Sýknaðir í hópnauðgunarmáli Jón Þór Stefánsson skrifar 4. nóvember 2023 09:52 Mennirnir tveir voru sýknaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vitnisburður brotaþola þótti trúverðugur, en framburðir mannanna af atburðunum sem málið varðar þóttu í takt við hvor annan og þótti dómnum ólíklegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. Atvik málsins áttu sér stað í mars árið 2020, en allir aðilar málsins eru á sama máli um að hafa verið í teiti á heimili annars sakborninganna. Þar hafi verið aðrir gestir líka, en þeir ekki verið í rýminu þegar meint nauðgun átti sér stað. Mönnum var gefið að sök að hafa neytt konu til munnmaka og beita hana ólögmætri nauðung. Jafnframt hafi þeir haldið henni fastri, rifið í hár hennar, tekið hana hálstaki, sett fingur sína í munn hennar, og káfað á henni. Fyrir vikið hafi konan hlotið einhverja áverka víða um líkama. Þar að auki segir í ákæru að mennirnir tveir hafi neytt konuna til að taka kókaín á meðan á þessu stóð. Fyrir dómi greindi hún frá því að hún hafi aldrei áður neytt fíkniefna. Greint er frá því að hún hafi tekið leigubíl heim til sín úr partýinu. Foreldrar hafi komið að henni augljóslega í miklu uppnámi og lögregla kölluð til. Hún hafi greint frá meintri nauðgun en átt erfitt með það. Trúverðug en ekki hægt að líta fram hjá misræmi Dómurinn segir að framburður konunnar í lögregluskýrslu og fyrir dómi hafi verið mjög álíkir. Þó bendir dómurinn á að hún hafi sagst vera mjög drukkin, en áfengismæling sem var tekin örfáum klukkustundum eftir meinta nauðgun hafi bent til þess að hún hafi ekki neytt mikils áfengis, og líklega ekki verið undir áhrifum þess. Þá fannst kókaín hvorki í þvagi né blóði konunnar. Með hliðsjón af þessu segir dómurinn að draga verði í efa að hún hafi verið mjög drukkinn eða neytt áfengis umrædda nótt. Framburður hennar hafi þó verið trúverðugur í öllum meginatriðum, en ekki sé hægt að líta fram hjá umræddu misræmi við ákvörðun dómsins. Ósennilegt að þeir hafi sammælst Mennirnir tveir héldu því fram að þeir hefðu orðið þrír eftir í partýinu um stund. Þá hafi konan og annar þeirra farið að kela, en hinn dregið sig afsíðis og farið í tölvuna. Báðir héldu þessu fram. Dómurinn sagði framburði þeirra „mjög“ á sama veg. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir atburðina sem málið varðar á sama heimili og partýið fór fram. Í ljósi þess að báðir voru undir áhrifum fíkniefna og áfengis þótti dómnum ósennilegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. „Aukin heldur hafa þeir þá þurft, í því ástandi sem þeir voru, að gera ráð fyrir því þegar brotaþoli yfirgaf samkvæmið að hún myndi kæra þá fyrir kynferðisbrot,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir voru mennirnir tveir sýknaðir. Þá var miskabótakröfu konunnar, upp á fjórar milljónir króna, vísað frá dómi. Sakarkostnaður málsins mun þó greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Atvik málsins áttu sér stað í mars árið 2020, en allir aðilar málsins eru á sama máli um að hafa verið í teiti á heimili annars sakborninganna. Þar hafi verið aðrir gestir líka, en þeir ekki verið í rýminu þegar meint nauðgun átti sér stað. Mönnum var gefið að sök að hafa neytt konu til munnmaka og beita hana ólögmætri nauðung. Jafnframt hafi þeir haldið henni fastri, rifið í hár hennar, tekið hana hálstaki, sett fingur sína í munn hennar, og káfað á henni. Fyrir vikið hafi konan hlotið einhverja áverka víða um líkama. Þar að auki segir í ákæru að mennirnir tveir hafi neytt konuna til að taka kókaín á meðan á þessu stóð. Fyrir dómi greindi hún frá því að hún hafi aldrei áður neytt fíkniefna. Greint er frá því að hún hafi tekið leigubíl heim til sín úr partýinu. Foreldrar hafi komið að henni augljóslega í miklu uppnámi og lögregla kölluð til. Hún hafi greint frá meintri nauðgun en átt erfitt með það. Trúverðug en ekki hægt að líta fram hjá misræmi Dómurinn segir að framburður konunnar í lögregluskýrslu og fyrir dómi hafi verið mjög álíkir. Þó bendir dómurinn á að hún hafi sagst vera mjög drukkin, en áfengismæling sem var tekin örfáum klukkustundum eftir meinta nauðgun hafi bent til þess að hún hafi ekki neytt mikils áfengis, og líklega ekki verið undir áhrifum þess. Þá fannst kókaín hvorki í þvagi né blóði konunnar. Með hliðsjón af þessu segir dómurinn að draga verði í efa að hún hafi verið mjög drukkinn eða neytt áfengis umrædda nótt. Framburður hennar hafi þó verið trúverðugur í öllum meginatriðum, en ekki sé hægt að líta fram hjá umræddu misræmi við ákvörðun dómsins. Ósennilegt að þeir hafi sammælst Mennirnir tveir héldu því fram að þeir hefðu orðið þrír eftir í partýinu um stund. Þá hafi konan og annar þeirra farið að kela, en hinn dregið sig afsíðis og farið í tölvuna. Báðir héldu þessu fram. Dómurinn sagði framburði þeirra „mjög“ á sama veg. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir atburðina sem málið varðar á sama heimili og partýið fór fram. Í ljósi þess að báðir voru undir áhrifum fíkniefna og áfengis þótti dómnum ósennilegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar. „Aukin heldur hafa þeir þá þurft, í því ástandi sem þeir voru, að gera ráð fyrir því þegar brotaþoli yfirgaf samkvæmið að hún myndi kæra þá fyrir kynferðisbrot,“ segir í dómnum. Líkt og áður segir voru mennirnir tveir sýknaðir. Þá var miskabótakröfu konunnar, upp á fjórar milljónir króna, vísað frá dómi. Sakarkostnaður málsins mun þó greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira