Skotin höfnuðu á fjórum stöðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 3. nóvember 2023 19:00 Samkvæmt heimildum virðist hafa verið skotið úr bíl að fjórum ungum mönnum sem höfðu verið í samkvæmi í húsinu. Vísir Sex hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal í fyrrinótt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tveir særðust í árásinni. Annar þeirra er þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Dómsmálaráðherra er gríðarlega brugðið yfir málinu. Nauðsynlegt sé að bregðast við. Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð nokkur hópur manna að skotárásinni á fjóra menn á tvítugs-og þrítugsaldri sem höfðu verið í samkvæmi í fjölbýlishúsi á fimmta tímanum í fyrrinótt. Vitni segja þá hafa ekið upp að húsinu og hleypt af fjórum skotum úr byssu áður en þeir flúðu. Tveir menn urðu fyrir skoti, annar þeirra í fót og þurfi að leita aðhlynningar á Landspítalanum í gær en var útskrifaður sama dag, hinn fékk skrámu á eyra. Skot hæfðu einnig hús í nágrenninu sem tengist ekki málinu og kyrrstæðan bíl. Árásarmaðurinn eða mennirnir flúðu af vettvangi og auglýsti lögregla eftir myndbandsupptökum í nágrenninu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í gær. Þá voru umfangsmiklar lögregluaðgerðir um alla borg. Fyrstu mennirnir voru svo handteknir í tengslum við málið á sjöunda tímanum síðdegis í gær. Alls voru sjö manns handteknir í gærkvöldi og nótt en eftir yfirheyrslur í dag ákvað lögregla að óska eftir eins vikna gæsluvarðahaldi yfir sex þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar mannanna sem varð fyrir skoti í gær þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Hann tilheyrir hópi manna sem hafa einnig komist í kast við lögin. Dómsmálaráðherra hefur sagst vera slegin yfir málinu þegar hún var spurð út í málið eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 að dómari væri ekki búinn að úrskurða grunuðu sex í gæsluvarðhald. „Við gerðum kröfu um þetta seinnipartinn í dag. Gerðum kröfu þá um að sex aðilar myndu sæta gæsluvarðhaldi í eina viku. Það er á grundvelli rannsóknarhagsmuna.“ Hann gefur ekki upp hvort vopnið sé fundið en segir að ráðist hafi verið í húsleitir í gær. Grímur vill ekki gefa upp hvort þeir, sem handteknir hafi verið, eigi brotaferil að baki. „Mér finnst ekki á þessu stigi viðeigandi að fara út í það. Þetta er náttúrulega fólk sem tengist. Það var talið að það hafi verið stór hluti þeirra á vettvangi þar sem skotárásin var en þeir eigi þá aðild að því með einum eða öðrum hætti eða hafi þá upplýsingar þar að lútandi.“ Grímur segir að almennt séð þurfi fólk ekki að hafa áhyggjur af því að ofbeldisverk beinist gegn almenningi. Hins vegar teljist atvikið alvarlegt. „Ég hef sagt það áður og það er mat okkar hér að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur, þetta er ágreiningur milli einstaklinga í hópum. Það er hins vegar, og við höfum sagt það hér í þessu sambandi, að það er áhyggjuefni að það sé verið að beita skotvopnum í íbúðahverfum í nágrenni við þar sem fólk býr. Þannig að, að því leyti til höfum við áhyggjur af þeirri þróun, að það skyldi hafa gerst. Þannig að við getum ekki alveg útilokað að fólk þurfi að hafa einhverjar áhyggjur þegar staðan er svona, þegar það er verið að beita skotvopnum inni í íbúðahverfi.“ Uppfært klukkan 20.18: Sex hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Sjö voru upphaflega handteknir en einn er laus úr haldi lögreglu. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, þar sem einnig segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Reykjavík Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð nokkur hópur manna að skotárásinni á fjóra menn á tvítugs-og þrítugsaldri sem höfðu verið í samkvæmi í fjölbýlishúsi á fimmta tímanum í fyrrinótt. Vitni segja þá hafa ekið upp að húsinu og hleypt af fjórum skotum úr byssu áður en þeir flúðu. Tveir menn urðu fyrir skoti, annar þeirra í fót og þurfi að leita aðhlynningar á Landspítalanum í gær en var útskrifaður sama dag, hinn fékk skrámu á eyra. Skot hæfðu einnig hús í nágrenninu sem tengist ekki málinu og kyrrstæðan bíl. Árásarmaðurinn eða mennirnir flúðu af vettvangi og auglýsti lögregla eftir myndbandsupptökum í nágrenninu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í gær. Þá voru umfangsmiklar lögregluaðgerðir um alla borg. Fyrstu mennirnir voru svo handteknir í tengslum við málið á sjöunda tímanum síðdegis í gær. Alls voru sjö manns handteknir í gærkvöldi og nótt en eftir yfirheyrslur í dag ákvað lögregla að óska eftir eins vikna gæsluvarðahaldi yfir sex þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar mannanna sem varð fyrir skoti í gær þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Hann tilheyrir hópi manna sem hafa einnig komist í kast við lögin. Dómsmálaráðherra hefur sagst vera slegin yfir málinu þegar hún var spurð út í málið eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 að dómari væri ekki búinn að úrskurða grunuðu sex í gæsluvarðhald. „Við gerðum kröfu um þetta seinnipartinn í dag. Gerðum kröfu þá um að sex aðilar myndu sæta gæsluvarðhaldi í eina viku. Það er á grundvelli rannsóknarhagsmuna.“ Hann gefur ekki upp hvort vopnið sé fundið en segir að ráðist hafi verið í húsleitir í gær. Grímur vill ekki gefa upp hvort þeir, sem handteknir hafi verið, eigi brotaferil að baki. „Mér finnst ekki á þessu stigi viðeigandi að fara út í það. Þetta er náttúrulega fólk sem tengist. Það var talið að það hafi verið stór hluti þeirra á vettvangi þar sem skotárásin var en þeir eigi þá aðild að því með einum eða öðrum hætti eða hafi þá upplýsingar þar að lútandi.“ Grímur segir að almennt séð þurfi fólk ekki að hafa áhyggjur af því að ofbeldisverk beinist gegn almenningi. Hins vegar teljist atvikið alvarlegt. „Ég hef sagt það áður og það er mat okkar hér að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur, þetta er ágreiningur milli einstaklinga í hópum. Það er hins vegar, og við höfum sagt það hér í þessu sambandi, að það er áhyggjuefni að það sé verið að beita skotvopnum í íbúðahverfum í nágrenni við þar sem fólk býr. Þannig að, að því leyti til höfum við áhyggjur af þeirri þróun, að það skyldi hafa gerst. Þannig að við getum ekki alveg útilokað að fólk þurfi að hafa einhverjar áhyggjur þegar staðan er svona, þegar það er verið að beita skotvopnum inni í íbúðahverfi.“ Uppfært klukkan 20.18: Sex hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Sjö voru upphaflega handteknir en einn er laus úr haldi lögreglu. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, þar sem einnig segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Reykjavík Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira