Nokkuð jafnt landris þó hröðunin sé ólík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2023 13:52 Dreifing skjálftanna frá því á miðnætti í nótt. Veðurstofa Íslands Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að um 1400 skjálftar hafi mælst síðasta sólarhring. Virkni hafi aukist upp úr miðnætti og síðan hafi sjö skjálftar yfir fjórir að stærð mælst, sá síðasti rétt fyrir klukkan þrjú. Stærsti skjálftinn mældist 4,9 að stærð klukkan 00:46 rétt vestan við Þorbjörn og er það stærsti skjálfti síðan jarðskjálftahrinan hófst 25. október. Skjálftar yfir fjórum að stærð mældust á svæðinu frá Eldvörpum að svæðinu austan Sýlingarfells. Á meðan að kvikusöfnun heldur áfram má gera ráð fyrir skjálftavirkni á Reykjanesskaga vegna þess að kvikuinnskotið veldur aukinni spennu á svæðinu. Samkvæmt GPS gögnum á miðnætti mælist enn landris á svæðinu. Verið er að yfirfara GPS gögnin í tengslum við skjálftavirknina í nótt. Ef miðað er við 27. október sem upphafsdag þenslunnar til dagsins í dag hefur land risið nokkuð jafnt þó svo að hröðun á ferlinu hafi mælst ólík á milli daga. „Skjálftavirknin í nótt og í morgun er dæmi um þessa hviðukenndu skjálftavirkni sem má búast við á meðan að kvikusöfnun er í gangi. Það að nú mælist stærri skjálftar en áður á svæðinu, þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun,“ segir á vef Veðurstofunnar. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október. 9. nóvember 2023 12:33 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Skelkaðir hótelgestir við Bláa lónið láti sækja sig vegna skjálftanna Leigubílstjórar á Reykjanesskaga ferja nú gesti af hóteli Bláa lónsins sem eru óttaslegnir vegna stórra jarðskjálfta á svæðinu, sem fóru að gera vart við sig upp úr miðnætti. 9. nóvember 2023 01:50 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að um 1400 skjálftar hafi mælst síðasta sólarhring. Virkni hafi aukist upp úr miðnætti og síðan hafi sjö skjálftar yfir fjórir að stærð mælst, sá síðasti rétt fyrir klukkan þrjú. Stærsti skjálftinn mældist 4,9 að stærð klukkan 00:46 rétt vestan við Þorbjörn og er það stærsti skjálfti síðan jarðskjálftahrinan hófst 25. október. Skjálftar yfir fjórum að stærð mældust á svæðinu frá Eldvörpum að svæðinu austan Sýlingarfells. Á meðan að kvikusöfnun heldur áfram má gera ráð fyrir skjálftavirkni á Reykjanesskaga vegna þess að kvikuinnskotið veldur aukinni spennu á svæðinu. Samkvæmt GPS gögnum á miðnætti mælist enn landris á svæðinu. Verið er að yfirfara GPS gögnin í tengslum við skjálftavirknina í nótt. Ef miðað er við 27. október sem upphafsdag þenslunnar til dagsins í dag hefur land risið nokkuð jafnt þó svo að hröðun á ferlinu hafi mælst ólík á milli daga. „Skjálftavirknin í nótt og í morgun er dæmi um þessa hviðukenndu skjálftavirkni sem má búast við á meðan að kvikusöfnun er í gangi. Það að nú mælist stærri skjálftar en áður á svæðinu, þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október. 9. nóvember 2023 12:33 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Skelkaðir hótelgestir við Bláa lónið láti sækja sig vegna skjálftanna Leigubílstjórar á Reykjanesskaga ferja nú gesti af hóteli Bláa lónsins sem eru óttaslegnir vegna stórra jarðskjálfta á svæðinu, sem fóru að gera vart við sig upp úr miðnætti. 9. nóvember 2023 01:50 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október. 9. nóvember 2023 12:33
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04
Skelkaðir hótelgestir við Bláa lónið láti sækja sig vegna skjálftanna Leigubílstjórar á Reykjanesskaga ferja nú gesti af hóteli Bláa lónsins sem eru óttaslegnir vegna stórra jarðskjálfta á svæðinu, sem fóru að gera vart við sig upp úr miðnætti. 9. nóvember 2023 01:50
Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26