Starfshópur skipaður til að finna lausnir á húsnæði fyrir Grindvíkinga Hólmfríður Gísladóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 12:56 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er formaður starfshóps innviðaráðherra. Vísir/Egill Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að greina og kynna lausnir fyrir húsnæði fyrir Grindvíkinga, með áherslu á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga, vegna afleiðinga náttúruhamfara við Grindavík. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Skipunartími starfshópsins er frá 17. nóvember og skal hópurinn skila til ráðherra greinargerð og tillögum, eftir atvikum kostnaðarmetnum, eins fljótt og auðið er en þó í síðasta lagi fyrir lok janúar 2024. „Hugur okkar er hjá þeim sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín í Grindavík. Það er mikilvægt að við höfum hraðar hendur til að leysa húsnæðismál Grindvíkinga og draga úr þeirri óvissu sem nú ríkir,“ er haft eftir Sigurðurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra. Starfshópurinn á að: Kortleggja möguleika á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga og annarra nýskapandi lausna sem að framleiðsluaðilar hafa þekkingu á. Skilgreina kröfur til húsnæðis, þ.e. húsnæði skal vera af viðunandi gæðum, mæta þörfum íbúa varðandi aðstöðu og stærð, staðsetning skal uppfylla samfélagslegar, öryggis- og heilsukröfur um aðgengi að samgöngum, þjónustu og atvinnu. Greina mögulegar staðsetningar og lóðir fyrir uppbyggingu slíks húsnæðis. Greiningin skal ná til höfuðborgarsvæðisins, Reykjaness og nærliggjandi sveitarfélaga. Önnur sveitarfélög verði skoðuð eftir þörfum. Meta kostnað, innkaupaferli og annað sem tengist slíkri uppbyggingu, m.a. skipulagslega þætti og lagaumgjörð. Og hann skipa: Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, formaður, Valdís Ösp Árnadóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu, verkefnisstjóri, Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, Guðmundur Axel Hansen, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Hólmfríður Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar, Óskar Jósefsson, settur forstjóri Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Skipunartími starfshópsins er frá 17. nóvember og skal hópurinn skila til ráðherra greinargerð og tillögum, eftir atvikum kostnaðarmetnum, eins fljótt og auðið er en þó í síðasta lagi fyrir lok janúar 2024. „Hugur okkar er hjá þeim sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín í Grindavík. Það er mikilvægt að við höfum hraðar hendur til að leysa húsnæðismál Grindvíkinga og draga úr þeirri óvissu sem nú ríkir,“ er haft eftir Sigurðurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra. Starfshópurinn á að: Kortleggja möguleika á uppbyggingu nýrra húsnæðiseininga og annarra nýskapandi lausna sem að framleiðsluaðilar hafa þekkingu á. Skilgreina kröfur til húsnæðis, þ.e. húsnæði skal vera af viðunandi gæðum, mæta þörfum íbúa varðandi aðstöðu og stærð, staðsetning skal uppfylla samfélagslegar, öryggis- og heilsukröfur um aðgengi að samgöngum, þjónustu og atvinnu. Greina mögulegar staðsetningar og lóðir fyrir uppbyggingu slíks húsnæðis. Greiningin skal ná til höfuðborgarsvæðisins, Reykjaness og nærliggjandi sveitarfélaga. Önnur sveitarfélög verði skoðuð eftir þörfum. Meta kostnað, innkaupaferli og annað sem tengist slíkri uppbyggingu, m.a. skipulagslega þætti og lagaumgjörð. Og hann skipa: Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, formaður, Valdís Ösp Árnadóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu, verkefnisstjóri, Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, Guðmundur Axel Hansen, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Hermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Hólmfríður Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, Jón Kjartan Ágústsson, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar, Óskar Jósefsson, settur forstjóri Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira