Þingkona í Bandaríkjunum ávítt fyrir meintan stuðning við hryðjuverk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 08:01 Tlaib var harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi mynskeiði í síðustu viku þar sem mótmælendur hrópuðu ítrekað „frá á til sjávar“. AP/Amanda Andrade-Rhoades Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í gær að ávíta þingkonuna Rashidu Tlaib, Demókrata frá Michigan, fyrir meinta vörn hennar á hryðjuverkum Hamas og stuðning hennar við slagorðin „Frá á til sjávar!“. Tlaib, sem er eini þingmaðurinn af palestínskum uppruna, tók til máls við umræður áður en atkvæðagreiðslan fór fram og varði gagnrýni sína á Ísrael, biðlaði til þingmanna um samkennd með Palestínumönnum og ítrekaði áköll sín eftir vopnahléi. Atkvæði féllu 234 gegn 188 en 22 Demókratar greiddu atkvæði með tillögunni um að ávíta Tlaib og fjórir Repúblikanar á móti. Einn Demókrati og þrír Repúblikanar sátu hjá. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hópuðust Demókratar að Tlaib til að sýna henni stuðning. Í tillögunni, sem lögð var fram af Rich McCormick, Repúblikana frá Georgíu, sagði að ummæli Tlaib þar sem hún kallaði eftir „endalokum aðskilnaðarstefnu sem hefði leitt til kæfandi, ómanneskjulegra aðstæðna sem gætu endað með andspyrnu“ væru í raun jafngildi málsvarnar fyrir hryðjuverk. Þá var einnig getið stuðnings Tlaib við slagorðin „Frá á til sjávar“ sem eru afar umdeild. Frasinn er upphaflega „Frá á til sjávar, Palestína mun verða frjáls“ (e. From the River to the Sea Palestine Will be Free) og vísar til frjálsrar Palestínu milli árinnar Jórdan og Miðjarðarhafsins, þar sem nú er Ísrael. Frasinn hefur bæði verið túlkaður sem ákall eftir frelsi og lýðræði til handa Palestínu og sem ákall eftir tortímingu Ísraelsríkis. Anti-Defamation League í Bandaríkjunum styður síðarnefndu túlkunina og segir gyðingaandúð felast í notkun frasans. Tlaib segir frasann hins vegar ákall um friðsamlega sambúð. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að segja þetta en palestínska þjóðin má ekki bara missa sín,“ sagði Tlaib á þinginu í gær og virtist berjast við að bresta ekki í grát. „Grátur palestínskra og ísraelskra barna hljóma eins í mínum eyrum.“ Tlaib sagði gagnrýni sína ávallt hafa verið á stjórnvöld í Ísrael, ekki ísraelsku þjóðina og minnti kollega sína á að áköll þeirra sem vildu vopnahlé yrðu háværari með hverjum deginum. „Þið getið ávítt mig en þið þaggið ekki niður í þeim.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Tlaib, sem er eini þingmaðurinn af palestínskum uppruna, tók til máls við umræður áður en atkvæðagreiðslan fór fram og varði gagnrýni sína á Ísrael, biðlaði til þingmanna um samkennd með Palestínumönnum og ítrekaði áköll sín eftir vopnahléi. Atkvæði féllu 234 gegn 188 en 22 Demókratar greiddu atkvæði með tillögunni um að ávíta Tlaib og fjórir Repúblikanar á móti. Einn Demókrati og þrír Repúblikanar sátu hjá. Eftir að niðurstaðan lá fyrir hópuðust Demókratar að Tlaib til að sýna henni stuðning. Í tillögunni, sem lögð var fram af Rich McCormick, Repúblikana frá Georgíu, sagði að ummæli Tlaib þar sem hún kallaði eftir „endalokum aðskilnaðarstefnu sem hefði leitt til kæfandi, ómanneskjulegra aðstæðna sem gætu endað með andspyrnu“ væru í raun jafngildi málsvarnar fyrir hryðjuverk. Þá var einnig getið stuðnings Tlaib við slagorðin „Frá á til sjávar“ sem eru afar umdeild. Frasinn er upphaflega „Frá á til sjávar, Palestína mun verða frjáls“ (e. From the River to the Sea Palestine Will be Free) og vísar til frjálsrar Palestínu milli árinnar Jórdan og Miðjarðarhafsins, þar sem nú er Ísrael. Frasinn hefur bæði verið túlkaður sem ákall eftir frelsi og lýðræði til handa Palestínu og sem ákall eftir tortímingu Ísraelsríkis. Anti-Defamation League í Bandaríkjunum styður síðarnefndu túlkunina og segir gyðingaandúð felast í notkun frasans. Tlaib segir frasann hins vegar ákall um friðsamlega sambúð. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að segja þetta en palestínska þjóðin má ekki bara missa sín,“ sagði Tlaib á þinginu í gær og virtist berjast við að bresta ekki í grát. „Grátur palestínskra og ísraelskra barna hljóma eins í mínum eyrum.“ Tlaib sagði gagnrýni sína ávallt hafa verið á stjórnvöld í Ísrael, ekki ísraelsku þjóðina og minnti kollega sína á að áköll þeirra sem vildu vopnahlé yrðu háværari með hverjum deginum. „Þið getið ávítt mig en þið þaggið ekki niður í þeim.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira