hefur fjölgað síðustu misseri en á meðal nýrra félaga er Borðtennisfélag Reykjanesbæjar sem stofnað var árið 2020. Á meðal stofnenda félagsins er hinn pólski Piotr Herman, þjálfari og forseti félagsins. „Félagið okkar var stofnað árið 2020 því eftir Covid voru margir atvinnulausir í Keflavík. Við höfðum ekkert að gera og ég hef alltaf verið íþróttamaður. Svo ég reyndi að finna íþrótt fyrir fólk til að æfa og ein af mínum uppáhaldsíþróttum er borðtennis,“ „Ég heyrði orðróm um að í kirkjunni á Ásbrú væri borðtennisborð. Við töluðum við prestinn og hann leyfði mér og félaga mínum Peter að æfa. Það er kjarninn að félaginu,“ segir Piotr. Piotr ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, forseta BTÍ.Vísir/Sigurjón Forseti Borðtennissambands Íslands fagnar stækkandi flóru félaga í greininni hér á landi og BR eigi fallega sögu að baki. Félagið stækki ört. „Þetta er að mínu viti svolítið öskubuskuævintýri sem byrjaði sem pínulítill innflytjendaklúbbur fyrir velvild prestsins þar en síðan með dyggum stuðningi íþróttafulltrúanna í Reykjanesbæ er nánast með flottasta borðtennishúsnæði landsins í gömlu slökkviliðsmiðstöðinni. Kvennalið BR sem keppir hérna í dag eru þrjár konur, ein frá Póllandi, ein frá Slóvakíu og ein frá Serbíu. Þetta finnst okkur í BTÍ bara geggjað.“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ. „Við erum stolt að hafa skapað þetta sjálf úr engu. Enginn gerði neitt í 30 ár en við útlendingarnir gerðum það,“ segir Piotr. Hefur þetta mikla þýðingu fyrir þig og samfélag innflytjenda í Reykjanesbæ? „Algjörlega. Það er mjög mikilvægt að nú erum við með krakka frá Slóvakíu, Serbíu, hvaðanæva af úr Evrópu og víða annars staðar frá. Ég er mjög stoltur af því sem við höfum afrekað. Við erum ungt félag en höfum gert margt. Við erum auðmjúk og viljum auðvitað bæta okkur. Það gleður mig mjög að margir styðja okkur, þar á meðal BTÍ. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Piotr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Borðtennis Tengdar fréttir Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46 Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46