Skotin höfnuðu á fjórum stöðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 3. nóvember 2023 19:00 Samkvæmt heimildum virðist hafa verið skotið úr bíl að fjórum ungum mönnum sem höfðu verið í samkvæmi í húsinu. Vísir Sex hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal í fyrrinótt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tveir særðust í árásinni. Annar þeirra er þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Dómsmálaráðherra er gríðarlega brugðið yfir málinu. Nauðsynlegt sé að bregðast við. Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð nokkur hópur manna að skotárásinni á fjóra menn á tvítugs-og þrítugsaldri sem höfðu verið í samkvæmi í fjölbýlishúsi á fimmta tímanum í fyrrinótt. Vitni segja þá hafa ekið upp að húsinu og hleypt af fjórum skotum úr byssu áður en þeir flúðu. Tveir menn urðu fyrir skoti, annar þeirra í fót og þurfi að leita aðhlynningar á Landspítalanum í gær en var útskrifaður sama dag, hinn fékk skrámu á eyra. Skot hæfðu einnig hús í nágrenninu sem tengist ekki málinu og kyrrstæðan bíl. Árásarmaðurinn eða mennirnir flúðu af vettvangi og auglýsti lögregla eftir myndbandsupptökum í nágrenninu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í gær. Þá voru umfangsmiklar lögregluaðgerðir um alla borg. Fyrstu mennirnir voru svo handteknir í tengslum við málið á sjöunda tímanum síðdegis í gær. Alls voru sjö manns handteknir í gærkvöldi og nótt en eftir yfirheyrslur í dag ákvað lögregla að óska eftir eins vikna gæsluvarðahaldi yfir sex þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar mannanna sem varð fyrir skoti í gær þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Hann tilheyrir hópi manna sem hafa einnig komist í kast við lögin. Dómsmálaráðherra hefur sagst vera slegin yfir málinu þegar hún var spurð út í málið eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 að dómari væri ekki búinn að úrskurða grunuðu sex í gæsluvarðhald. „Við gerðum kröfu um þetta seinnipartinn í dag. Gerðum kröfu þá um að sex aðilar myndu sæta gæsluvarðhaldi í eina viku. Það er á grundvelli rannsóknarhagsmuna.“ Hann gefur ekki upp hvort vopnið sé fundið en segir að ráðist hafi verið í húsleitir í gær. Grímur vill ekki gefa upp hvort þeir, sem handteknir hafi verið, eigi brotaferil að baki. „Mér finnst ekki á þessu stigi viðeigandi að fara út í það. Þetta er náttúrulega fólk sem tengist. Það var talið að það hafi verið stór hluti þeirra á vettvangi þar sem skotárásin var en þeir eigi þá aðild að því með einum eða öðrum hætti eða hafi þá upplýsingar þar að lútandi.“ Grímur segir að almennt séð þurfi fólk ekki að hafa áhyggjur af því að ofbeldisverk beinist gegn almenningi. Hins vegar teljist atvikið alvarlegt. „Ég hef sagt það áður og það er mat okkar hér að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur, þetta er ágreiningur milli einstaklinga í hópum. Það er hins vegar, og við höfum sagt það hér í þessu sambandi, að það er áhyggjuefni að það sé verið að beita skotvopnum í íbúðahverfum í nágrenni við þar sem fólk býr. Þannig að, að því leyti til höfum við áhyggjur af þeirri þróun, að það skyldi hafa gerst. Þannig að við getum ekki alveg útilokað að fólk þurfi að hafa einhverjar áhyggjur þegar staðan er svona, þegar það er verið að beita skotvopnum inni í íbúðahverfi.“ Uppfært klukkan 20.18: Sex hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Sjö voru upphaflega handteknir en einn er laus úr haldi lögreglu. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, þar sem einnig segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Reykjavík Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð nokkur hópur manna að skotárásinni á fjóra menn á tvítugs-og þrítugsaldri sem höfðu verið í samkvæmi í fjölbýlishúsi á fimmta tímanum í fyrrinótt. Vitni segja þá hafa ekið upp að húsinu og hleypt af fjórum skotum úr byssu áður en þeir flúðu. Tveir menn urðu fyrir skoti, annar þeirra í fót og þurfi að leita aðhlynningar á Landspítalanum í gær en var útskrifaður sama dag, hinn fékk skrámu á eyra. Skot hæfðu einnig hús í nágrenninu sem tengist ekki málinu og kyrrstæðan bíl. Árásarmaðurinn eða mennirnir flúðu af vettvangi og auglýsti lögregla eftir myndbandsupptökum í nágrenninu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í gær. Þá voru umfangsmiklar lögregluaðgerðir um alla borg. Fyrstu mennirnir voru svo handteknir í tengslum við málið á sjöunda tímanum síðdegis í gær. Alls voru sjö manns handteknir í gærkvöldi og nótt en eftir yfirheyrslur í dag ákvað lögregla að óska eftir eins vikna gæsluvarðahaldi yfir sex þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar mannanna sem varð fyrir skoti í gær þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Hann tilheyrir hópi manna sem hafa einnig komist í kast við lögin. Dómsmálaráðherra hefur sagst vera slegin yfir málinu þegar hún var spurð út í málið eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 að dómari væri ekki búinn að úrskurða grunuðu sex í gæsluvarðhald. „Við gerðum kröfu um þetta seinnipartinn í dag. Gerðum kröfu þá um að sex aðilar myndu sæta gæsluvarðhaldi í eina viku. Það er á grundvelli rannsóknarhagsmuna.“ Hann gefur ekki upp hvort vopnið sé fundið en segir að ráðist hafi verið í húsleitir í gær. Grímur vill ekki gefa upp hvort þeir, sem handteknir hafi verið, eigi brotaferil að baki. „Mér finnst ekki á þessu stigi viðeigandi að fara út í það. Þetta er náttúrulega fólk sem tengist. Það var talið að það hafi verið stór hluti þeirra á vettvangi þar sem skotárásin var en þeir eigi þá aðild að því með einum eða öðrum hætti eða hafi þá upplýsingar þar að lútandi.“ Grímur segir að almennt séð þurfi fólk ekki að hafa áhyggjur af því að ofbeldisverk beinist gegn almenningi. Hins vegar teljist atvikið alvarlegt. „Ég hef sagt það áður og það er mat okkar hér að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur, þetta er ágreiningur milli einstaklinga í hópum. Það er hins vegar, og við höfum sagt það hér í þessu sambandi, að það er áhyggjuefni að það sé verið að beita skotvopnum í íbúðahverfum í nágrenni við þar sem fólk býr. Þannig að, að því leyti til höfum við áhyggjur af þeirri þróun, að það skyldi hafa gerst. Þannig að við getum ekki alveg útilokað að fólk þurfi að hafa einhverjar áhyggjur þegar staðan er svona, þegar það er verið að beita skotvopnum inni í íbúðahverfi.“ Uppfært klukkan 20.18: Sex hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Sjö voru upphaflega handteknir en einn er laus úr haldi lögreglu. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, þar sem einnig segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Reykjavík Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira