Fyrirtækjum hleypt inn í morgun þrátt fyrir skilaboð um annað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 10:55 Einn stór flutningabíll fór inn á svæðið og tveir minni bílar merktir Nettó. Skjáskot „Íbúarnir eru í algjörum forgangi hjá okkur og hafa verið. En síðan erum við með fjöldann allan af fyrirtækjum sem meðal annars eru inni á þessu rauða svæði, á þessu korti sem fór út frá okkur áðan, og þetta er bara svo svakalega stórt og umfangið svo mikið.“ Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samtali rétt í þessu en fréttastofu barst í morgun ábending og myndskeið frá reiðum íbúa í Grindavík, sem varð vitni að því rétt fyrir klukkan 9 að bílum frá fyrirtæki eða fyrirtækjum var hleypt inn í bæinn. Lögregla og Almannavarnir höfðu áður sent út tilkynningar um að þeim íbúum sem aðgerðastjórn hefði haft samband við yrði hleypt inn í bæinn klukkan 9 í dag en fyrirtækjum klukkan 14. Heimild til íbúa næði til 90 fasteigna. „Við erum auðvitað með sértækar aðgerðir í gangi jafnframt,“ sagði Úlfar. „Aðaláherslan er á að sinna íbúum og við komust ekki yfir fleiri eignir í dag en á sama tíma erum við að vinna á öðrum svæðum, þótt að það sé kannski ekki alltaf tekið fram í tilkynningum.“ Úlfar sagði um að ræða gríðarstóra aðgerð. „Við erum að reyna að sinna fyrirtækjunum eins og nokkur kostur er og þetta snýr að verðmætabjörgun en höfuðáherslan og okkar mannskapur, svotil allur, er í því að aðstoða íbúa við að komast í sínar eignir á rauða svæðinu. Það er bara þannig.“ Inntur eftir því hvort hann hefði skilning á því að íbúar upplifðu að það væri ekki mikið gagnsæi í aðgerðunum sagði Úlfar: „Það eru hamfarir í gangi hérna á Reykjanesi, þú áttar þig á því, og við getum ekki sagt frá öllu því sem við gerum. Það er bara ekki þannig. En við segjum auðvitað frá því allra, allra helsta og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel.“ Það sem gefið var út í morgun um tímasetningar sé reglan en „ef við höfum svigrúm til þess að bregðast við beiðnum hvað varðar verðmætabjörgun þá reynum við að nýta tímann eins vel og nokkur kostur er. Það er okkar verklag. Við erum alltaf að reyna að gera eilítið betur en við getum.“ Mannskapurinn sé takmörkuð auðlind en Úlfar ítrekar að íbúar séu í fyrsta sæti. Uppfært klukkan 11:11 Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. „Vakin er athygli á því að af öryggisástæðum er ekki hægt að taka fleiri íbúa inn á mesta hættusvæðið í dag. Það færi gegn ráðleggingum okkar helstu sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands og samstarfsaðila við Háskóla Íslands. Fyrirtækjum verður sinnt eins og áður segir frá kl. 14. Haft hefur verið samband við þau fyrirtæki. Á sama tíma er unnið að sértækum aðgerðum sem ekki komu fram í fréttatilkynningu lögreglustjóra nú í morgun, m.a. verðmætabjörgun úr verslun Samkaupa í Grindavík ásamt öðrum verkefnum. Verðmætabjörgun sem fyrr er undir eftirliti viðbragðsaðila.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Þetta sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, í samtali rétt í þessu en fréttastofu barst í morgun ábending og myndskeið frá reiðum íbúa í Grindavík, sem varð vitni að því rétt fyrir klukkan 9 að bílum frá fyrirtæki eða fyrirtækjum var hleypt inn í bæinn. Lögregla og Almannavarnir höfðu áður sent út tilkynningar um að þeim íbúum sem aðgerðastjórn hefði haft samband við yrði hleypt inn í bæinn klukkan 9 í dag en fyrirtækjum klukkan 14. Heimild til íbúa næði til 90 fasteigna. „Við erum auðvitað með sértækar aðgerðir í gangi jafnframt,“ sagði Úlfar. „Aðaláherslan er á að sinna íbúum og við komust ekki yfir fleiri eignir í dag en á sama tíma erum við að vinna á öðrum svæðum, þótt að það sé kannski ekki alltaf tekið fram í tilkynningum.“ Úlfar sagði um að ræða gríðarstóra aðgerð. „Við erum að reyna að sinna fyrirtækjunum eins og nokkur kostur er og þetta snýr að verðmætabjörgun en höfuðáherslan og okkar mannskapur, svotil allur, er í því að aðstoða íbúa við að komast í sínar eignir á rauða svæðinu. Það er bara þannig.“ Inntur eftir því hvort hann hefði skilning á því að íbúar upplifðu að það væri ekki mikið gagnsæi í aðgerðunum sagði Úlfar: „Það eru hamfarir í gangi hérna á Reykjanesi, þú áttar þig á því, og við getum ekki sagt frá öllu því sem við gerum. Það er bara ekki þannig. En við segjum auðvitað frá því allra, allra helsta og ég held að við höfum gert það bara nokkuð vel.“ Það sem gefið var út í morgun um tímasetningar sé reglan en „ef við höfum svigrúm til þess að bregðast við beiðnum hvað varðar verðmætabjörgun þá reynum við að nýta tímann eins vel og nokkur kostur er. Það er okkar verklag. Við erum alltaf að reyna að gera eilítið betur en við getum.“ Mannskapurinn sé takmörkuð auðlind en Úlfar ítrekar að íbúar séu í fyrsta sæti. Uppfært klukkan 11:11 Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu. „Vakin er athygli á því að af öryggisástæðum er ekki hægt að taka fleiri íbúa inn á mesta hættusvæðið í dag. Það færi gegn ráðleggingum okkar helstu sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands og samstarfsaðila við Háskóla Íslands. Fyrirtækjum verður sinnt eins og áður segir frá kl. 14. Haft hefur verið samband við þau fyrirtæki. Á sama tíma er unnið að sértækum aðgerðum sem ekki komu fram í fréttatilkynningu lögreglustjóra nú í morgun, m.a. verðmætabjörgun úr verslun Samkaupa í Grindavík ásamt öðrum verkefnum. Verðmætabjörgun sem fyrr er undir eftirliti viðbragðsaðila.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira