Hlakkar alls ekki í Þorvaldi í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 22:27 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að stutt sé í eldgos á Reykjanesi; það sé frekar spurning um klukkustundir en daga að hans mati. Þá er hann ekki þeirrar skoðunar að hann hafi verið of djarfur í greiningu sinni á atburðum síðustu daga. Þorvaldur telur langlíklegast að kvika komi upp þar sem skjálftavirknin er mest í augnablikinu, rétt norðan við miðju Sundhnjúkagígasprungunnar. „Til að byrja með færi hraunrennslið þá frekar til norðurs og þá vesturs. Og ef það fer í vesturátt er það áhyggjuefni gagnvart Svartsengi og Bláa lóninu og því svæði. Hún [sprungan] þarf nú ekki að teygja sig mikið lengra til suðurs þannig að hraun fari að flæða líka í suðurátt. En því lengra sem hraunsprungan er frá Grindavík og öðrum innviðum því betra. Því lengur tekur það fyrir hraun að ná þessum innviðum og þéttbýlinu,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi nú í kvöld. Þannig að það er í það minnsta ekki bráð hætta sem steðjar að fólki? „Ekki ef það kemur upp þarna, þá ætti það nú ekki að vera. En svo er spurning hversu hratt kvika kemur upp og hversu hratt hraunið flæðir.“ Klukkustundir frekar en dagar Er þetta að fara að gerast núna í kvöld? Í nótt? Eftir einhverja dagar? Eða gæti slokknað alveg í þessu? „Allt þetta er mögulegt. En mér finnst atburðarásin vera þannig að það sé frekar stutt í þetta gos ef af því verður. Ég hef nú sagt það áður, mér finnst það nær því að vera einhverjar klukkustundir heldur en dagar. [...] Það virðist vera meira afl í þessu og þetta er að gerast hratt því yfirþrýstingurinn hefur verið töluverður. Það gæti bent til þess að við fáum verulega kvikustrókavirkni og tiltölulega hratt hraunflæði, allavega til að byrja með. En svo gæti það dottið niður.“ Nú hefur þú verið sá hefur talið mestar líkur á gosi og þá að það gerist innan tiltölulega skamms tíma. Hlakkar nú í þér í kvöld? „Alls ekki. Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Þetta snýst ekki um hverjir hafa rétt fyrir sér og rangt fyrir sér. Þetta snýst um að tryggja almannaheill og verja innviði og vera með gott og rétt viðbragð. Ég hef hugsanlega meiri áhyggjur af þessu en margur annar.“ Finnst þér þú hafa verið of djarfur í yfirlýsingum síðustu daga? „Persónulega finnst mér það ekki en ég virði það við fólk ef því finnst það. Og það hefur alveg fullan rétt á því að hafa sína skoðun á þessu. En ég vil frekar láta heyra í mér, vara við og líta kannski út eins og kjáni í fjölmiðlum því ég fór skrefinu of langt frekar en að lenda í þeirri stöðu að fólk sé í hættu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Þorvaldur telur langlíklegast að kvika komi upp þar sem skjálftavirknin er mest í augnablikinu, rétt norðan við miðju Sundhnjúkagígasprungunnar. „Til að byrja með færi hraunrennslið þá frekar til norðurs og þá vesturs. Og ef það fer í vesturátt er það áhyggjuefni gagnvart Svartsengi og Bláa lóninu og því svæði. Hún [sprungan] þarf nú ekki að teygja sig mikið lengra til suðurs þannig að hraun fari að flæða líka í suðurátt. En því lengra sem hraunsprungan er frá Grindavík og öðrum innviðum því betra. Því lengur tekur það fyrir hraun að ná þessum innviðum og þéttbýlinu,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi nú í kvöld. Þannig að það er í það minnsta ekki bráð hætta sem steðjar að fólki? „Ekki ef það kemur upp þarna, þá ætti það nú ekki að vera. En svo er spurning hversu hratt kvika kemur upp og hversu hratt hraunið flæðir.“ Klukkustundir frekar en dagar Er þetta að fara að gerast núna í kvöld? Í nótt? Eftir einhverja dagar? Eða gæti slokknað alveg í þessu? „Allt þetta er mögulegt. En mér finnst atburðarásin vera þannig að það sé frekar stutt í þetta gos ef af því verður. Ég hef nú sagt það áður, mér finnst það nær því að vera einhverjar klukkustundir heldur en dagar. [...] Það virðist vera meira afl í þessu og þetta er að gerast hratt því yfirþrýstingurinn hefur verið töluverður. Það gæti bent til þess að við fáum verulega kvikustrókavirkni og tiltölulega hratt hraunflæði, allavega til að byrja með. En svo gæti það dottið niður.“ Nú hefur þú verið sá hefur talið mestar líkur á gosi og þá að það gerist innan tiltölulega skamms tíma. Hlakkar nú í þér í kvöld? „Alls ekki. Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Þetta snýst ekki um hverjir hafa rétt fyrir sér og rangt fyrir sér. Þetta snýst um að tryggja almannaheill og verja innviði og vera með gott og rétt viðbragð. Ég hef hugsanlega meiri áhyggjur af þessu en margur annar.“ Finnst þér þú hafa verið of djarfur í yfirlýsingum síðustu daga? „Persónulega finnst mér það ekki en ég virði það við fólk ef því finnst það. Og það hefur alveg fullan rétt á því að hafa sína skoðun á þessu. En ég vil frekar láta heyra í mér, vara við og líta kannski út eins og kjáni í fjölmiðlum því ég fór skrefinu of langt frekar en að lenda í þeirri stöðu að fólk sé í hættu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira