Bílastæðum breytt í grænt torg Ævar Harðarson skrifar 16. nóvember 2023 13:02 Hvernig er hægt að gera Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðarhverfi og Öskjuhlíðarhverfi enn betri með nýju hverfisskipulagi? Þín ráð, kæri lesandi, geta haft áhrif á hvernig til tekst, ef þú skoðar tillögurnar sem liggja nú frammi til kynningar og skilar inn þínum ábendingum. Skipulagssérfræðingar borgarinnar hafa til dæmis þá skoðun að hægt sé að gera gott hverfi enn betra með því að útbúa nýtt grænt hverfistorg á bílastæði. Það er ein af fjölmörgum hugmyndum okkar sem vinnum við hverfiskipulag og erum nú að kynna fyrir íbúum og hagaðilum í Hlíðum. Við viljum heyra þeirra skoðanir á tillögunum, sem eru hlut af nýju hverfisskipulagi í borgarhluta 3 Hlíðum (Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðar og Öskjuhlíðarhverfi). Mikilvægur hluti af vinnu við hverfisskipulag er að eiga samráð og samtal við íbúa um hvernig gera má góð hverfi enn betri. Við vitum að ábendingar íbúa um skipulag í nærumhverfi þeirra eru lykilatriði. Grænt Holtatorg Hugmyndin að nýju Holtatorgi var fyrst kynnt þegar vinnutillögur hverfisskipulags í borgarhluta 3 Hlíðum voru sýndar í nóvember 2021. Tillögurnar fengu góðar móttökur og afar fáar athugasemdir. Meðal annars var lagt til að leggja niður um 40 bílastæði á borgarlandi, en breytingar á bílastæðum hafa stundum kallað fram mikil viðbrögð. Ekki í þetta skiptið. Í þessum hverfum eru nú um 15.000 bílastæði. Þar af eru 9.500 almenningsstæði og 5.500 einkastæði. Íbúar í borgarhlutanum eru rúmlega 14.000. Líklega er þó ástæðan fyrir þessu því að ekki hefur verið kallað eftir að halda þessum 40 bílastæðum að það er almenn ánægja með tillögurnar. Nýtt grænt Holtatorg á mótum Einholts, Skipholts og Stórholts. Teikning: Jakob Jakobsson Mynd af svæðinu eins og það er í dag. Þar eru um 40 bílastæði sem eru nýtt af fjölmörgum aðilum, meðal annars til þess að geyma hjólhýsi. Á meðfylgjandi myndum má sjá annars vegar núverandi aðstæður og hins vegar tillögu að grænu hverfistorgi mitt í Háteigshverfinu á horni Einholts, Skipholts og Stórholts. Þar er gert ráð fyrir gróðursvæðum og aðstöðu fyrir börn og fullorðna til þess að dvelja og leika og njóta samveru úti. Í kringum þetta svæði hefur byggst upp þétt íbúðarbyggð á síðustu árum, með fjölbreyttri þjónustu og mannlífi. Til að gera hverfið enn betra er talið að bæta þurfi við sólríkum og skjólgóðum dvalarsvæðum fyrir íbúa og aðra sem eiga leið um. Mín eign Með nýju hverfisskipulagi fá margir húseigendur auknar heimildir til þess að gera breytingar, byggja við og lagfæra. Samkvæmt tillögunum er þó gert ráð fyrir að ákveðin svæði verði hverfisvernduð til þess að passa upp á hina sérstæðu byggð. Hverfisvernd felur í sér varðveislu á svipmóti byggðarinnar og þeim sameiginlegu einkennum sem móta hana. Meðal annars er lagt til að setja hverfisvernd á byggðina í Norðurmýri og sunnanverðu Rauðarárholti. Þrátt fyrir það eru tillögur um að húseigendur í Norðurmýri fái að lyfta lágreistum valmaþökum, setja kvisti og nýta til íbúðar og jafnvel byggja litlar viðbyggingar. Einnig eru tillögur um að húseigendur á hverfisvernduðu svæði í Rauðarárholti fái að byggja svalir en þar eru mörg lítil fjölbýlishús án svala. Þessi hús voru hönnuð á fjórða áratug tuttugustu aldar, meðal annars af arkitektunum Guðjóni Samúelssyni og Bárði Ísleifssyni, og eru einstakur vitnisburður um byggingarlistararf 20. aldar. Skilyrði fyrir nýtingu á þessum heimildum er að húseigendur noti teikningar sem Reykjavíkurborg hefur látið útbúa og húseigendur geta nýtt án endurgjalds. Meðfylgjandi myndir sýna svalir á fjölbýlishúsum í Rauðarárholti. Húsin í Rauðarárholti með nýjum svölum, meðal annars til að bæta brunaöryggi en líka til útivistar. Teikning: A arkitektar Borgargötur Mikilvægur hluti af hverfisskipulagi er að endurhanna nokkrar mikilvægar götur í borgarhlutanum og gera þær að svokölluðum borgargötum. Borgargötur eru lykilgötur í hverju hverfi og við þær standa gjarnan verslunar- og þjónustukjarnar hverfisins. Borgargötur geta sömuleiðis verið mikilvæg tenging milli hverfa og hverfishluta. Í hverfisskipulagi er lögð sérstök áhersla á að umhverfi borgargatna verði fegrað. Þar er gert ráð fyrir öllum samgöngumátum, almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi og að sjálfsögðu bílum. Lagt er til að Skipholt og Rauðarárstígur í Háteigshverfi auk Lönguhlíðar og Hamrahlíðar í Hlíðahverfi verði gerðar að borgargötum. Mynd sem hér fylgir sýnir snið fyrir dæmigerða borgargötu en aðstæður geta auðvitað verið mismunandi. Við endurhönnun á borgargötum er lögð áhersla á að taka mið af öllum ferðamátum, draga úr umferðarhraða og auka þannig umferðaröryggi og minnka hávaða og mengun til að auka lífsgæði íbúa. Skólar og leikskólar Skólar og leikskólar eru afar mikilvægar stofnanir í hverju hverfi. Í borgarhluta 3 er margir frábærir leikskólar og skólar sem samt getur þurft að breyta og jafnvel stækka. Samhliða vinnu við hverfisskipulag hefur verið gott samstarf við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar við greiningu á húsnæðisþörf leik- og grunnskóla í hverfinu út frá mannfjöldaspám og uppbyggingaráætlunum í hverfunum. Í skilmálum fyrir skóla- og leikskólalóðir eru því rúmar heimildir til viðbygginga og endurbóta á núverandi húsnæði. Hvað er framundan Til þess að kynna nýjar tillögur að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi opnar í dag sýning í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12–14 sem sendur í átta vikur eða til11. janúar 2024.Þar geta íbúar og hagaðilar komið og rætt við okkur en við aðstoðum þá einnig við að segja sína skoðun og leggja fram ábendingar. Borgarstjóri mun bjóða til íbúafundar 21. nóvember kl. 19.30 á Kjarvalsstöðum þar sem tillögurnar verða sömuleiðis til sýnis dagana 21. til 23. nóvember. Að lokum má benda á að sérstök kynningarsíða með tillögunum er á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Ævar Harðarson Skipulag Bílastæði Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig er hægt að gera Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðarhverfi og Öskjuhlíðarhverfi enn betri með nýju hverfisskipulagi? Þín ráð, kæri lesandi, geta haft áhrif á hvernig til tekst, ef þú skoðar tillögurnar sem liggja nú frammi til kynningar og skilar inn þínum ábendingum. Skipulagssérfræðingar borgarinnar hafa til dæmis þá skoðun að hægt sé að gera gott hverfi enn betra með því að útbúa nýtt grænt hverfistorg á bílastæði. Það er ein af fjölmörgum hugmyndum okkar sem vinnum við hverfiskipulag og erum nú að kynna fyrir íbúum og hagaðilum í Hlíðum. Við viljum heyra þeirra skoðanir á tillögunum, sem eru hlut af nýju hverfisskipulagi í borgarhluta 3 Hlíðum (Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðar og Öskjuhlíðarhverfi). Mikilvægur hluti af vinnu við hverfisskipulag er að eiga samráð og samtal við íbúa um hvernig gera má góð hverfi enn betri. Við vitum að ábendingar íbúa um skipulag í nærumhverfi þeirra eru lykilatriði. Grænt Holtatorg Hugmyndin að nýju Holtatorgi var fyrst kynnt þegar vinnutillögur hverfisskipulags í borgarhluta 3 Hlíðum voru sýndar í nóvember 2021. Tillögurnar fengu góðar móttökur og afar fáar athugasemdir. Meðal annars var lagt til að leggja niður um 40 bílastæði á borgarlandi, en breytingar á bílastæðum hafa stundum kallað fram mikil viðbrögð. Ekki í þetta skiptið. Í þessum hverfum eru nú um 15.000 bílastæði. Þar af eru 9.500 almenningsstæði og 5.500 einkastæði. Íbúar í borgarhlutanum eru rúmlega 14.000. Líklega er þó ástæðan fyrir þessu því að ekki hefur verið kallað eftir að halda þessum 40 bílastæðum að það er almenn ánægja með tillögurnar. Nýtt grænt Holtatorg á mótum Einholts, Skipholts og Stórholts. Teikning: Jakob Jakobsson Mynd af svæðinu eins og það er í dag. Þar eru um 40 bílastæði sem eru nýtt af fjölmörgum aðilum, meðal annars til þess að geyma hjólhýsi. Á meðfylgjandi myndum má sjá annars vegar núverandi aðstæður og hins vegar tillögu að grænu hverfistorgi mitt í Háteigshverfinu á horni Einholts, Skipholts og Stórholts. Þar er gert ráð fyrir gróðursvæðum og aðstöðu fyrir börn og fullorðna til þess að dvelja og leika og njóta samveru úti. Í kringum þetta svæði hefur byggst upp þétt íbúðarbyggð á síðustu árum, með fjölbreyttri þjónustu og mannlífi. Til að gera hverfið enn betra er talið að bæta þurfi við sólríkum og skjólgóðum dvalarsvæðum fyrir íbúa og aðra sem eiga leið um. Mín eign Með nýju hverfisskipulagi fá margir húseigendur auknar heimildir til þess að gera breytingar, byggja við og lagfæra. Samkvæmt tillögunum er þó gert ráð fyrir að ákveðin svæði verði hverfisvernduð til þess að passa upp á hina sérstæðu byggð. Hverfisvernd felur í sér varðveislu á svipmóti byggðarinnar og þeim sameiginlegu einkennum sem móta hana. Meðal annars er lagt til að setja hverfisvernd á byggðina í Norðurmýri og sunnanverðu Rauðarárholti. Þrátt fyrir það eru tillögur um að húseigendur í Norðurmýri fái að lyfta lágreistum valmaþökum, setja kvisti og nýta til íbúðar og jafnvel byggja litlar viðbyggingar. Einnig eru tillögur um að húseigendur á hverfisvernduðu svæði í Rauðarárholti fái að byggja svalir en þar eru mörg lítil fjölbýlishús án svala. Þessi hús voru hönnuð á fjórða áratug tuttugustu aldar, meðal annars af arkitektunum Guðjóni Samúelssyni og Bárði Ísleifssyni, og eru einstakur vitnisburður um byggingarlistararf 20. aldar. Skilyrði fyrir nýtingu á þessum heimildum er að húseigendur noti teikningar sem Reykjavíkurborg hefur látið útbúa og húseigendur geta nýtt án endurgjalds. Meðfylgjandi myndir sýna svalir á fjölbýlishúsum í Rauðarárholti. Húsin í Rauðarárholti með nýjum svölum, meðal annars til að bæta brunaöryggi en líka til útivistar. Teikning: A arkitektar Borgargötur Mikilvægur hluti af hverfisskipulagi er að endurhanna nokkrar mikilvægar götur í borgarhlutanum og gera þær að svokölluðum borgargötum. Borgargötur eru lykilgötur í hverju hverfi og við þær standa gjarnan verslunar- og þjónustukjarnar hverfisins. Borgargötur geta sömuleiðis verið mikilvæg tenging milli hverfa og hverfishluta. Í hverfisskipulagi er lögð sérstök áhersla á að umhverfi borgargatna verði fegrað. Þar er gert ráð fyrir öllum samgöngumátum, almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi og að sjálfsögðu bílum. Lagt er til að Skipholt og Rauðarárstígur í Háteigshverfi auk Lönguhlíðar og Hamrahlíðar í Hlíðahverfi verði gerðar að borgargötum. Mynd sem hér fylgir sýnir snið fyrir dæmigerða borgargötu en aðstæður geta auðvitað verið mismunandi. Við endurhönnun á borgargötum er lögð áhersla á að taka mið af öllum ferðamátum, draga úr umferðarhraða og auka þannig umferðaröryggi og minnka hávaða og mengun til að auka lífsgæði íbúa. Skólar og leikskólar Skólar og leikskólar eru afar mikilvægar stofnanir í hverju hverfi. Í borgarhluta 3 er margir frábærir leikskólar og skólar sem samt getur þurft að breyta og jafnvel stækka. Samhliða vinnu við hverfisskipulag hefur verið gott samstarf við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar við greiningu á húsnæðisþörf leik- og grunnskóla í hverfinu út frá mannfjöldaspám og uppbyggingaráætlunum í hverfunum. Í skilmálum fyrir skóla- og leikskólalóðir eru því rúmar heimildir til viðbygginga og endurbóta á núverandi húsnæði. Hvað er framundan Til þess að kynna nýjar tillögur að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi opnar í dag sýning í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12–14 sem sendur í átta vikur eða til11. janúar 2024.Þar geta íbúar og hagaðilar komið og rætt við okkur en við aðstoðum þá einnig við að segja sína skoðun og leggja fram ábendingar. Borgarstjóri mun bjóða til íbúafundar 21. nóvember kl. 19.30 á Kjarvalsstöðum þar sem tillögurnar verða sömuleiðis til sýnis dagana 21. til 23. nóvember. Að lokum má benda á að sérstök kynningarsíða með tillögunum er á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun