Barnaþingsmenn gætu vel hugsað sér að setjast á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2023 19:41 Íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af stjórnun landsins í framtíðinni með svo einbeittan hóp barna sem nú tekur sæti á Barnaþingi. Stöð 2/Einar Hópur barna skundaði á Alþingi í dag til að kynna sér störf þingsins áður en þau setjast sjálf á Barnaþing sem fram fer í Hörpu á morgun. Mörg þeirra gætu vel hugsað sér að verða alþingismenn í framtíðinni. Stöð 2/Einar Barnaþing verður haldið í þriðja sinn í Hörpu á morgun undir handleiðslu Umboðsmanns barna þar sem um 150 fulltrúar barna á aldrinum 11 til 15 ára koma saman. Salvör Nordal umboðsmaður barna segir þetta í fyrsta skipti sem barnaþingsfulltrúar heimsæki Alþingi áður en þau setjist sjálf til þingstarfa á morgun. Vonandi verði slíkt rausnarboð Alþingis að hefð. „Það er mjög mikilvægt að þau finni tenginguna við Alþingi og við þingmenn. Suma þeirra munu þau hitta á morgun og líka ráðherra,“ segir Salvör. Börnin muni vinna úr tillögum sínum á þinginu á morgun. Fyrri tillögur frá Barnaþingi hafi sumar komist áleiðis og margar fengið umræðu á Alþingi. Stöð 2/Einar Barnaþingsfulltrúarnir skoðuðu þinghúsið hátt og lágt og fengu fræðslu um sögu þess. Til að mynda um þjóðfundinn 1851, fyrir framan stórt málverk af honum, þar sem til umræðu var frumvarp fulltrúa Dana um að Ísland yrði innlimað í Danmörku. Það var á þeim fundi sem Jón Sigurðsson mælti hin fleygu orð „vér mótmælum allir“. Stöð 2/Einar Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór yfir störf þingsins og svaraði spurningum barnaþingsfulltrúa, sem voru margar og ekki auðvelt að svara sumum þeirra. Til að mynda hvort hann teldi að það færi að gjósa á Reykjanesi og hver væri munurinn á hægri og vinstri í stjórnmálum. Stöð 2/Einar Baldur Hjörvarsson úr Lágafellsskóla er með ákveðnar skoðanir á því hvað ræða þurfi á Barnaþingi. Gætir þú hugsað þér eftir þessa heimsókn að verða þingmaður? „Það gæti hugsast, kannski.“ Hvaða málum myndir þú þá helst berjast fyrir? „Ábyggilega bara sjálfstæði, ég meinti jafnrétti,“ áréttaði Baldur. Jafnrétti væri mikilvægt mál. Nína Sól Svavarsdóttir úr Víðistaðaskóla var mjög ánægð með heimsóknina í Alþingishúsið. Langar þig til að verða þingmaður? „Já kannski, ég get alveg ímyndað mér það, íhuga það.“ Hvernig finnst þér alþingishúsið eftir að hafa heimsótt það? „Mér finnst það mjög flott. Ég hef komið hingað áður en salurinn er rosalega flottur. Núna fengum við að koma inn og allt það, þetta er bara geggjað hús,“ sagði Nína Sól sem sat í ráðherrasæti Bjarna Benediktssonar. Stöð 2/Einar Baldvin Sifjarson úr Lágafellsskóla var greinilega hrifinn af því sem hann sá í heimsókninni. „Já, það er dálítið flott að koma inn í svona gamalt hús sem er svona mikilvægt. Það er talað um svo mikið hérna, margir mikilvægir fundir hérna,“ sagði Baldvin sem var ekki alveg búinn að gera upp við sig hvað hann myndi leggja áherslu á þegar hann sest á Barnaþing á morgun. Stöð 2/Einar Öflugur hópur ungs fólks situr í ráðgjafahópi Barnaþings og þar hafa margir pólitískan metnað eins og París Anna Bergmann úr Menntaskólanum á Akureyri. „Já mig langar ofboðslega mikið að fá að sitja hérna í framtíðinni og vera alþingismaður eða ráðherra.“ Það er ekkert annað, þú vilt verða ráðherra líka? „Já, maður fer alla leið. Allt eða ekkert,“ sagði París Anna með slíkri sannfæringu að fréttamaður telur næsta víst að hún verði komin í framboð innan ekki margra ára. Börn og uppeldi Alþingi Grunnskólar Tengdar fréttir Fulltrúar á Barnaþingi segja mikilvægt að yfirvöld hlusti á tillögur barna Fulltrúar á nýafstöðnu Barnaþingi, þar sem meðal annars var lögð áhersla á umhverfis- og mannréttindamál, segja mikilvægt að stjórnvöld hlusti á tillögur barna. Forsætisráðherra segir að sérstök umræða verði á Alþingi um niðurstöður þingsins sem ríkisstjórninni voru afhentar í dag. 27. maí 2022 19:25 „Oftast hlusta fullorðnir ekki á okkur“ Við viljum að röddin okkar heyrist og að það sé tekið mark á henni segja þáttakendur á Barnaþingi sem var sett í Hörpu í dag. Ráðherrar sem mættu gáfu krökkunum ráð eins og að þau ættu að varðveita barnið í sjálfum sér og ræða við aðra um líðan sína. 3. mars 2022 19:31 Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25 Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Stöð 2/Einar Barnaþing verður haldið í þriðja sinn í Hörpu á morgun undir handleiðslu Umboðsmanns barna þar sem um 150 fulltrúar barna á aldrinum 11 til 15 ára koma saman. Salvör Nordal umboðsmaður barna segir þetta í fyrsta skipti sem barnaþingsfulltrúar heimsæki Alþingi áður en þau setjist sjálf til þingstarfa á morgun. Vonandi verði slíkt rausnarboð Alþingis að hefð. „Það er mjög mikilvægt að þau finni tenginguna við Alþingi og við þingmenn. Suma þeirra munu þau hitta á morgun og líka ráðherra,“ segir Salvör. Börnin muni vinna úr tillögum sínum á þinginu á morgun. Fyrri tillögur frá Barnaþingi hafi sumar komist áleiðis og margar fengið umræðu á Alþingi. Stöð 2/Einar Barnaþingsfulltrúarnir skoðuðu þinghúsið hátt og lágt og fengu fræðslu um sögu þess. Til að mynda um þjóðfundinn 1851, fyrir framan stórt málverk af honum, þar sem til umræðu var frumvarp fulltrúa Dana um að Ísland yrði innlimað í Danmörku. Það var á þeim fundi sem Jón Sigurðsson mælti hin fleygu orð „vér mótmælum allir“. Stöð 2/Einar Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór yfir störf þingsins og svaraði spurningum barnaþingsfulltrúa, sem voru margar og ekki auðvelt að svara sumum þeirra. Til að mynda hvort hann teldi að það færi að gjósa á Reykjanesi og hver væri munurinn á hægri og vinstri í stjórnmálum. Stöð 2/Einar Baldur Hjörvarsson úr Lágafellsskóla er með ákveðnar skoðanir á því hvað ræða þurfi á Barnaþingi. Gætir þú hugsað þér eftir þessa heimsókn að verða þingmaður? „Það gæti hugsast, kannski.“ Hvaða málum myndir þú þá helst berjast fyrir? „Ábyggilega bara sjálfstæði, ég meinti jafnrétti,“ áréttaði Baldur. Jafnrétti væri mikilvægt mál. Nína Sól Svavarsdóttir úr Víðistaðaskóla var mjög ánægð með heimsóknina í Alþingishúsið. Langar þig til að verða þingmaður? „Já kannski, ég get alveg ímyndað mér það, íhuga það.“ Hvernig finnst þér alþingishúsið eftir að hafa heimsótt það? „Mér finnst það mjög flott. Ég hef komið hingað áður en salurinn er rosalega flottur. Núna fengum við að koma inn og allt það, þetta er bara geggjað hús,“ sagði Nína Sól sem sat í ráðherrasæti Bjarna Benediktssonar. Stöð 2/Einar Baldvin Sifjarson úr Lágafellsskóla var greinilega hrifinn af því sem hann sá í heimsókninni. „Já, það er dálítið flott að koma inn í svona gamalt hús sem er svona mikilvægt. Það er talað um svo mikið hérna, margir mikilvægir fundir hérna,“ sagði Baldvin sem var ekki alveg búinn að gera upp við sig hvað hann myndi leggja áherslu á þegar hann sest á Barnaþing á morgun. Stöð 2/Einar Öflugur hópur ungs fólks situr í ráðgjafahópi Barnaþings og þar hafa margir pólitískan metnað eins og París Anna Bergmann úr Menntaskólanum á Akureyri. „Já mig langar ofboðslega mikið að fá að sitja hérna í framtíðinni og vera alþingismaður eða ráðherra.“ Það er ekkert annað, þú vilt verða ráðherra líka? „Já, maður fer alla leið. Allt eða ekkert,“ sagði París Anna með slíkri sannfæringu að fréttamaður telur næsta víst að hún verði komin í framboð innan ekki margra ára.
Börn og uppeldi Alþingi Grunnskólar Tengdar fréttir Fulltrúar á Barnaþingi segja mikilvægt að yfirvöld hlusti á tillögur barna Fulltrúar á nýafstöðnu Barnaþingi, þar sem meðal annars var lögð áhersla á umhverfis- og mannréttindamál, segja mikilvægt að stjórnvöld hlusti á tillögur barna. Forsætisráðherra segir að sérstök umræða verði á Alþingi um niðurstöður þingsins sem ríkisstjórninni voru afhentar í dag. 27. maí 2022 19:25 „Oftast hlusta fullorðnir ekki á okkur“ Við viljum að röddin okkar heyrist og að það sé tekið mark á henni segja þáttakendur á Barnaþingi sem var sett í Hörpu í dag. Ráðherrar sem mættu gáfu krökkunum ráð eins og að þau ættu að varðveita barnið í sjálfum sér og ræða við aðra um líðan sína. 3. mars 2022 19:31 Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25 Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Fulltrúar á Barnaþingi segja mikilvægt að yfirvöld hlusti á tillögur barna Fulltrúar á nýafstöðnu Barnaþingi, þar sem meðal annars var lögð áhersla á umhverfis- og mannréttindamál, segja mikilvægt að stjórnvöld hlusti á tillögur barna. Forsætisráðherra segir að sérstök umræða verði á Alþingi um niðurstöður þingsins sem ríkisstjórninni voru afhentar í dag. 27. maí 2022 19:25
„Oftast hlusta fullorðnir ekki á okkur“ Við viljum að röddin okkar heyrist og að það sé tekið mark á henni segja þáttakendur á Barnaþingi sem var sett í Hörpu í dag. Ráðherrar sem mættu gáfu krökkunum ráð eins og að þau ættu að varðveita barnið í sjálfum sér og ræða við aðra um líðan sína. 3. mars 2022 19:31
Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25
Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52