Orkulaus ríkisstjórn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 09:54 Frammistaða ríkisstjórnarinnar í orkumálum var nýlega rakin á haustfundi Landsvirkjunar. Þröng staða blasir við heimilum næstu árin þar sem þau eru afgangsstærð í baráttunni um raforku, leyfisveitingaferli nýrra virkjana er komið út í skurð og háleit markmið Íslands í orkuskiptum virðast að engu orðin. Öll spjót standa á ríkisstjórninni þessa dagana vegna hægagangs í baráttunni við loftslagsbreytingar. Sundruð ríkisstjórn hefur á undanförnum árum sýnt að hún getur ekki tekið þær ákvarðanir sem þarf að taka sem aftur birtist í vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda, innflutningsmeti á olíu og stöðnun í uppbyggingu endurnýjanlegrar raforkuvinnslu. Til að bregðast við þessari varhugaverðu stöðu þarf Alþingi að sameinast og búa svo um hnútana að heimilum og smærri fyrirtækjum sé tryggð næg raforka. Það má ekki gerast að hæstbjóðendur ryksugi upp þá litlu raforku sem ekki er bundin í langtímasamningum og ekkert verði eftir handa öðrum bara vegna þess að beðið er eftir nýjum virkjunum. Næsta ríkisstjórn verður að gera það að forgangsmáli að hraða leyfisveitingum og taka ferli rammaáætlunar til endurskoðunar svo hún virki sem skyldi. Gæta þarf þess að næg orka sé til staðar í nýtingarflokki til að knýja orkuskipti og mæta orkueftirspurn framtíðar. Þá ætti að vera markmið stjórnvalda að það taki umtalsvert skemmri tíma fyrir virkjanakosti í nýtingarflokki að fá þau leyfi sem þarf til að geta hafið framkvæmdir. Til viðbótar bíður nýrrar ríkisstjórnar að taka til í málaflokki orkuskipta. Hún mun þurfa að skerpa á óljósum markmiðum í orkuskiptum Íslands og tryggja að fyrir liggi tímasett orkuskiptaáætlun. Kyrrstaðan í orkuskiptum verður ekki rofin með því að eingöngu afla meiri raforku, eins og ráðherrann hefur haldið fram, heldur þarf flutningskerfið að vera traust um allt land og notendur þurfa að sjá hag af því að skipta um orkugjafa. Hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, allt frá rafbíl í Reykjavík til togara á Reyðarfirði. Því þarf að ná fram með efnahagslegum hvötum. Ívilnanir þurfa að vera fyrir hendi og þær ætti að fjármagna með tekjum ríkisins af hærri kolefnisgjöldum og ETS losunarheimildum. Með skýrri hugmyndafræði og fjármögnuðum aðgerðum er sannarlega hægt að ná raunverulegum árangri. Tækifærin blasa við. Vandamál almennings er hins vegar að ríkisstjórnin er langt frá því að geta sameinast um hugmyndafræði og aðgerðir. Þess vegna verður kyrrstaða reyndin þar til ný ríkisstjórn tekur við. Allar stórar ákvarðanir í orkumálum virðast bíða nýrrar ríkisstjórnar sem þarf að standa sameinuð um sýn og aðgerðir og hafa kjarkinn til að taka stórar ákvarðanir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frammistaða ríkisstjórnarinnar í orkumálum var nýlega rakin á haustfundi Landsvirkjunar. Þröng staða blasir við heimilum næstu árin þar sem þau eru afgangsstærð í baráttunni um raforku, leyfisveitingaferli nýrra virkjana er komið út í skurð og háleit markmið Íslands í orkuskiptum virðast að engu orðin. Öll spjót standa á ríkisstjórninni þessa dagana vegna hægagangs í baráttunni við loftslagsbreytingar. Sundruð ríkisstjórn hefur á undanförnum árum sýnt að hún getur ekki tekið þær ákvarðanir sem þarf að taka sem aftur birtist í vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda, innflutningsmeti á olíu og stöðnun í uppbyggingu endurnýjanlegrar raforkuvinnslu. Til að bregðast við þessari varhugaverðu stöðu þarf Alþingi að sameinast og búa svo um hnútana að heimilum og smærri fyrirtækjum sé tryggð næg raforka. Það má ekki gerast að hæstbjóðendur ryksugi upp þá litlu raforku sem ekki er bundin í langtímasamningum og ekkert verði eftir handa öðrum bara vegna þess að beðið er eftir nýjum virkjunum. Næsta ríkisstjórn verður að gera það að forgangsmáli að hraða leyfisveitingum og taka ferli rammaáætlunar til endurskoðunar svo hún virki sem skyldi. Gæta þarf þess að næg orka sé til staðar í nýtingarflokki til að knýja orkuskipti og mæta orkueftirspurn framtíðar. Þá ætti að vera markmið stjórnvalda að það taki umtalsvert skemmri tíma fyrir virkjanakosti í nýtingarflokki að fá þau leyfi sem þarf til að geta hafið framkvæmdir. Til viðbótar bíður nýrrar ríkisstjórnar að taka til í málaflokki orkuskipta. Hún mun þurfa að skerpa á óljósum markmiðum í orkuskiptum Íslands og tryggja að fyrir liggi tímasett orkuskiptaáætlun. Kyrrstaðan í orkuskiptum verður ekki rofin með því að eingöngu afla meiri raforku, eins og ráðherrann hefur haldið fram, heldur þarf flutningskerfið að vera traust um allt land og notendur þurfa að sjá hag af því að skipta um orkugjafa. Hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, allt frá rafbíl í Reykjavík til togara á Reyðarfirði. Því þarf að ná fram með efnahagslegum hvötum. Ívilnanir þurfa að vera fyrir hendi og þær ætti að fjármagna með tekjum ríkisins af hærri kolefnisgjöldum og ETS losunarheimildum. Með skýrri hugmyndafræði og fjármögnuðum aðgerðum er sannarlega hægt að ná raunverulegum árangri. Tækifærin blasa við. Vandamál almennings er hins vegar að ríkisstjórnin er langt frá því að geta sameinast um hugmyndafræði og aðgerðir. Þess vegna verður kyrrstaða reyndin þar til ný ríkisstjórn tekur við. Allar stórar ákvarðanir í orkumálum virðast bíða nýrrar ríkisstjórnar sem þarf að standa sameinuð um sýn og aðgerðir og hafa kjarkinn til að taka stórar ákvarðanir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun