Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2023 13:53 Víðir segir langt í að Grindvíkingar geti flutt aftur heim. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þetta sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna, sem hófst klukkan 13. Fylgst var með fundinum í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Víðir sagði að viðbragðsaðilar heyri hátt og skýrt það sem Grindvíkingar hafa sagt síðustu daga og að unnið sé að því að verða við óskum þeirra. Það sé meðal annars gert með skilvirkari skráningu á þeim sem þurfa að komast inn til Grindavíkur. Hann biðlaði til fólks, sem nú þegar hefur sent tölvupóst eða hringt með ósk um aðgengi og ekki fengið svar að nota nýja skráningarformið á Ísland.is. Hér eftir verði ekki hringt í fólk sem má fara inn í bæinn. Tjónamat hafið Tjónamat sé hafið á húsum sem vitað er að orðið hafa fyrir verulegu tjóni í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging Íslands sé búin að skanna þau svæði þar sem útlit er fyrir að mesta tjónið hafi orðið. Í dag fari starfsmenn hennar til frekari skoðunar ásamt eigendum þeirra húsa sem talið er að hægt sé að skoða í dag. Þetta muni halda áfram næstu daga. „Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á fjölmörgum húsum og í samráði við eigendur voru búslóðir fluttar úr tveimur húsum, samtals fjórum íbúðum, í gær. Þar lágu innanstokksmunir undir skemmdum.“ Þá segir hann að vinna sé hafin við að leita leiða til þess að tæma heimili í Grindavík, bæði þau sem talið er að séu of skemmd til þess að búa í og önnur sem íbúar óska eftir að verði tæmd. Langt í að unnt verði að búa í bænum „Ljóst er að umfang þegar orðinna atburða er slíkt að mjög langur tími mun líða þangað til að öruggt verður að flytja til Grindavíkur. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum og mannvirkjum, lagnir hafa farið víða í sundur. Þar er meðal annars undir vatnsveitan, hitaveitan, rafmagnið og ekki síst skolplagnir. Þetta auk þeirrar óvissu sem ríkir um þróun jarðhræringa og hætta á eldgosi nærri Grindavík segir okkur að Grindvíkingar þurfa að undirbúa sig undir það að búa annars staðar næstu mánuðina. Það eru bara sex vikur til jóla og því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þá segir hann alla hlutaðeigand finna það sterkt að hugur Grindvíkinga leitar heim. Það verði sameiginlegt verkefna allra að vinna að því að það verði hægt. „En það mun taka tíma. Þangað til þurfum við að standa saman með Grindavík, finna leiðir til að gera lífið bærilegt og það þarf að hugsa í lausnum.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jól Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Þetta sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna, sem hófst klukkan 13. Fylgst var með fundinum í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Víðir sagði að viðbragðsaðilar heyri hátt og skýrt það sem Grindvíkingar hafa sagt síðustu daga og að unnið sé að því að verða við óskum þeirra. Það sé meðal annars gert með skilvirkari skráningu á þeim sem þurfa að komast inn til Grindavíkur. Hann biðlaði til fólks, sem nú þegar hefur sent tölvupóst eða hringt með ósk um aðgengi og ekki fengið svar að nota nýja skráningarformið á Ísland.is. Hér eftir verði ekki hringt í fólk sem má fara inn í bæinn. Tjónamat hafið Tjónamat sé hafið á húsum sem vitað er að orðið hafa fyrir verulegu tjóni í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging Íslands sé búin að skanna þau svæði þar sem útlit er fyrir að mesta tjónið hafi orðið. Í dag fari starfsmenn hennar til frekari skoðunar ásamt eigendum þeirra húsa sem talið er að hægt sé að skoða í dag. Þetta muni halda áfram næstu daga. „Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á fjölmörgum húsum og í samráði við eigendur voru búslóðir fluttar úr tveimur húsum, samtals fjórum íbúðum, í gær. Þar lágu innanstokksmunir undir skemmdum.“ Þá segir hann að vinna sé hafin við að leita leiða til þess að tæma heimili í Grindavík, bæði þau sem talið er að séu of skemmd til þess að búa í og önnur sem íbúar óska eftir að verði tæmd. Langt í að unnt verði að búa í bænum „Ljóst er að umfang þegar orðinna atburða er slíkt að mjög langur tími mun líða þangað til að öruggt verður að flytja til Grindavíkur. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum og mannvirkjum, lagnir hafa farið víða í sundur. Þar er meðal annars undir vatnsveitan, hitaveitan, rafmagnið og ekki síst skolplagnir. Þetta auk þeirrar óvissu sem ríkir um þróun jarðhræringa og hætta á eldgosi nærri Grindavík segir okkur að Grindvíkingar þurfa að undirbúa sig undir það að búa annars staðar næstu mánuðina. Það eru bara sex vikur til jóla og því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þá segir hann alla hlutaðeigand finna það sterkt að hugur Grindvíkinga leitar heim. Það verði sameiginlegt verkefna allra að vinna að því að það verði hægt. „En það mun taka tíma. Þangað til þurfum við að standa saman með Grindavík, finna leiðir til að gera lífið bærilegt og það þarf að hugsa í lausnum.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jól Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira