„Sorgleg“ staða uppi hjá leiðsögumönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2023 15:05 Jóna Fanney Friðriksdóttir formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna og Snorri Steinn Sigurðsson einn þeirra stjórnarmanna sem kröfðust afsagnar hennar á mánudaginn. Vísir/Samsett Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið. Fréttastofa hafði samband við Halldór Kolbeins, stjórnarmann í félaginu, sem er meðal fyrrnefndra ósáttra fimm. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að málið sé ekki persónulegt. Hann segir jafnframt að uppreisnarhópurinn telji Jónu ekki hafa starfað samkvæmt samþykktum stjórnar og að ákveðin vinnubrögð hafi viðhafst undir stjórn hennar sem þau séu afar ósátt með. Halldór nefnir sérstaklega eineltismál í yfirlýsingunni sem einnig er fjallað um í bókun hópsins á stjórnarfundinum. Hann segir það hafa farið á versta veg. Hópurinn sakar Jónu um að hafa hundsað það og gefur það í skyn að hún hafi viljandi „týnt“ bókun sem varðaði málið. Vísar öllu á bug Jóna Fanney vildi ekki ræða málið í samtali við fréttastofu. Hún sagði bara að henni fyndist staðan sem upp er komin „sorgleg.“ Jóna og tveir stjórnarmenn, gjaldkeri og ritari, sem studdu ekki afsagnarkröfuna taka fyrir ásakanirnar sem þar koma fram og vísa þeim alfarið á bug. Í bókun sem þau skrifuðu segir að með þessum „dylgjum sé ætlunin að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins.“ Þar að auki sakar Jóna og hennar stuðningsmenn uppreisnarhópinn um beiskju og segir ætlunina vera „eingöngu þá að hrekja þau sem hlutu flest atkvæði félagsmanna í vor á brott með óréttmætum ásökunum.“ „Mál sem fór á versta veg“ „Nú þarf að koma í ljós hvort félagsmenn telji að boða eigi til félagsfundar til þess að félagsmenn í Leiðsögn geti tekið afstöðu til þeirrar stöðu sem er uppi. Það er mikilvægt að traust og trygg forysta og stjórn starfi í félaginu á komandi kjaravetri og ég tel eins og áður segir best að félagsmenn taki afstöðu til þessarar bókunar okkar á opnum félagsfundi,“ segir í lok yfirlýsingunnar sem Halldór sendi fréttastofu. „Þetta er mjög viðkvæmt mál en brýnt mál. Það gerir enginn svona að leik sínum. Þetta mál á langan aðdraganda. Það verður bara að fá niðurstöðu í þessu máli. Þetta er mál sem fór á versta veg. Þetta þarf að klárast, það er ekkert hægt að láta snjóa yfir þetta,“ segir Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var sagt að rætt hefði verið við Snorra Stein stjórnarmann en ekki Halldór. Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Halldór Kolbeins, stjórnarmann í félaginu, sem er meðal fyrrnefndra ósáttra fimm. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir að málið sé ekki persónulegt. Hann segir jafnframt að uppreisnarhópurinn telji Jónu ekki hafa starfað samkvæmt samþykktum stjórnar og að ákveðin vinnubrögð hafi viðhafst undir stjórn hennar sem þau séu afar ósátt með. Halldór nefnir sérstaklega eineltismál í yfirlýsingunni sem einnig er fjallað um í bókun hópsins á stjórnarfundinum. Hann segir það hafa farið á versta veg. Hópurinn sakar Jónu um að hafa hundsað það og gefur það í skyn að hún hafi viljandi „týnt“ bókun sem varðaði málið. Vísar öllu á bug Jóna Fanney vildi ekki ræða málið í samtali við fréttastofu. Hún sagði bara að henni fyndist staðan sem upp er komin „sorgleg.“ Jóna og tveir stjórnarmenn, gjaldkeri og ritari, sem studdu ekki afsagnarkröfuna taka fyrir ásakanirnar sem þar koma fram og vísa þeim alfarið á bug. Í bókun sem þau skrifuðu segir að með þessum „dylgjum sé ætlunin að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins.“ Þar að auki sakar Jóna og hennar stuðningsmenn uppreisnarhópinn um beiskju og segir ætlunina vera „eingöngu þá að hrekja þau sem hlutu flest atkvæði félagsmanna í vor á brott með óréttmætum ásökunum.“ „Mál sem fór á versta veg“ „Nú þarf að koma í ljós hvort félagsmenn telji að boða eigi til félagsfundar til þess að félagsmenn í Leiðsögn geti tekið afstöðu til þeirrar stöðu sem er uppi. Það er mikilvægt að traust og trygg forysta og stjórn starfi í félaginu á komandi kjaravetri og ég tel eins og áður segir best að félagsmenn taki afstöðu til þessarar bókunar okkar á opnum félagsfundi,“ segir í lok yfirlýsingunnar sem Halldór sendi fréttastofu. „Þetta er mjög viðkvæmt mál en brýnt mál. Það gerir enginn svona að leik sínum. Þetta mál á langan aðdraganda. Það verður bara að fá niðurstöðu í þessu máli. Þetta er mál sem fór á versta veg. Þetta þarf að klárast, það er ekkert hægt að láta snjóa yfir þetta,“ segir Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu var sagt að rætt hefði verið við Snorra Stein stjórnarmann en ekki Halldór.
Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Stéttarfélög Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira