Ósáttur við skráningu Byko eftir greiðslu með reiðufé Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2023 10:48 Ekki kemur fram úrskurði Persónuverndar í hvaða verslun Byko viðskiptavinurinn mætti. Á myndinnni má sjá verslun Byko í Breiddinni. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að byggingarvörufyrirtækinu Byko hafi verið heimilt að krefja viðskiptavin sinn um kennitölu og framvísun persónuskilríkja þegar hann ætlaði að greiða fyrir vörur með reiðufé. Viðskiptavinurinn kvartaði til Persónuverndar í september í fyrra eftir að hafa verið krafinn um að framvísa persónuskilríkjum og kennitölu til skráningar þegar hann ætlaði að kaupa vörur fyrir rúmlega 115 þúsund krónur. Viðskiptavinurinn taldi engar lagaheimildir hjá Byko fyrir vinnslunni og þeirri verklagsreglu Byko að biðja viðskiptavini um skilríki þegar þeir versluðu með reiðufé fyrir meira en fimmtíu þúsund krónur. Hann vísaði til þess að tekið væri sérstaklega fram í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, þeirri grein sem Byko byggi vinnslu sína á, að ákvæðið eigi við um fyrirtæki og fólk sem greiði yfir tíu þúsund evrur, vel á aðra milljón króna. Mun hærri upphæð en hann hafi ætlað að versla fyrir. Þá hafi hann ekki átt í viðskiptasambandi við Byko heldur hafi verið um einstaklingsviðskipti að ræða. Byggingariðnaður tengdur skipulagðri brotastarfsemi Byko vísaði í lögin um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun fyrirtækja. Fyrirtækið væri skilgreint sem umfangsmikið á íslenskum byggingavörumarkaði og tilkynningarskyldur aðili. Slíkum aðila beri að vinna áhættumat á starfsemi sinni, samningssamböndum og einstaka viðskiptum. Þá hafi stjórnvöld sérstaklega fjallað um viðskipti með reiðufé í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þá hafi verið miðað við kaup á vöru og þjónustu fyrir þrjú hundruð þúsund krónur. Byko byggði einnig á því að byggingariðnaður hefði löngum verið álitinn áhættusamur með tilliti til skipulagðrar brotastarfsemi, svartrar atvinnustarfsemi og annars konar ólöglegs athæfis. Umfang reiðufjárviðskipta hafi verið mikið í byggingavöruverslunum og hjá fyrirtækjum í mannvirkjagerð samanborið við aðra geira atvinnulífsins. Það hafi því verið niðurstaða áhættumats hjá Byko að herða reglur um móttöku reiðufjár til að koma í veg fyrir að fyrirtækið væri notað sem vettvangur fyrir peningaþvætti. Byko hafi ákveðið að krefjast auðkenningar þegar fólk borgi fyrir vörur með meira en fimmtíu þúsund krónum í reiðufé. Þannig geti fyrirtækið tryggt rekjanleika stærri viðskipta um leið og meðalhófs væri gætt gagnvart viðskiptavinum enda feli langflest viðskipti með reiðufé í sér lægri fjárhæðir en fimmtíu þúsund krónur. Nauðsynlegt til að uppfylla skyldu sína Persónuvernd horfði í úrskurði sínum til markmiðs laganna og þess að Byko væri tilkynningaskyldur aðili. Fyrirtækið þurfi að haga starfsemi sinni og eftirlitskerfum þannig að unnt sé að greina margar lægri færslur sem tengist sama aðila eða sömu viðskiptum. Byko þurfi að fylgjast með reiðufjárviðskiptum viðskiptavina sinna, hvort sem um sé að ræða fólk í viðvarandi viðskiptasambandi eða í einstaka viðskiptum, og tengja saman greiðslur. Það verði ekki gert nema fyrirtækið viti deili á viðskiptavini. Taldi Persónuvernd vinnslu Byko hafa verið nauðsynlega til að uppfylla lagaskyldu sem hvíli á Byko. Skráning á kennitölu viðskiptavinarins hafi átt sér málefnalegan tilgang og verið nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. Byggingariðnaður Persónuvernd Neytendur Verslun Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Viðskiptavinurinn kvartaði til Persónuverndar í september í fyrra eftir að hafa verið krafinn um að framvísa persónuskilríkjum og kennitölu til skráningar þegar hann ætlaði að kaupa vörur fyrir rúmlega 115 þúsund krónur. Viðskiptavinurinn taldi engar lagaheimildir hjá Byko fyrir vinnslunni og þeirri verklagsreglu Byko að biðja viðskiptavini um skilríki þegar þeir versluðu með reiðufé fyrir meira en fimmtíu þúsund krónur. Hann vísaði til þess að tekið væri sérstaklega fram í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, þeirri grein sem Byko byggi vinnslu sína á, að ákvæðið eigi við um fyrirtæki og fólk sem greiði yfir tíu þúsund evrur, vel á aðra milljón króna. Mun hærri upphæð en hann hafi ætlað að versla fyrir. Þá hafi hann ekki átt í viðskiptasambandi við Byko heldur hafi verið um einstaklingsviðskipti að ræða. Byggingariðnaður tengdur skipulagðri brotastarfsemi Byko vísaði í lögin um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun fyrirtækja. Fyrirtækið væri skilgreint sem umfangsmikið á íslenskum byggingavörumarkaði og tilkynningarskyldur aðili. Slíkum aðila beri að vinna áhættumat á starfsemi sinni, samningssamböndum og einstaka viðskiptum. Þá hafi stjórnvöld sérstaklega fjallað um viðskipti með reiðufé í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þá hafi verið miðað við kaup á vöru og þjónustu fyrir þrjú hundruð þúsund krónur. Byko byggði einnig á því að byggingariðnaður hefði löngum verið álitinn áhættusamur með tilliti til skipulagðrar brotastarfsemi, svartrar atvinnustarfsemi og annars konar ólöglegs athæfis. Umfang reiðufjárviðskipta hafi verið mikið í byggingavöruverslunum og hjá fyrirtækjum í mannvirkjagerð samanborið við aðra geira atvinnulífsins. Það hafi því verið niðurstaða áhættumats hjá Byko að herða reglur um móttöku reiðufjár til að koma í veg fyrir að fyrirtækið væri notað sem vettvangur fyrir peningaþvætti. Byko hafi ákveðið að krefjast auðkenningar þegar fólk borgi fyrir vörur með meira en fimmtíu þúsund krónum í reiðufé. Þannig geti fyrirtækið tryggt rekjanleika stærri viðskipta um leið og meðalhófs væri gætt gagnvart viðskiptavinum enda feli langflest viðskipti með reiðufé í sér lægri fjárhæðir en fimmtíu þúsund krónur. Nauðsynlegt til að uppfylla skyldu sína Persónuvernd horfði í úrskurði sínum til markmiðs laganna og þess að Byko væri tilkynningaskyldur aðili. Fyrirtækið þurfi að haga starfsemi sinni og eftirlitskerfum þannig að unnt sé að greina margar lægri færslur sem tengist sama aðila eða sömu viðskiptum. Byko þurfi að fylgjast með reiðufjárviðskiptum viðskiptavina sinna, hvort sem um sé að ræða fólk í viðvarandi viðskiptasambandi eða í einstaka viðskiptum, og tengja saman greiðslur. Það verði ekki gert nema fyrirtækið viti deili á viðskiptavini. Taldi Persónuvernd vinnslu Byko hafa verið nauðsynlega til að uppfylla lagaskyldu sem hvíli á Byko. Skráning á kennitölu viðskiptavinarins hafi átt sér málefnalegan tilgang og verið nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu.
Byggingariðnaður Persónuvernd Neytendur Verslun Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira