Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Smári Jökull Jónsson skrifar 11. nóvember 2023 22:46 Íslandsbikarnum hampað í lok móts. BH/Tómas Shelton Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er formaður Borðtennissambands Íslands og jafnframt fyrsta konan í því embætti. Hjá sambandinu hefur áhersla verið lögð á fjölgun kvenna síðustu misseri sem er að bera ávöxt. „Ekki spurning. Undanfarin ár hefur verið ágætlega mikið af borðtenniskonum hjá KR, í Víkingi og BH hér á höfuðborgarsvæðinu. Núna eru mjög flott lið mætt til leiks frá Garpi á Suðurlandi og BR á Reykjanesinu. Það er mikill fengur af því“ sagði Auður Tinna í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum fyrr í kvöld. „Frá því ég man eftir mér hefur þetta verið annað hvort KR eða Víkingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitil kvenna. Í dag eru það BH konur sem eru í séns og þær eru með fyrsta erlenda spilarann sem er keyptur til að vera með í deildinni. Það verður mjög spennandi að fylgjast með BH, KR og Víkingi í dag,“ bætti Auður Tinna við. Gríðarleg spenna undir lokin Spennan var sannarlega mikil þegar keppnin fór fram í dag. Liðin þrjú sem Auður Tinna nefndi höfðu öll möguleika á deildartitlinum en snemma í dag varð hins vegar ljóst að keppnin yrði á milli Víkings og BH. Liðin tvö unnu alla sína leiki í dag nema innbyrðisviðureignina þar sem þau gerðu jafntefli sín á milli. Þau enduðu því jöfn á toppnum og þá þurfti að líta til stakra unna leiki en bæði unnu þau sautján leiki og töpuðu sjö í deildinni. Því var aftur jafnt og skoða þurfti unnar lotur. Vegna þessarar jöfnu stöðu vissu leikmenn liðanna tveggja ekki hvort þeirra væri sigurvegari þegar komið var að verðlaunaafhendingu. Upp úr hattinum kom að BH hafði unnið fleiri lotur og er því deildarmeistari í fyrsta sinn í kvennaflokki. Liðið beindur þar með enda á 33 ára sigurgöngu Víkings og KR sem hafa unnið á hverju einasta ári síðan árið 1990. Frétt Vals Páls má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Borðtennis Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er formaður Borðtennissambands Íslands og jafnframt fyrsta konan í því embætti. Hjá sambandinu hefur áhersla verið lögð á fjölgun kvenna síðustu misseri sem er að bera ávöxt. „Ekki spurning. Undanfarin ár hefur verið ágætlega mikið af borðtenniskonum hjá KR, í Víkingi og BH hér á höfuðborgarsvæðinu. Núna eru mjög flott lið mætt til leiks frá Garpi á Suðurlandi og BR á Reykjanesinu. Það er mikill fengur af því“ sagði Auður Tinna í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum fyrr í kvöld. „Frá því ég man eftir mér hefur þetta verið annað hvort KR eða Víkingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitil kvenna. Í dag eru það BH konur sem eru í séns og þær eru með fyrsta erlenda spilarann sem er keyptur til að vera með í deildinni. Það verður mjög spennandi að fylgjast með BH, KR og Víkingi í dag,“ bætti Auður Tinna við. Gríðarleg spenna undir lokin Spennan var sannarlega mikil þegar keppnin fór fram í dag. Liðin þrjú sem Auður Tinna nefndi höfðu öll möguleika á deildartitlinum en snemma í dag varð hins vegar ljóst að keppnin yrði á milli Víkings og BH. Liðin tvö unnu alla sína leiki í dag nema innbyrðisviðureignina þar sem þau gerðu jafntefli sín á milli. Þau enduðu því jöfn á toppnum og þá þurfti að líta til stakra unna leiki en bæði unnu þau sautján leiki og töpuðu sjö í deildinni. Því var aftur jafnt og skoða þurfti unnar lotur. Vegna þessarar jöfnu stöðu vissu leikmenn liðanna tveggja ekki hvort þeirra væri sigurvegari þegar komið var að verðlaunaafhendingu. Upp úr hattinum kom að BH hafði unnið fleiri lotur og er því deildarmeistari í fyrsta sinn í kvennaflokki. Liðið beindur þar með enda á 33 ára sigurgöngu Víkings og KR sem hafa unnið á hverju einasta ári síðan árið 1990. Frétt Vals Páls má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Borðtennis Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira