Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2023 10:31 Dómur í málinu var kveðinn upp fyrir stundu. AP/Kirsty Wigglesworth Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. Niðurstaðan er verulegt högg fyrir ríkisstjórn Rishi Sunak, sem hefur farið nokkuð hart fram í málefnum hælisleitenda og meðal annars heitið því að „stöðva bátana“. Er þar vísað til ferða hælisleitenda til Bretlands um Ermasund. Fyrirætlanir stjórnvalda um að flytja fólk til Rúanda áttu að fæla fólk frá því að leita yfir Ermasundið yfir höfuð en þær hafa verið gagnrýndar af hjáparsamtökum, sem segja þær ekki munu hafa tilætluð áhrif. Sunak hefur einnig sætt gagnrýni eigin samflokksmanna en Suella Braverman, sem Sunak vék úr embætti innanríkisráðherra á mánudag, birti í gær harðort bréf þar sem hún sagði forsætisráðherrann hafa svikið samkomulag um að gera lagabreytingar til að tryggja að áætlanir stjórnvalda stæðust lög. Sunak hefði ekkert „plan B“ og ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu sem hann hefur nú komist að væru stjórnvöld búin að eyða ári í ekki neitt og komin aftur á upphafsreit í málefnum hælisleitenda. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins mun funda í dag og ræða niðurstöðuna en fastlega er gert ráð fyrir að þeir muni í kjölfarið krefjast þess að Bretar segi sig frá Mannréttindadómstól Evrópu til að geta ráðið því hvernig þeir haga málaflokknum. Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Rúanda Tengdar fréttir Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. 13. nóvember 2023 09:02 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Niðurstaðan er verulegt högg fyrir ríkisstjórn Rishi Sunak, sem hefur farið nokkuð hart fram í málefnum hælisleitenda og meðal annars heitið því að „stöðva bátana“. Er þar vísað til ferða hælisleitenda til Bretlands um Ermasund. Fyrirætlanir stjórnvalda um að flytja fólk til Rúanda áttu að fæla fólk frá því að leita yfir Ermasundið yfir höfuð en þær hafa verið gagnrýndar af hjáparsamtökum, sem segja þær ekki munu hafa tilætluð áhrif. Sunak hefur einnig sætt gagnrýni eigin samflokksmanna en Suella Braverman, sem Sunak vék úr embætti innanríkisráðherra á mánudag, birti í gær harðort bréf þar sem hún sagði forsætisráðherrann hafa svikið samkomulag um að gera lagabreytingar til að tryggja að áætlanir stjórnvalda stæðust lög. Sunak hefði ekkert „plan B“ og ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu sem hann hefur nú komist að væru stjórnvöld búin að eyða ári í ekki neitt og komin aftur á upphafsreit í málefnum hælisleitenda. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins mun funda í dag og ræða niðurstöðuna en fastlega er gert ráð fyrir að þeir muni í kjölfarið krefjast þess að Bretar segi sig frá Mannréttindadómstól Evrópu til að geta ráðið því hvernig þeir haga málaflokknum.
Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Rúanda Tengdar fréttir Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. 13. nóvember 2023 09:02 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. 13. nóvember 2023 09:02
Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23