Afi dæmdi fótboltaleik 3. flokks kvenna þegar enginn dómari mætti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. nóvember 2023 18:14 Leikur á Faxaflóamóti 3. flokks kvenna, fjórtán og fimmtán ára, fór fram í dag þrátt fyrir að enginn dómari lét sjá sig. Vísir/Vilhelm Afi leikmanns UMF Selfoss stökk inn í hlutverk dómara þegar enginn dómari mætti á leik 3. flokks kvenna í knattspyrnu á Faxaflóamótinu í dag. Foreldri segir atvikið ekki einsdæmi hjá liðinu. Forsvarsmaður Breiðabliks harmar atvikið. Harpa Íshólm Ólafsdóttir foreldri leikmanns UMF Selfoss segir að þegar leikur Breiðabliks og UMF Selfoss átti að hefjast klukkan eitt í dag bólaði ekkert á dómara. Jafnöldrur stelpnanna úr Breiðabliki sem voru á svæðinu hafi þá verið kallaðar inn til þess að dæma. „Þetta voru bara einhverjir jafnaldrar sem var bara kippt inn til þess að redda hlutunum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. „Svo greinilega þurfti sú sem var að dæma að fara í hálfleik og þá vantaði annan dómara og þá var afi úr liðinu okkar sem fór inn á völlinn og kláraði leikinn.“ Orðið svolítið þreytt Hún segir atvikið ekki einsdæmi, stelpurnar hafi lent í því að enginn komi að dæma leikina þeirra áður. „Við höfum lent í því að það er dómari sem stendur berfættur á töfflum inni í miðjuhringnum,“ segir Harpa. Stelpurnar hafi líka lent í því að aðstoðardómara vanti og varamenn úr liðunum stökkvi þá til. „Þetta er bara orðið svolítið þreytt,“ segir Harpa um atvikið. „Það er náttúrlega rosalega erfitt að manna þetta, ég skil það alveg. En við verðum að hafa einhvern smá standard, sýna þessum krökkum virðingu sem eru að leggja sig fram.“ Tvennt í stöðunni Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir að honum þyki leiðinlegt að stelpurnar hafi verið sviknar um dómara. Hann segir að um forfall hafi verið að ræða. „Við eigum að skaffa dómara og það eru sjálfboðaliðar eins og allt í þessu starfi og hún bara kom ekki. Okkur þykir það afar leiðinlegt,“ segir Flosi í samtali við Vísi. Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Vísir/Arnar Hann segir að tveir valmöguleikar hafi verið í stöðunni, annað hvort væri hægt að grípa einhvern á staðnum til að dæma eða að fresta leiknum. Það hafi ekki verið gert vegna þess að lið UMF Selfoss hefði þegar gert sér ferð í bæinn. „Við eigum að skaffa dómara í sjö hundruð áttatíu og eitthvað leiki á ári. Og það er mjög mikið verkefni,“ segir Flosi. Íþróttir barna Fótbolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Harpa Íshólm Ólafsdóttir foreldri leikmanns UMF Selfoss segir að þegar leikur Breiðabliks og UMF Selfoss átti að hefjast klukkan eitt í dag bólaði ekkert á dómara. Jafnöldrur stelpnanna úr Breiðabliki sem voru á svæðinu hafi þá verið kallaðar inn til þess að dæma. „Þetta voru bara einhverjir jafnaldrar sem var bara kippt inn til þess að redda hlutunum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. „Svo greinilega þurfti sú sem var að dæma að fara í hálfleik og þá vantaði annan dómara og þá var afi úr liðinu okkar sem fór inn á völlinn og kláraði leikinn.“ Orðið svolítið þreytt Hún segir atvikið ekki einsdæmi, stelpurnar hafi lent í því að enginn komi að dæma leikina þeirra áður. „Við höfum lent í því að það er dómari sem stendur berfættur á töfflum inni í miðjuhringnum,“ segir Harpa. Stelpurnar hafi líka lent í því að aðstoðardómara vanti og varamenn úr liðunum stökkvi þá til. „Þetta er bara orðið svolítið þreytt,“ segir Harpa um atvikið. „Það er náttúrlega rosalega erfitt að manna þetta, ég skil það alveg. En við verðum að hafa einhvern smá standard, sýna þessum krökkum virðingu sem eru að leggja sig fram.“ Tvennt í stöðunni Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir að honum þyki leiðinlegt að stelpurnar hafi verið sviknar um dómara. Hann segir að um forfall hafi verið að ræða. „Við eigum að skaffa dómara og það eru sjálfboðaliðar eins og allt í þessu starfi og hún bara kom ekki. Okkur þykir það afar leiðinlegt,“ segir Flosi í samtali við Vísi. Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Vísir/Arnar Hann segir að tveir valmöguleikar hafi verið í stöðunni, annað hvort væri hægt að grípa einhvern á staðnum til að dæma eða að fresta leiknum. Það hafi ekki verið gert vegna þess að lið UMF Selfoss hefði þegar gert sér ferð í bæinn. „Við eigum að skaffa dómara í sjö hundruð áttatíu og eitthvað leiki á ári. Og það er mjög mikið verkefni,“ segir Flosi.
Íþróttir barna Fótbolti Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins